Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

207. fundur 15. maí 2023 kl. 18:00 - 18:05 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Skrifstofa vogar
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur 2022, síðari umræða

2303011

Bæjarstjórn tekur til síðari umræðu og afgreiðslu ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2022. Fyrir fundinum liggur ársreikningur 2022, sundurliðun ársreiknings, staðfestingarbréf stjórnenda og endurskoðunarskýrsla löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir ársreikning 2022.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Forseti leggur fram eftirfarandi bókun:

Þrátt fyrir almennt versnandi ytri skilyrði í íslensku efnahagslífi og neikvæð áhrif verðbólgu á afkomu endurspeglar ársreikningur 2022 bata í rekstri Sveitarfélagsins Voga. Á árinu 2022 var afkoma sveitarfélagsins neikvæð um 109 m.kr. borið saman við 228. m.kr. neikvæða afkomu á árinu 2021.

Rekstrartekjur samstæðu jukust um 10,7% frá fyrra ári en rekstrargjöld fyrir afskriftir og fjármagnsliði jukust talsvert minna eða um 3,2%. Framlegð, þ.e. er reglulegar tekjur að frádregnum rekstrargjöldum, án afskrifta og fjármagnsliða, batnaði því að sama skapi talsvert milli ára og nam um 78 m.kr. á árinu 2022 eða sem nemur 4,6% af reglulegum tekjum. Aukin verðbólga setti hins vegar talsverðan svip á afkomuna og voru fjármagnsliðir neikvæðir um 123 m.kr. á árinu eða um 51 m.kr. umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir.

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi nam veltufé frá rekstri um 70. m.kr. á árinu en áætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir að veltufé frá rekstri yrði jákvætt um 19.m.kr. Til samanburðar var veltufé neikvætt um 46 m.kr. á árinu 2021.

Laun og launatengd gjöld námu 918 millj. kr. vegna ársins 2022 eða um 54% af heildartekjum sveitarfélagsins. Á árinu 2021 námu laun- og launatengd gjöld 63,1% af heildartekjum.
Skuldaviðmið samstæðunnar í árslok nam 83% samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga en var 87,8% árið 2021. Veltufjárhlutfallið var 1,32 í árslok 2022 en var 0,6 árið áður.

Mikilvægt er að halda áfram á sömu braut, ekki síst nú á tímum versnandi ytri aðstæðna. Starfsfólk sveitarfélagsins hefur staðið sig vel í að sýna aðhald og ráðdeild í rekstri og færum við starfsfólki sveitarfélagsins okkar þakkir fyrir framlag þeirra við að tryggja bættan rekstur Sveitarfélagsins Voga árið 2022.

Til máls tóku: BS

2.Ráðning sviðsstjóra

2303039

Ráðning í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Bæjarstjórn samþykkir að ráða Guðrúnu P. Ólafsdóttur í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Sveitarfélagsins Voga.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

Fundi slitið - kl. 18:05.

Getum við bætt efni síðunnar?