Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

233. fundur 12. maí 2025 kl. 17:30 - 18:05 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar
  • Björn Sæbjörnsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Bæjarstjóri
  • Ásta Friðriksdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Ásta Friðriksdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Ársreikningur 2024

2503021

Bæjarstjórn tekur til síðari umræðu og afgreiðslu ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2024. Fyrir fundinum liggur ársreikningur 2024, sundurliðun ársreiknings, staðfestingarbréf stjórnenda, endurskoðunarskýrsla löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins og skýrsla um stjórnsýsluskoðun 2024. Lilja Dögg Karlsdóttir og Steinunn Árnadóttir, endurskoðendur hjá KPMG, sitja undir dagskrárliðnum og fara yfir endurskoðunarskýrslu og helstu niðurstöður ársreiknings.
Forseti leggur fram eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:

Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2024 er lagður fram til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Tekjur samstæðu, A og B hluta, námu 2,45 ma.kr. á árinu samanborið við áætlun með viðaukum sem nam 2,25 ma.kr. Rekstrargjöld samstæðu námu 2,1 ma. kr. en áætlun með viðaukum var 2,0 ma. kr.. Rekstarniðurstaða fyrir afskriftir var því jákvæð um 346 m.kr. samanborið við áætlun með viðaukum þar sem gert varð ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu að fjárhæð 247 m.kr. Rekstrarniðurstaða að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða nam 160 m.kr. sem er 110 m.kr. betri rekstrarniðustaða en áætlað hafði verið.

Rekstrarniðurstaðan endurspeglar áframhaldandi jákvæða þróun í rekstri sveitarfélagsins og samstæðan uppfyllir nú fjárhagsleg viðmið samkvæmt reglugerð. Rekstrartekjur aukast um ríflega 350 m.kr. á milli ára eða um tæp 17% á meðan að rekstrarkostnaður hækkar um ríflega 200 m.kr. eða um 11%. Aukning í tekjum skýrist að mestu leyti af fjölgun íbúa í sveitarfélaginu og ánægjulegt að sjá hversu marga sveitarfélagið laðar til sín. Hvað rekstrarkostnað varðar, hefur töluverð vinna verið lögð í að rétta reksturinn af með ýmsum hagræðingaraðgerðum og kostnaðaraðhaldi á kjörtímabilinu. Jákvætt er að sjá þá vinnu skila sér enn frekar og varðar sveitarfélagið miklu að samstæðan uppfyllir nú viðmið reglugerðar um jafnvægi í rekstri. Þriggja ára uppsöfnuð rekstrarniðurstaða er jákvæð sem nemur 48 m.kr. árið 2024 samanborið við neikvæðan rekstrarjöfnuð að fjárhæð 340 m.kr. árið 2023.

Skýrustu merki viðsnúnings má sjá í þróun veltufjár frá rekstri. Veltufé frá rekstri nam 314 m.kr. árinu 2024 en til samanburðar nam veltufé frá rekstri 189 m.kr. árið 2023 og 70 m.kr. 2022. Sterkt sjóðsstreymi frá rekstri undirstrikar aukið heilbrigði rekstrar og getu sveitarfélagsins til að fjármagna fjárfestingar sveitarfélagsins með rekstrarfé umfram fjárfestingar á þessu ári og að hluta á næstu árum samkvæmt fjárhagsáætlun 2025-2028.

Fjárfestingar á árinu námu um 189 m.kr. og voru stærstu verkefnin framkvæmdir við heilsugæslusel sem opnað var í upphafi árs 2025, fjáfesting og endurbætur á færanlegri kennslustofu við Heilsuleikskólann Suðurvelli, áframhaldandi endurbætur í Stóru-Vogaskóla og endurgerð sundlaugar í íþróttamiðstöð.

Skuldaviðmið skv. reglugerð í árslok 2024 var 58% borið saman við 69% í árslok 2023. Sveitarfélagið er því vel í stakk búið að halda áfram fjárfestingum við uppbyggingu innviða samhliða fólksfjölgun. Á sama tíma þarf að halda vel á málum áfram til að viðhalda jákvæðri rekstarniðurstöðu og getu sveitarfélagsins til að fjármagna fjáfestingar að hluta með rekstrarfé og standa undir afborgunum. Efnhagsreikningur breyttist þó nokkuð á árinu í kjölfar breytinga á lóðaleigu. Um reikningshaldslega aðgerð er að ræða en fasteignir og lóðir í efnahagsreikningi hækka um 876 m.kr. á milli ára og nema 2,26 ma.kr. í árslok. Heildar eignir sveitarfélagsins í árslok 2024 nema 3,66 ma.kr. samanborið við 2,65 ma.kr. árið áður.

Mikilvægt er að halda áfram á þeirri vegferð að sýna ráðdeild í rekstri og viðhalda þannig traustum rekstrargrunni. Með því móti er hægt að tryggja sjálfbærni sveitarfélagsins til framtíðar. Með þeim orðum færir bæjarstjórn þakkir til alls starfsfólks sveitarfélagsins fyrir sitt framlag.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir ársreikning 2024 samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: GPÓ, BS

Fundi slitið - kl. 18:05.

Getum við bætt efni síðunnar?