2505021
Tekið fyrir 7. mál á dagskrá 437. fundar bæjarráðs þann 22.október 2025: Viðaukar 2025.
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2025.
Rekstur
Fyrirséð er að kostnaður vegna barnaverndar verði 12 m.kr. hærri en áætlað var fyrir ásamt því að sérfræðikostnaður hjá Stóru-Vogaskóla er yfir áætlun vegna uppfærslu á ipödum fyrir nemendum sem nam 2,3 m.kr. Fjölskyldudagar í Vogum fóru 1 m.kr. fram úr áætlun ásamt því að fyrirséð er að kostnaður vegna matvæla hjá leikskólanum Suðurvöllum verði hærri en áætlað var fyrir eða um 8,8 mkr. Helstu ástæður aukins kostnaðar hjá leikskólanum er fjölgun barna á árinu, vanáætlun á upphaflegri áætlun ásamt því að á árinu var hafið samstarf við Skólamat ehf. en samhliða þeirri breytingu fækkaði stöðugildum í mötuneyti.
Útsvar og fasteignaskattur var 85,7 m.kr. yfir áætlun fyrstu átta mánuði ársins.
Að teknu tilliti til aukningar tekna um 85,7 m.kr. eru nettóáhrif á rekstrarniðurstöðu jákvæð um 61,6 m.kr. og gert ráð fyrir hækkun handbærs fjár sem því nemur.
Styrkur til Knattspyrnudeildar Ungmennafélagsins Þróttar - Mál nr. 2509006
Á 433. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Þróttar um 350 þúrsund krónur og bjóða þannig íbúum sveitarfélagsins og stuðningsmönnum Þróttar á heimaleik félagsins. Styrkurinn verður fjármagnaður með tilfærslu af deild 0589, aðrir styrkir og framlög, yfir á deild 0689 og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.
Styrkur til Skyggnis Björgunarsveitar - Mál nr. 2509008
Á 434. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að styrkja Björgunarsveitina Skyggni sem nemur 192.970 krónum með niðurfellingu hluta aðgangseyris sveitarfélagsins í árskorti í líkamsrækt og sund. Styrkurinn verður fjármagnaður með tilfærslu af deild 0589, aðrir styrkir og framlög, yfir á deild 0789 og hefur því kostnaðaraukinn ekki áhrif á áætlað handbært fé.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.