Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

198. fundur 30. nóvember 2022 kl. 18:00 - 18:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Annas Jón Sigumundsson varamaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Barnavernd - breytt skipulag

2112001

5. liður úr fundargerð 365. fundar Bæjarráðs frá 16. nóvember 2022

5.Barnavernd - breytt skipulag - 2112001
Lögð fram drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Suðurnesjum og Árborg auk minnisblaðs sviðsstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar og áætlunar um rekstrarkostnað ráðsins.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir jafnframt að Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar verði tilnefnd fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar í valnefnd umdæmisráðs barnaverndar.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum að veita bæjarstjóra umboð til að vinna að framgangi málsins og í framhaldi undirrita samning um málið fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.

Til máls tóku: GAA

2.Iðndalur 2, eignarhlutar

2210028

8. liður úr fundargerð 365. fundar bæjarráðs frá 16. núvember 2022.

8.Iðndalur 2, eignarhlutar - 2210028

Kauptilboð Sveitarfélagsins í eignarhluta 00101-05, 0101-01 og 0101-02 í Iðndal 2, sem samþykkt hefur verið af seljanda. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfest verði kaup sveitarfélagsins, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð. Með kaupunum er stigið mikilvægt skref í að bæta þjónustu við bæjarbúa og því mikilvæga verkefni að koma á fót þjónustu heilsugæslu í Vogum.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu lánasamnings vegna kaupanna sem jafnframt verður lagður fram til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum að veita bæjarstjóra umboð til ganga frá kaupsamningi á grundvelli fyrirliggjandi kauptilboðs.

Til máls tóku: BÖÓ

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

2203027

Lagður fram viðauki nr.6 við fjárhagsáætlun 2022.

Viðaukinn er gerður vegna kaupa á eignarhlutum í Iðndal 2. Kaupin verða fjármögnuð með lántöku og þegar hefur fengist lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga. Lántakan rúmast innan þeirra lántökuheimilda sem samþykktar voru við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Viðaukinn er samþykktur samhljóða með 6 atkvæðum.

Til máls tóku: GAA

4.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2022

2209034

Lánssamningar við Lánasjóð sveitarfélaga lagðir fram til samþykktar.
Lánssamningar við Lánasjóð sveitarfélaga lagðir fram til samþykktar.

Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Vogar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 40.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. mars 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.

Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á stjórnsýsluhúsnæði sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Vogar samþykkir jafnframt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 100.000.000, með lokagjalddaga þann 23.mars 2040, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að rástöfun lánsins falli að henni. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögnunar á fráveituframkvæmd sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gunnari Axel Axelssyni kt.030475-2919, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun lána.

Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.


Til máls tóku: GAA



5.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar

2211023

6. liður úr fundargerð 44. fundar Skipulagsnefndar frá 15. nóvember 2022.

6.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar -
2211023
Grænabyggð ehf. óskar eftir heimild til að vinna að deiliskipulagi íbúðasvæðis norðanmegin við núverandi hverfi, innan reitsins ÍB-3-1, í nánu samstarfi við sveitarfélagið.

Samþykkt

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila Grænubyggð ehf. að hefjast handa við vinnu deiliskipulags á fyrirhuguðu svæði skv. samkomulagi við sveitarfélagið. Nefndin ítrekar að hámarks fjöldi eininga á svæðinu séu 779 sem Grænabyggð ehf. hefur til umráða. Áréttar nefndin jafnframt að áður en sveitarfélagið veitir heimild til framkvæmda og sölu á byggingarrétti þá skal fyrri áfangi vera langt kominn bæði hvað varðar framkvæmdir og úthlutun lóða sbr. 2. gr samkomulags aðila.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 364

2210010F

Fundargerð 364. fundar Bæjarráðs er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.


Til máls tóku: BÖÓ

7.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 365

2211003F

Fundargerð 365. fundar Bæjarráðs er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

8.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16

2211004F

Fundargerð 16. fundar Umhverfsnefndar er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir Umhverfisnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

9.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102

2211002F

Fundargerð 102. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Frístunda-menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.


Til máls tóku: GRL

10.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 44

2211001F

Fundargerð 44. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?