Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

202. fundur 25. janúar 2023 kl. 18:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fyrirspurn um byggingarmál - Heiðarholt 5 (Linde Gas ehf.)

2301009

Tekið fyrir 5. mál úr fundargerð 369. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. janúar 2023: Fyrirspurn um byggingarmál - Heiðarholt 5 (Linde Gas ehf.)

Afgreiðsla bæjarráðs:
Tekið fyrir erindi Linde gas sem var til umfjöllunar á 46. fundi skipulagsnefndar þann 17. janúar 2023.

Þórhallur Garðarsson sendir inn umsóknir fyrir Linde Gas ehf. Sótt er um að bæta við 4 nýjum tönkum á lóðina, sunnan megin við núverandi tanka. Einnig er sótt um stækkun byggingarreits um 150 fermetra. Fyrirhugað er að reisa gámaskrifstofur með tengigang við núverandi þjónustuhús mhl. 05. Að auki óskar Linde gas eftir afnotum af lóðinni Heiðarholti 3, fyrirhugað er að nýta lóðina sem geymslusvæði fyrir lárétta tanka. Sett yrði girðing á lóðina.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Í ljósi þess að fallið hafi verið frá uppbyggingu skv. viljayfirlýsingu við sveitarfélagið telur nefndin réttast að málið fái umfjöllun í bæjarráði/bæjarstjórn áður en niðurstaða nefndarinnar liggi fyrir.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.
Forseti gefur orðið laust.

Til máls tóku: GAA, BS

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu og bókun bæjarstjórnar:

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið við Vogabraut er svæðið ætlað til iðnaðarstarfsemi og skilgreindar lóðir innan svæðisins ætlaðar til upbyggingar iðnaðarhúsnæðis. Ekki hefur staðið til að úthluta lóðum á svæðinu til geymslu lausafjármuna eins og umsækjandi ráðgerir. Bæjarstjórn synjar því beiðni Linde Gas ehf. um að fá lóðinni Heiðarholt 3 úthlutað í þeim tilgangi.

Vísar bæjarstjórn erindinu að öðru leyti aftur til skipulagsnefndar og felur henni að óska eftir frekari upplýsingum frá umsækjanda um fyrirhugaða stækkun verksmiðjunnar og möguleg áhrif hennar m.a. á ásýnd svæðisins, hljóðvist og umferð þungaflutninga. Þá óskar bæjarstjórn eftir því að fyrirtækið geri grein fyrir því hvernig það sjái fyrir sér að starfsemi Linde Gas ehf muni þróast til framtíðar í Vogum og hvort fyrirliggjandi umsókn um stækkun breyti einhverju um þá ákvörðun fyrirtækisins að falla frá fyrri áformum sem lýst er í viljayfirlýsingu þeirri sem fyrirtækið lagði fram og undirritaði samhliða umsókn þess um úthlutun lóðarinnar að Heiðarholti 5 árið 2016. Í þeirri viljayfirlýsingu kom fram að myndu fyrirætlanir fyrirtæksins um uppbyggingu súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju í Vogum ganga eftir þá stæði til að flytja aðra starfsemi fyrirtækisins á aðliggjandi lóðir þannig að starfsemi þess færi að mestu eða öllu leyti fram þar með tilheyrandi fjölda starfa og beins og óbeins ávinnings fyrir bæjarsjóð og samfélagið í Vogum.

Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 368

2301001F

Fundargerð 368. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 202. fundi bæjarstjórnar.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 369

2301003F

Fundargerð 369. fundar bæjarráðs er lögð fram til kynningar á 202. fundi bæjarstjórnar.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: BÖÓ

Birgir Örn Ólafsson bæjarfulltrúi lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs og fagnar því að tekist hafi samningar við Grocery Market ehf. um rekstur matvöruverslunar í Vogum um leið og við óskar nýjum rekstraraðilum góðs gengis.

Tillaga að bókun samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 46

2212009F

Fundargerð 46. fundar skipulagsnefndar er lögð fram til kynningar fram á 202. fundi bæjarstjórnar.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

5.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 103

2212005F

Fundargerð 103. fundar frístunda- og menningarnefndar er lögð fram til kynningar á 202. fundi bæjarstjórnar.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

6.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 104

2301004F

Fundargerð 104. fundar frístunda- og menningarnefndar er lögð fram til kynningar á 202. fundi bæjarstjórnar.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Til máls tóku: BS

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?