Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

210. fundur 30. ágúst 2023 kl. 18:00 - 18:05 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Áður en gengið er til dagskrár leitaði forseti afbrigða og lagði til við bæjarstjórn að við útsenda dagskrá bættist fundargerð 53. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var mánudaginn 28.08.2023 auk tveggja dagskrárliða sem teknir voru fyrir á framangreindm fundi skipulagsnefndar, Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5 sem verður 1. mál á dagskrá fundarins og Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag sem verður 2. mál á dagskrá fundarins.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

1.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

Tekið fyrir 5. mál af dagskrá 53. fundar Skipulagsnefndar:

Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5Afgreiðsla Skipulagsnefndar:Tekið fyrir að nýju að lokinni forkynningu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Farið yfir athugasemdir.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir athugasemdir við forkynningu og telur að athugasemdirnar kalli á óverulega lagfæringu á deiliskipulagstillögu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulaga nr 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag

2206024

Tekið fyrir 4. mál af dagskrá 53. fundar Skipulagsnefndar: Kirkjuholt aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulagAfgreiðsla Skipulagsnefndar:Tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu í samræmi við 1. mgr. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin fór yfir umsagnir og athugasemdir í samræmi við 3. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir tillögur að svörum athugasemda og umsagna. Nefndin telur athugasemdirnar ekki gefa ástæðu til breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagstillögur skv. áðurnefndum greinum skipulagslaga nr. 123/2010.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 380

2307001F

Fundargerð 380. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 210. fundi bæjarstjórnar

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 381

2308003F

Fundargerð 381. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 210. fundi bæjarstjórnar


5.Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga - 104

2308004F

Fundargerð 104. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar á 210. fundi bæjarstjórnar

6.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 19

2308001F

Fundargerð 19. fundar Umhverfisnefndar er lögð fram til kynningar á 210. fundi bæjarstjórnar
Til máls tóku: BS

Forseti bæjarstjórnar tók til máls og óskaði ábúendum á Minna Knarranesi til hamingju með viðurkenningu Umhverfisnefndar.

7.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 108

2308005F

Fundargerð 108. fundar frístunda- og menningarnefndar er lögð fram til kynningar á 210. fundi bæjarstjórnar
Til máls tóku: ARS

8.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 53

2307002F

Fundargerð 53. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar á 210. fundi bæjarstjórnar

Fundi slitið - kl. 18:05.

Getum við bætt efni síðunnar?