2505021
Tekið fyrir 7. mál af dagskrá 427. fundar bæjarráðs þann 21. maí 2025: Viðaukar 2025.
Lögð fram tillaga að viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025.
Ráðgjöf í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Keilisnesi
Mál nr. 2305063
Á 422. fundi bæjarráðs var samþykkt samningur við Athygli ehf. varðandi ráðgjöf í tengslum við atvinnuuppbyggingu á Keilisnesi. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 3,12 mkr. og er lagt til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.
Íþróttamiðstöð, fyrirbyggjandi aðgerðir vegna leka
Mál nr. 2501036
Á 420. fundi bæjarráðs var samþykkt tillaga nr. 2 í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi úrbætur og fyrirbyggjandi aðgerðir á lekavandamáli í Íþróttamiðstöð. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 4,5 mkr. og er lagt til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.
Búnaðarkaup í Íþróttamiðstöð
Mál nr. 2504014
Á 424. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar um auka fjárveitingu til kaupa á ryksuguvélmenni fyrir sundlaugina í Íþróttamiðstöðinni í Vogum. Áætlaður kostnaðarauki nemur um 1,5 mkr. og er lagt til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.