Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

238. fundur 29. október 2025 kl. 17:30 - 17:53 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða og lagði til við bæjarstjórn að við útsenda dagskrá bættist við dagskrárliðurinn 116. fundur fræðslunefndar til kynningar sem verður 10. mál á dagskrá fundarins.

1.Viðaukar 2025

2505021

Tekið fyrir 7. mál á dagskrá 437. fundar bæjarráðs þann 22.október 2025: Viðaukar 2025.



Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025.



Rekstur

Fyrirséð er að kostnaður vegna barnaverndar verði 12 m.kr. hærri en áætlað var fyrir ásamt því að sérfræðikostnaður hjá Stóru-Vogaskóla er yfir áætlun vegna uppfærslu á ipödum fyrir nemendum sem nam 2,3 m.kr. Fjölskyldudagar í Vogum fóru 1 m.kr. fram úr áætlun ásamt því að fyrirséð er að kostnaður vegna matvæla hjá leikskólanum Suðurvöllum verði hærri en áætlað var fyrir eða um 8,8 mkr. Helstu ástæður aukins kostnaðar hjá leikskólanum er fjölgun barna á árinu, vanáætlun á upphaflegri áætlun ásamt því að á árinu var hafið samstarf við Skólamat ehf. en samhliða þeirri breytingu fækkaði stöðugildum í mötuneyti.



Útsvar og fasteignaskattur var 85,7 m.kr. yfir áætlun fyrstu átta mánuði ársins.



Að teknu tilliti til aukningar tekna um 85,7 m.kr. eru nettóáhrif á rekstrarniðurstöðu jákvæð um 61,6 m.kr. og gert ráð fyrir hækkun handbærs fjár sem því nemur.





Styrkur til Knattspyrnudeildar Ungmennafélagsins Þróttar - Mál nr. 2509006

Á 433. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Þróttar um 350 þúrsund krónur og bjóða þannig íbúum sveitarfélagsins og stuðningsmönnum Þróttar á heimaleik félagsins. Styrkurinn verður fjármagnaður með tilfærslu af deild 0589, aðrir styrkir og framlög, yfir á deild 0689 og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.



Styrkur til Skyggnis Björgunarsveitar - Mál nr. 2509008

Á 434. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að styrkja Björgunarsveitina Skyggni sem nemur 192.970 krónum með niðurfellingu hluta aðgangseyris sveitarfélagsins í árskorti í líkamsrækt og sund. Styrkurinn verður fjármagnaður með tilfærslu af deild 0589, aðrir styrkir og framlög, yfir á deild 0789 og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040

2104026

Tekið fyrir 1. mál af dagskrá 74. fundar Skipulagsnefndar þann 20.05.2025: Endurskoðun aðalskipulags 2024 -2040.



Tekin fyrir að nýju tillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga að loknu auglýsingaferli skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá og með 28. júlí til og með 8. september 2025. Umsagnir og athugasemdir bárust frá 13 aðilum.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna og athugasemda sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar og eftirfarandi breytingar gerðar:

-Umfjöllun um svæði í B hluta Náttúruminjaskrár bætt við í greinargerð.

-Bætt er við þremur varúðarsvæðum vegna gruns um mengaðan jarðveg skv. ábendingu Náttúruverndarstofnunar.



Skipulagsnefnd telur umræddar breytingar á tillögu ekki vera grundvallar breytingar í skilningi 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2024-2040 verði samþykkt skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að bæjarstjórn geri svör skipulagsnefndar að sínum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna, ásamt athugasemdum og umsögn bæjarstjórnar um þær.



Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá afgreiðslu Aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2024 ? 2040 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku: ARS

3.Óveruleg breyting á lóðarmörkum milli Sjávarborgar16 og 18

2510015

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá 74. fundar Skipulagsnefndar þann 21.10.2025: Óveruleg breyting á lóðarmörkum milli Sjávarborgar 16 og 18.



Óskað er eftir breytingu á lóðarmörkum. Um er að ræða tilfærslu á lóðarmörkum lóðar 16 að lóðarmörkum lóðar númer 18, sem nemur breidd göngustígsins sem er á deiliskipulaginu. Þar með hverfur stígurinn af deiliskipulaginu, en stígur þessi þjónar ekki lengur þeim tilgangi sem að var stefnt í upphaflegu skipulagi hverfisins.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur Umhverfis- og skipulagssviði að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar. Skipulagsfulltrúa er falið að afgreiða breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapi

2107005

Tekið fyrir 3. mál af dagskrá 74. fundar Skipulagsnefndar þann 21.10.2025: Göngu- og hjólreiðastígur Vogastapa



Umhverfis- og skipulagssviði var falið að ræða við HS-veitur og landeigendur með það fyrir augum að hjóla- og göngustígur verði á hitaveituslóð. Ný tillaga var kynnt skipulagsnefnd eftir samtal við framgreinda aðila.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga stígsins, frá þéttbýlinu til vesturs upp að Vogastapa og grenndarkynna framkvæmdarleyfið. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Voga 2008-2028 ásamt því að vera í samræmi við tillögu að endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem er í vinnslu.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar um að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga hjóla- og göngustígs og grendarkynna framkvæmdaleyfið.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku: ARS

5.Framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsmana við Heiðarholt

2509011

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 74. fundar Skipulagsnefndar þann 21.10.2025: Framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsmana við Heiðarholt



Sótt er framkvæmdaleyfi fyrir mön skv. skipulagi og meðfylgjandi útfærslu. Mönin er 60 m á lengd, 20m á breidd og um 3-4 metrar á hæð.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdarleyfi fyrir jarðvegsmön sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag svæðisins.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar um að skipulagsfulltrúi gefi út framkvæmdaleyfi vegna jarðvegsmanar við Heiðarholt.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 437

2510005F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt fram

Til máls tóku: EBJ, BÖÓ

7.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 436

2510003F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt fram

8.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 435

2509010F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt fram

Til máls tóku: BS

9.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 74

2510001F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt fram

10.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 116

2510006F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt fram

Til máls tóku: EBJ

11.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 126

2509008F

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:53.

Getum við bætt efni síðunnar?