Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

211. fundur 27. september 2023 kl. 18:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Lausfjármögnun- sveiflujöfnun

2309022

Tekið fyrir 8. mál af dagskrá 383. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20.09.2023: Lausfjármögnun- sveiflujöfnunLagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs um lausafjárstöðu sveitarfélagsins.Afgreiðslas bæjarráðs:

Í samræmi við framlagt minnisblað samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra að afla yfirdráttarheimildar hjá viðskiptabanka sveitarfélagsins. Heimildin verður nýtt til útgjaldajöfnunar innan ársins, ef þörf krefur.Fyrir fundinum liggja drög að samningi um við viðskiptabanka sveitarfélagsins.
Lagt er til að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga heimili að veita bæjarstjóra að ganga frá samningi við Íslandsbanka um yfirdráttarheimild á veltureikning sveitarfélagsins að fjárhæð allt að 30 m.kr. Er heimildin veitt til eins árs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

Til máls tóku: GAA

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023

2303017

Tekið fyrir 6. mál af dagskrá 383. fundar bæjarráðs sem haldinn var 20.09.2023:Lagður fram viðauki nr. 2 2023.Í fjárhagsáætlun 2023 var gert ráð fyrir að fjárfesting vegna tengingar fráveitu við Grænuborg næmi 59,5 m. kr. og að framkvæmdin kláraðist á árinu 2024. Framkvæmdin hefur gengið hraðar en gert var ráð fyrir og gert er ráð fyrir að henni verði lokið fyrir árslok. Endurmat á fjárfestingu ársins vegna fráveitu nemur 28,1 og er lagt að að heimild sé veitt til að klára verkið. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.Samhliða afgreiðslu máls um umsjón og umhirðu Íþróttasvæðis Voga er lagt að veitt sé fjárheimild til fjárfestingar í vallartækjum auk leigu sbr. mál nr. 2303055, samtals 3,4 m.kr. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.Samhliða afgreiðslu máls um heimreið að Kálfatjörn, málsnúmer 2308020 er lagt til að veitt sé fjárheimild til gatnagerðar að fjárhæð 3,0 m.kr.. Er lagt til að aukinni fárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.Samhliða afgreiðslu máls um sjóvarnir, málsnúmer 2309021 er lagt til að veitt sé fjárheimild til gatnagerðar að fjárhæð 3,3 m.kr.. Er lagt til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.Lagt er til að veitt sé fjárheimild til að ráðast í úrbætur á virkni bókhaldskerfis, samtals 650 þ.kr. Auknum rekstrarkostnaði verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

3.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 105

2309004F

Til máls tóku: EBJ, BÖÓ, GAA, BS

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 382

2309001F

Til máls tóku: GAA

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 383

2309003F

Til máls tóku: BÖÓ, GAA, BS

6.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54

2309002F

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?