Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

197. fundur 26. október 2022 kl. 18:00 - 18:07 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaforseti
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá
Áður en gengið var til fundar leitaði forseti afbrigða og bar upp þá tillögu að fundargerð 363. fundar bæjarráðs yrði bætt við dagskrá fundarins undir liðnum fundargerðir til staðfestingar.

Samþykkti fundurinn þá tillögu samhljóða með 7 atkvæðum.

1.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

2. liður úr fundargerð 43. fundar Skipulagsnefndar frá 18. október 2022

Lögð eru fram drög að kynningargögn vegna uppbyggingar og þróunar á lóð Hafnargötu 101. Um þróunarreit er að ræða þar sem miklir möguleikar eru fyrir hendi.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að svæðið verði auglýst sem þróunarreitur. Við val á umsækjendum verður sérstaklega horft til þess að hugmyndir um hönnun, skipulag og framkvæmdir taki mið af einkennum, ásýnd og sögu svæðisins og uppbygging styðji við jákvæða atvinnuþróun í ört stækkandi sveitarfélagi.
Forseti gefur orðið laust.

Áður en málið er tekið til umfjöllunar lýsir bæjarfulltrúi Birgir Örn Ólafsson yfir vanhæfi sínu við afgreiðslu málsins og tók ekki þátt í afgreiðslu þess.


Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

2.Deiliskipulag og uppbygging á reit IB-5

2205002

4. liður úr fundargerð 43. fundar Skipulagsnefndar frá 18. október 2022

Lögð er fram skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir nýja íbúðabyggð ofan við Dali, nánar tiltekið svæði ÍB-5 í gildandi aðalskipulagi, skv. 1 mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið og því er um að ræða nýtt deiliskipulag sem samræmist gildandi aðalskipulagi.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt skv. 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

3.Grænaborg - breyting á aðalskipulagi

2005039

5. liður úr fundargerð 43. fundar Skipulagsnefndar frá 18. október 2022

Tekið fyrir að nýju, deiliskipulagsbreytingin felst í breytingu á lóðum, húsagerðum, ásamt því að bætt er við lóð fyrir dælu- og hreinsistöð.
Samþykkt

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á deiliskipulagskipulagi skv. 3. mgr. 41. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

4.Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

6. liður úr fundargerð 43. fundar Skipulagsnefndar frá 18. október 2022

Bæjarstjórn vísar málinu aftur til Skipulagsnefndar vegna nýrra gagna í málinu. Nefndinni er falið að yfirfara tillögu sína að afgreiðslu með hliðsjón af þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir.

Afgreiðsla skipulagnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að fengin verði verkefnastjóri til að afla upplýsinga og leggja mat á ný gögn í málinu.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Skipulagsnefndar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

2203046

Fjárhagsáætlun 2023-2026, fyrri umræða.
Forseti gefur orðið laust.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Fjárhagsáætlun 2023 - 2026 er lögð fram til fyrri umræðu.

Tillagan gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðunnar árið 2023 verði 1.845,7 m.kr. Rekstrargjöld eru áætluð 1642,4 m.kr., og er rekstrarniðurstaða fyrir afskriftir því áætluð203,2 m.kr. Að teknu tilliti til afskrifta og fjármagnsliða er rekstrarniðurstaðan áætluð neikvæð um tæpleg 1 m.kr.

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar árið 2023 verði 354,4 m.kr. og verði þær að hluta fjármagnaðar með lántökum.

Bæjarstjórn samþykkir að álagningarprósenta útsvars skuli vera óbreytt frá fyrra ári, 14,52%.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu í bæjarstjórn, sem að öllu óbreyttu fer fram miðvikudaginn 30. nóvember 2022.

6.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 360

2210003F

Fundargerð 360. fundar bæjarráðs er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 361

2210005F

Fundargerð 361. fundar bæjarráðs er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

8.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 362

2210006F

Fundargerð 362. fundar bæjarráðs er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Áður en fundargerðin var tekin til umfjöllunar lýsir bæjarfulltrúi Andri Rúnar Sigurðsson yfir vanhæfi sínu og tók ekki þátt í afgreiðslu fundargerðarinnar.


Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

9.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 43

2210004F

Fundargerð 43. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Áður en fundargerðin er tekin til umfjöllunar lýsir bæjarfulltrúi Birgir Örn Ólafsson yfir vanhæfi sínu við afgreiðslu liðar 1 og liðar 2 í fundargerðinni og tók ekki þátt í afgreiðslu hennar.


Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 6 atkvæðum.

10.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 363

2210008F

Fundargerð 363. fundar bæjarráðs er lögð fram á 197. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Áður en fundargerðin er tekin til umfjöllunar lýsir bæjarfulltrúi Kristnn Björgvinsson yfir vanhæfi sínu við afgreiðslu 2. liðar í fundargerðinni og tekur því ekki afstöðu til afgreiðslu þess liðar.


Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum í fundargerðinni. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:07.

Getum við bætt efni síðunnar?