Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

240. fundur 10. desember 2025 kl. 17:30 - 18:14 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga - Desember 2025

2512006

Lögð fram tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga auk minnisblaðs bæjarstjóra. Í kjölfarið verði lán sveitarfélagsins hjá Íslandsbanka greitt upp.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með samhljóða með 7 atkvæðum á fundi sínum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 130.000.000,- samkvæmt þeim lánaskilmálum sem í boði eru á þeim tíma sem lánið er tekið. Lántakan er í formi langtímaláns í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður hverju sinni. Bæjarstjórnin hefur kynnt sér skilmála viðkomandi skuldabréfaflokka eins og þeir birtast á heimasíðu Lánasjóðsins.

Til tryggingar láninu, þ.m.t. höfuðstól, uppgreiðslugjaldi, vöxtum, dráttarvöxtum og öðrum kostnaði ? samþykkir bæjarstjórnin að tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, verði veðsettar.

Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir ársins og endurfjármagna afborganir eldri lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga nr. 150/2006 um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga.

Jafnframt er Guðrúnu P. Ólafsdóttur, bæjarstjóra, kt. 150377- 5799, veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Sveitarfélagsins Voga, sem og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda öll skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántökunni, þar á meðal beiðni um útborgun láns.

Til máls tók: GPÓ

2.Gjaldskrá 2026

2512008

Lögð fram gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga 2026.
Guðrún P. Ólafsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir helstu atriði framlagðrar gjaldskrár.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Gjaldskrá 2026 samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Fjárhagsáætlun 2026 -2029

2508067

Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2026 og langtímaáætlun 2027-2029.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Bókun bæjarstjórnar:
Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2026 - 2029 endurspeglar traustari rekstur eftir tímabil fjárhagsþrenginga og aðhalds í rekstri. Hagræðingu í rekstri verður skilað til íbúa í formi lækkunar fasteignaálaga og eflingar þjónustu. Áfram verður unnið að uppbygingu atvinnulífs í sveitarfélaginu með það að markmiði að tryggja tekjustofna og fjölga atvinnutækifærum í heimabyggð með sérstakri áherslu á Keilisnes. Ábyrgð og festa í rekstri skapar þannig grunn að veitingu enn öflugri þjónustu í samfélaginu. Þá hefur verið búið í haginn varðandi uppbyggingu innviða í stækkandi sveitarfélagi.

Bæjarstjórn lagði við gerð fjárhagsáætlunar ríka áherslu á að hagræðingu yrði skilað til íbúa. A hluti fasteignaálagningar, eða álagning fasteignaskatta á íbúarhúsnæði lækkar þannig umtalsvert eða úr 0,42% í 0,28%. Á sama tíma uppfærist vatnsgjald í 0,11% og fráveitugjald í 0,12% og er það gert með tilliti til raunkostnaðar rekstrar og í takt við álögur á svæðinu. Lóðarleiga íbúðarhúsnæðis helst óbreytt og sorpgjöld eru óbreytt í krónum talið á milli ára. Samantekið verður breyting á fasteignaálögum íbúa á milli ára langt innan áætlaðrar verðlagsþróunar milli ára. Ef álögur hefðu haldist óbreyttar hefði áætluð heildar hækkun fasteignaálaga orðið 8,9% í krónum talið. Íbúar eru hvattir til að skoða greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem sýnd eru dæmi um breytingar fasteignaálagningar á milli ára.

Sveitarfélagið er heilsueflandi sveitarfélag og taka áherslur í fjárhagsáætlun og starfsemi þess mið af því sem og áherslur um að styðja við fjölskyldur og samfélagslega uppbyggingu. Íbúum Voga hefur fjölgað töluvert undanfarin misseri og eru nýir íbúar kærkomin viðbót í samfélaginu. Á sama tíma er mikilvægt að hlúa vel að sameiginlegum gildum og menningu samfélagsins.

Af ýmsu eru að taka í nýjum verkefnum og áherslum á komandi ári. Þannig verður hönnun við uppbyggingu Stóru-Vogaskóla lokið á komandi ári og bætt verður við deild innan Heilusleikskólans Suðurvalla. Biðtími eftir leikskólaplássum mun því styttast. Þá verður unnið að fræðslustefnu sveitarfélagisns á nýju fjölskyldusviði. Fjölskyldudagar skipa fastan sess í hjarta Vogabúa og í tilefni 30 ára afmælis hátíðarinnar á árinu 2026 verður bætt í umfang hátíðarinnar. Styrkir til félaga sem eru máttarstólpar í mannlífi Voga verða hækkaðir með áherslu á uppbygingu og framkvæmdir á þeirra vegum. Íþrótta- og tómstundastefna verður fullunnin á árinu 2026 og varðar veginn til framtíðar. Frístundastyrkur hækkar um 18% og verður 50 þúsund krónur. Bætt verður í verkefnstjórn heilsueflandi samfélags, forvarna og farsældar í sveitarfélaginu. Styrkir til félaga í þágu eflingar íþrótta- og æskulýðsstarfs ungmenna aukast verulega. Viðhald verður aukið í stofnunum bæjarins og viðhald gatna bæjarins verður aukið. Fyrsta áfanga göngu- og hjólastíg um Vogastapa yfir til Reykjanesbæjar verður hrint í framkvæmd sem skapar ný tækifæri í útivist og á endandum fjölgun umhverfisvænna samgöngumáta á milli sveitarfélaganna. Aftur verður hafist handa við að safna saman hugmyndum íbúa um það sem betur má fara í umhverfinu og íbúar kjósa í framhaldinu um hvaða verkefni verða fyrir valinu. Áherslum sveitarfélagsins í starfseminni á árinu 2026 eru gerð ítarleg skil í greinargerð með fjárhagsáætlun.

Áætlað er að rekstrartekjur samstæðu árið 2026 nemi tæplega 3 milljörðum króna og rekstrargjöld samstæðu nemi 2,6 milljörðum króna. Rekstrarniðurstaða samstæðu er áætluð að nemi um 168 m.kr. Þá er áætlað að veltufé frá rekstri samstæðu nemi ríflega 340 m.kr. eða sem nemur 11,4% af heildartekjum. Skuldaviðmið samstæðu á árslok 2026 er áætlað að verði 47,8% sem er verulega undir hámarksviðmiði sem er 150%. Þá er áætlað að rekstrarjöfnuður þriggja ára skv. sveitarstjórnarlögum verði 480 m.kr. á árinu 2026.
Heildareignir A- og B-hluta eru áætlaðar að nemi 3,9 milljörðum króna í árslok 2026 og skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar 2,0 milljarðar króna.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar 2026:
Rekstrarniðurstaða A-og B-hluta verði jákvæð um 168 milljón króna eða 5,6% af tekjum.
Framlegðarhlutfall A- og B-hluta verði 11,6% á árinu 2026.
Rekstrarniðurstaða A-hluta verði jákvæð um 96 milljónir króna eða 3,3% af tekjum.
Skuldir og skuldbindingar A- og B-hluta (skuldahlutfall) verði 67,9% í árslok 2026.
Skuldaviðmið samkv. reglugerð 502/2012 verði 47,8% í árslok 2026.
Áætlað veltufé frá rekstri A- og B-hluta verði um 340 milljónir króna eða 11,4 % af heildartekjum.
Launahlutfall verði 48,1 % á árinu 2026 (50,4% í útkomuspá 2025).
Útsvarsprósenta verði óbreytt, eða 14,97%.
Álagning fasteignagjalda breytist eins og áður hefur komið fram.
Almennt er miðað við að gjaldskrár fylgi verðlagsþróun, þ.e. að þjónustugjöld haldist óbreytt að raungildi á milli ára (4%).
Áætlaðar fjárfestingar nema 285 milljónum króna á árinu 2026 eða 9,6 % af áætluðum heildartekjum.

Fjárfestingaáætlun ársins 2026 auk áætlunar fyrir árin 2027-2029 er lögð fram samhliða rekstraráætlun. Varðandi önnur fjárfestingarverkefni en uppbyggingu skóla og leikskólahúsnæðis, má nefna endurnýjun gatna, göngu- og hjólastíg yfir Vogastapa, endurbætur á húsnæði bæjarskrifstofa, úrbætur á tæknirými í íþróttamiðstöð og hafist verður handa við að girða knattspyrnuvöllinn af. Áfram verður unnið að endurnýjun gatnalýsingar og að bættu umferðaröryggi.

Til máls tóku: GPÓ, BS, EBJ, KB, BÖÓ

4.Stjórnskipulag sveitarfélagsins - uppfært skipurit

2511032

Tekið fyrir 7. mál af 440. fundi bæjarráðs þann 03.11.2025: Stjórnskipulag sveitarfélagsins - uppfært skipurit



Lögð fram tillaga að uppfærðu skipuriti sveitarfélagsins í kjölfar stofnunar fjölskyldusviðs.



Afgreiðsla bæjarráðs:



Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur með áorðnum breytingum að uppfærðu skipuriti sveitarfélagsins og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Með nýju fjölskyldusviði og skipuriti sveitarfélagsins skapast slagkraftur til að bæta enn frekar þjónustu við fjölskyldur.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Tillaga að nýju skipuriti Sveitarfélagsins samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og lýsir yfir ánægju með stofnun nýs fjölskyldusviðs og að starfsemi sveitafélgsins eflist í þágu fjölskyldna í bænum.

Til máls tóku: GPÓ, BÖÓ

5.Ráðning sviðsstjóra

2412011

Tekið fyrir 8. mál á dagskrá 440. fundar bæjarráðs þann 03.11.2025: Ráðning sviðsstjóra



Lögð fram tillaga að framlengingu ráðningar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um 12 mánuði auk minnisblaðs bæjarstjóra. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir dagskrárliðnum.



Afgreiðsla bæjarráðs:



Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu um framlengingu tímabundins ráðningarsamnings sviðsstjóra fjámála- og stjórnsýslu um 12 mánuði og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Framlenging ráðningar sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til 12 mánaða samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Voga

2510023

Tekið fyrir 9. mál á dagskrá bæjarráðs þann 03.11.2025: Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Voga.



Lögð fram drög að jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Voga 2025-2026. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs og verkefnastjóri stjórnsýslu og menningar sitja fundinn undir dagskráliðnum.



Afgreiðsla bæjarráðs:



Bæjarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins er samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tók: GPÓ

7.Viðauki við samning um Brunavarnir Suðurnesja

2512012

Tekin fyrir tillaga að viðauka við samning um Brunavarnir Suðurnesja varðandi greiðslufrest mánaðarlegra rekstrarframlaga aðildarsveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Tillaga að viðauka er samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

8.Vegir í náttúru Íslands

2512002

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 75. fundar Skipulagsnefndar þann 8.12.2025: Vegir í náttúru Íslands.



Tekin fyrir skrá yfir vegi í náttúru Íslands sem er skrá yfir vegi aðra en þjóðvegi sem sveitarstjórn skal skrá samhliða gerð aðalskipulags skv. 32. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Fyrir liggur tillaga að skrá yfir þá vegi sem koma til greina skv. leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að vegum í náttúru Íslands verði samþykkt og send Skipulagsstofnun skv. 32. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

9.Úrsögn Grindavíkurbæjar úr samningi um rekstur sameiginlegra þjónustuúrræða í þágu fatlaðs fólks á Suðurnesjum

2412027

Lögð fram tillaga er varðar uppsagnarfrest Grindavíkurbæjar í samningi um rekstur sameiginlegra þjónustuúrræða í þágu fatlaðs fólks á Suðurnesjum. Lagt er til að samþykkt verði að uppsagnarfrestur samnings sé 9 mánuðir og útreikningur kostnaðarþátttöku sveitarfélaga á árinu 2025 sé miðaður við íbúafjölda 1.10.2024 í stað 1.1.2024.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Tillaga um uppsagnarfrest Grindavíkurbæjar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

10.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 440

2511007F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt fram

11.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 75

2511002F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:14.

Getum við bætt efni síðunnar?