Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

218. fundur 27. mars 2024 kl. 18:00 - 18:11 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Endurskoðun samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Voga

2312018

Tekið fyrir 7. mál af dagskrá 391. fundar bæjarráðs - Endurskoðun samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Voga.



Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um endurskoðun samþykkta um stjórn sveitarfélagsins.



Afgreiðsla bæjarráðs

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarráði verði falið það verkefni að endurskoða núgildandi samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Voga nr.925/2013, með síðari breytingum, með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn og stjórnsýslu sveitarfélagsins og gildandi fyrirmynd ráðuneytis sveitarstjórnarmála nr.1180/2021. Bæjarráði verði falið það verkefni ásamt bæjarstjóra að vinna drög að nýrri samþykkt og stefnt skuli að því að síðari umræða um tillöguna í Bæjarstjórn fari fram fyrir lok júní næstkomandi
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GAA, BS

2.Viðaukar 2024

2403003

Tekin fyrir 2. liður af dagskrá 395. fundar bæjarráðs: viðaukar 2024





Lagður fram viðauki nr. 1 2024



Í samræmi við samþykkt 394. fundar bæjarráðs þann 21. febrúar sl. varðandi beiðni Ungmennafélagsins Þróttar um rekstarframlag vegna neikvæðrar niðurstöðu á rekstri íþróttamiðstöðvar 2023, er lagt til að samþykktur verði kostnaður að fjárhæð 2.471.844 krónur sem mætt er með lækkun útistandandi kröfu á Ungmennafélagið Þrótt vegna fyrirframgreiðslu styrkjar 2024.







Í þjónustusamningi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er kveðið á um afnot af húsnæði fyrir heilsugæslusel í hluta af húsnæði bæjarins að Iðndal 2. Fjárfesting í breytingum og endurbótum var samþykkt í viðauka við fjárhagsáætlun síðasta árs en verkefnið frestaðist. Áætlaður kostnaður nemur nú 25 m.kr. Lagt er til að ráðist verði í verkefnið og að fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.







Í fjárhagsáætlun 2024 nemur fjárfesting vegna færanlegrar kennslustofu við Heilsuleikskólann Suðurvelli 80 m.kr. Endurmetinn kostnaður vegna verkefnisins nemur nú 35 m.kr. Því er áætlað handbært fé styrkist um 45 m.kr.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Endurvottun jafnlaunakerfis 2024

2403041

Tekin fyrir 7. liður af dagskrá 396. fundar bæjarráðs: Endurvottun jafnlaunakerfis 2024



Lögð fram drög að uppfærðri jafnlaunastefnu sveitarfélagsins og kynning á niðurstöðu launagreiningar.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir framlögð drögð að uppfærðri jafnlaunastefnu fyrir sveitarfélagið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

2403046

Lögð fram drög að samþykkt fyrir meðhöndlun úrgangs í sveitarfélaginu Vogum.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GAA

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 395

2403001F

Til máls tóku:
BÖÓ

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 396

2403005F

Til máls tóku:
BÖÓ

7.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 108

2403004F

8.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 112

2403006F

Fundi slitið - kl. 18:11.

Getum við bætt efni síðunnar?