Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

213. fundur 29. nóvember 2023 kl. 18:00 - 18:17 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár leitaði forseti afbrigða og lagði til við bæjarstjórn að við útsenda dagskrá bættist fundargerð 20. fundar umhverfisnefndar sem haldinn var mánudaginn 28.11.2023 og verður 16. mál á dagskrá fundarins og fundargerð 110. fundar Frístunda- og menningarnefndar sem haldinn var 16.11.2023 og verður 17. mál á dagskrá
Afgreiðsla:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum

1.Reglur um niðurgreiðslur dagforeldra

2310023

Tekinn fyrir 4. liður úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar frá 23. október 2023: Reglur um niðurgreiðslur dagforeldra



Afgreiðsla fræðslunefndar:

Lögð fram drög að reglum um niðurgreiðslu vegna vistunar barna hjá dagforeldrum Í Sveitarfélaginu Vogum.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða framlögð drög að reglum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Reglur um heimgreiðslur

2310022

Tekinn fyrir 3. liður úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar frá 23. október 2023: Reglur um heimgreiðslur



Afgreiðsla fræðslunefndar:



Lögð fram drög að reglum um heimgreiðslur í Sveitarfélaginu Vogum.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða framlögðd rög að reglum og vísar þeim til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum

2304009

Tekin fyrir 2. liður úr fundargerð 106. fundar fræðslunefndar frá 23. október 2023: Reglur um leikskólavist í Sveitarfélaginu Vogum



Afgreiðsla fræðslunefndar:

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um leikskólavist.

Fræðslunefnd samþykkir samhljóða framlögð drög að reglum og vísar þeim til staðfestingar i bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Tekið fyrir 2. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 10. nóvember 2023:

Fjárhagsáætlun 2024 - 2027.



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn, sem að öðru óbreyttu fer fram miðvikudaginn 13. desember 2023.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
GPÓ

5.Útsvarsprósenta við álagningu 2024

2311017

Tekið fyrir 3. mál úr fundargerð bæjarráðs frá 10. nóvember 2023: Útsvarsprósenta við álagningu 2024:



Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2024 verði óbreytt 14,74%.



Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til staðfestingar bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2303017

Tekið fyrir 2. mál af dagskrá 389. fundar bæjarráðrs frá 22.11.203: Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023



Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagðir fram viðaukar nr. 4 og 5 2023



Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins hafa verið yfirfarnar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi. Lagt er til að fjárfest verði í varaflstöð og tengibúnaði, kostnaðarmat nemur um 6 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.



Ungmennafélagið Þróttur hefur leitað eftir viðbótar rekstrarframlagi vegna hallareksturs íþróttamiðstöðvar og fjallað hefur verið um undir dagskrárlið 3. Viðauki 5 er háður samþykki bæjarráðs um framlag vegna hallareksturs og nemur 3,82 m.kr. Lagt er til að hækkun rekstrarframlags verði fjármagnað með handbæru fé.



Davíð Viðarsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið og fór yfir framlögð tilboð í varaaflsstöð.



Afgreiðsla:

Bæjarráð frestar afgreiðslu viðauka 4, og staðfestir viðauka 5 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Kosning í nefndir og ráð 2023

2303040

Lögð fram tillaga að breytingu á skipan varamanns í stjórn Reykjanes Jarðvangs.



Í stað Bergs Brynjars Álfþórssonar sem hefur óskað eftir lausn frá störfum í stjórn Reykjanes Jarðvangs á grundvelli 42. greinar samþykkta um stjórn sveitarfélagsins Voga, tekur Friðrik Valdimar Árnason Mýrargötu 11, sæti sem varamaður í stjórn Reykjanes Geopark
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum framlagða tillögu og þakkar Bergi B. Álfþórssyni fyrir störf hans í þágu stjórnar Reykjanes Geopark.

8.Ósk um aukið nýtingahlutfall - sjávarborg 1 - 3 - 5

2310008

Tekið fyrir 1. mál úr fundargerð 55. fundar skipulagsnefndar frá 17.október 2023: Ósk um aukið nýtingahlutfall - Sjávarborg 1 - 3 - 5.



Afgreiðsla skipulagsnefndar:

1. Ósk um aukið nýtingahlutfall - Sjávarborg 1 - 3 - 5 - 2310008



Sverrir Pálmason fyrir hönd Grænubyggðar ehf. óskar eftir auknu nýtingarhlutfalli fyrir lóðirnar Sjávarborg 1, 3 og 5 þannig það verði 0,5, líkt og er við Sjávarborg 2,4,6 og 8. Ekki er um að ræða fjölgun íbúða.



Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagnefnd samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Grænuborgar vegna Sjávarborgar 1-3-5 til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Til máls tóku:
BS

9.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 386

2310007F

10.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 387

2311001F

11.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 388

2311002F

12.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 389

2311005F

13.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 106

2310005F

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 88

2309005F

15.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 56

2310006F

16.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 20

2310002F

17.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 110

2311003F

Fundi slitið - kl. 18:17.

Getum við bætt efni síðunnar?