Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

131. fundur 22. febrúar 2017 kl. 19:00 - 20:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
 • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
 • Áshildur Linnet 1. varamaður
 • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
 • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
 • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229

1702001F

Fundargerð 228. fundar bæjarráðs er lögð fram á 131. fundi eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Eftrtaldir tóku til máls um fundargerðina: IG, BS, JHH, IRH
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 10.02.2017, auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram.
  Bókun fundar Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 10.02.2017, auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Erindi Ungmennafélags Íslands dags. 7.2.2017, auglýsing þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 23. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður árið 2020 og 9. Landsmóts UMFÍ 50 sem haldið verður árið 2019.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram.
  Bókun fundar Erindi Ungmennafélags Íslands dags. 7.2.2017, auglýsing þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 23. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður árið 2020 og 9. Landsmóts UMFÍ 50 sem haldið verður árið 2019.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Erindi Fjölíss dags. 1.2.2017 ásamt samningi um afritun verndaðra verka.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
  Bókun fundar Erindi Fjölíss dags. 1.2.2017 ásamt samningi um afritun verndaðra verka.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs, samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Erindi Sandgerðisbæjar dags. 8.2.2017, upplýsingar um tilnefningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs í sameiginlegan vinnuhóp við stefnumótun í málefnum eldri borgara.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram.
  Bókun fundar Erindi Sandgerðisbæjar dags. 8.2.2017, upplýsingar um tilnefningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs í sameiginlegan vinnuhóp við stefnumótun í málefnum eldri borgara.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindið lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.

  Til máls tóku: BS, JHH, IRH, IG
 • 1.5 1701051 Hjólabrettavöllur
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Undirskriftalisti barna og unglinga, móttekinn 19.01.2017, beiðni um að byggður verði hjólabrettavöllur í bænum.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð þakkar undirskriftalistann og frumkvæði þeirra sem að honum stóðu. Bæjarráð samþykkir að málið verði tekið til skoðunar, og kannað verði með kostnað og staðsetningu.
  Bókun fundar Undirskriftalisti barna og unglinga, móttekinn 19.01.2017, beiðni um að byggður verði hjólabrettavöllur í bænum.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð þakkar undirskriftalistann og frumkvæði þeirra sem að honum stóðu. Bæjarráð samþykkir að málið verði tekið til skoðunar, og kannað verði með kostnað og staðsetningu.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs, samhljóða með sjö atkvæðum.

  Til máls tók: BS
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Erindi tveggja íbúa á Vatnsleysuströnd, fyrirspurn um lagningu ljósleiðara á svæðinu.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindin lögð fram. Bæjarstjóra er falið að svara fyrirspurnunum með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli.
  Bókun fundar Erindi tveggja íbúa á Vatnsleysuströnd, fyrirspurn um lagningu ljósleiðara á svæðinu.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Erindin lögð fram. Bæjarstjóra er falið að svara fyrirspurnunum með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmglutninga, 128. mál.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.
  Bókun fundar Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga, 128. mál.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Lagt fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerð 122. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt yfirliti um bótaliði sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin og yfirlitið lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð 122. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt yfirliti um bótaliði sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin og yfirlitið lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.

  Til máls tóku: BS, IG
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerðir 476. og 477. funda stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerðir 476. og 477. funda stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.

 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerð 7. og 8. funda Svæðisskipulags Suðurnesja, ásamt bréfi til Skipulagsstofnunar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðirnar ásamt bréfinu lagðar fram.
  Bókun fundar Fundargerð 7. og 8. funda Svæðisskipulags Suðurnesja, ásamt bréfi til Skipulagsstofnunar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðirnar ásamt bréfinu lagðar fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerð 54. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð 54. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerð 33. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
  Bókun fundar Fundargerð 33. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 229 Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja frá 16. janúar og 6. febrúar 2017.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðirnar lagðar fram.
  Bókun fundar Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja frá 16. janúar og 6. febrúar 2017.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðirnar lagðar fram.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.

  Til máls tóku: BS, JHH, IRH

2.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86

1701003F

Fundargerð 86. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 131. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Eftirtaldir tóku til máls um fundargerðina: JHH, BS, ÁL, IG, IRH
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Bréf Landslags ehf. teiknistofu, dags. 14.12.2016, f.h. Reykjaprents ehf. eiganda lóðarinnar Aragerði 4 í Vogum, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á lóðinni.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Samþykkt er að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina.
  Bókun fundar Bréf Landslags ehf. teiknistofu, dags. 14.12.2016, f.h. Reykjaprents ehf. eiganda lóðarinnar Aragerði 4 í Vogum, óskar eftir heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarbyggð á lóðinni.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Samþykkt er að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðina.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar samhljóða með sjö atkvæðum.

  Til máls tóku: IRH, IG, ÁL
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Breyting á deiliskipulagi, sameining lóða nr. 2, 2a og 4 við Heiðarholt í eina lóð.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Samþykkt er að heimila vinnslu á breytingartillögu að deiliskipulagi.
  Bókun fundar Breyting á deiliskipulagi, sameining lóða nr. 2, 2a og 4 við Heiðarholt í eina lóð.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Samþykkt er að heimila vinnslu á breytingartillögu að deiliskipulagi.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar, samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Bréf eiganda Hafnargötu 4, dags. 13.12.2008, mótt. 21.12.2016, ásamt meðfylgjandi tillöguuppdrætti. Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu hússins úr fiskvinnslu í gistiheimili og/eða leiguíbúðir. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um lóðarfrágang.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er lóðin á iðnaðar- og atvinnusvæði og ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð. Viðræðum um lóðarfrágang er vísað til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.
  Bókun fundar Bréf eiganda Hafnargötu 4, dags. 13.12.2008, mótt. 21.12.2016, ásamt meðfylgjandi tillöguuppdrætti. Sótt er um leyfi til að breyta nýtingu hússins úr fiskvinnslu í gistiheimili og/eða leiguíbúðir. Jafnframt er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um lóðarfrágang.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar: Ekki er hægt að verða við erindinu þar sem skv. gildandi deiliskipulagi er lóðin á iðnaðar- og atvinnusvæði og ekki gert ráð fyrir íbúðabyggð. Viðræðum um lóðarfrágang er vísað til umfjöllunar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar, samhljóða með sjö atkvæðum.
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Umsókn Svanborgar Svansdóttur dags. 11.01.2017 um framlengingu á fyrra byggingarleyfi vegna breytingar á bílskúr skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. í des. 1994, sem samþykkt var í byggingarnefnd 29.12.1994.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umsóknina skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum Tjarnargötu 20, Kirkjugerðis 12, Aragerðis 7, 9 og 11.
  Bókun fundar Umsókn Svanborgar Svansdóttur dags. 11.01.2017 um framlengingu á fyrra byggingarleyfi vegna breytingar á bílskúr skv. teikningum Gísla Gunnarssonar dags. í des. 1994, sem samþykkt var í byggingarnefnd 29.12.1994.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Umsóknina skal grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Kynna skal umsóknina fyrir íbúum og eigendum Tjarnargötu 20, Kirkjugerðis 12, Aragerðis 7, 9 og 11.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsnefndar, samhljóða með sjö atkvæðum.
 • 2.5 1508006 Umhverfismál
  Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Rætt um ástand, umhirðu og frágang lóða og lausamuna víða í sveitarfélaginu og leiðir til úrbóta.Nefndin óskar eftir við bæjarstjórn að skilgreint verði fjármagn og mannafli til að fylgja eftir úrbótum í umhverfismálum.
  Bókun fundar Rætt um ástand, umhirðu og frágang lóða og lausamuna víða í sveitarfélaginu og leiðir til úrbóta.

  Afgreiðsla Umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Nefndin óskar eftir við bæjarstjórn að skilgreint verði fjármagn og mannafli til að fylgja eftir úrbótum í umhverfismálum.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Björn Sæbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. D-listans: "Ég legg til að málinu verði vísað til umhverfis og skipulagsnefndar og óskað verði eftir að hún skilgreyni í samstarfi við útideidina það fjármagn og mannafl sem þarf til að fylgja eftir úrbótum í umhverfismálum. Írekað hefur verið farið í aðgerðir með talsverðum tilkostnaði en litlum árangri Ég legg til að skoðað verði að fela lögfræðingi sveitarfélagsins að fylgja málinu eftir."

  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna að útfærslu málsins og leggja tillögu fram á næsta fundi bæjarráðs.

  Til máls tóku: JHH, BS, ÁL, IG
 • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 86 Tölvupóstur Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 14.12.2016 þar sem vakin er athygli á því að unnið er að undirbúningsskýrslu Íslands sem skilað verður á næsta ári.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Tölvupóstur Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 14.12.2016 þar sem vakin er athygli á því að unnið er að undirbúningsskýrslu Íslands sem skilað verður á næsta ári.

  Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
  Lagt fram til kynningar.

  Afgreiðsla þessa fundar:
  Lagt fram.

3.Vegatollar - ályktun

1702047

Ályktun bæjarstjórnar vegna hugmynda um álagningu vegatolla
Bæjarstjórn leggur fram svohljóðandi bókun vegna hugmynda stjórnvalda um álagningu vegatolla:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga mótmælir harðlega fyrirhuguðum aðgerðum samgönguráðherra að leggja á vegatolla á Reykjanesbraut og aðrar stoðbrautir. Meirihluti íbúa Sveitarfélagsins Voga sækir vinnu bæði á höfuðborgarsvæðið og einnig til annara sveitarfélaga á Reykjanesi það yrði mikil mismunun að íbúar á Reykjanesi muni þurfa að borga vegatolla við það að fara í vinnu en ekki íbúar höfuðborgarsvæðisins sem vinna á höfuðborgarsvæðinu. Það að fara rukka fólk um tolla sem sækir sína vinnu til að borga skatt til samfélagsins er ekki líðandi og gengur gegn jafnræði íbúa. Búið er að tvöfalda Reykjanesbraut í landi Voga og mótmælir bæjarstjórn Sveitarfélagsins því alfarið að íbúar þess þurfi að borga vegaframkvæmdir í öðrum landshlutum nóg er borgað í dag í formi eldsneytisgjalds og bifreiðagjalda. Rétt er að benda samgönguráðherra á að Reykjanesbraut er fjölfarnasti vegur utan þéttbýlis og jafnframt hafa íbúar ekki annan raunhæfan valkost til að komast inná höfuðborgarsvæðið og væru því nauðbeygðir til að greiða boðaðann vegtoll.
Einnig er vakin sérstök athygli á að á hinum Norðurlöndunum er veittur skattaafsláttur til þeirra sem sækja atvinnu um langan veg til jöfnunar á ferðakostnaði. Hér á Íslandi hefur ríkið hins vegar haft þá sem búa fjarri vinnustað sínum að féþúfu og nú er áformað að bæta enn við þann kostnað og auka á ójöfnuðinn.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG,JHH, BS

Fundi slitið - kl. 20:10.

Getum við bætt efni síðunnar?