Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

195. fundur 31. ágúst 2022 kl. 18:00 - 18:17 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
 • Björn Sæbjörnsson forseti bæjarstjórnar
 • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
 • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
 • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
 • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
 • Friðrik V. Árnason aðalmaður
 • Kristinn Björgvinsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41

2208002F

Samþykkt
Fundargerð 41. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 195. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

1.1 Umsókn um framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2:

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Lögð er fram tillaga um að fresta afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn staðfestir að öðru leyti afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: BS.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Í málinu liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar frá 22. apríl 2020 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Þá liggja fyrir í málinu úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málum nr. 41, 46, 53 og 57/2021.
  Að auki liggur fyrir matsskýrsla framkvæmdaraðila ásamt fylgiskjölum. Þá liggur fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi ásamt fylgiskjölum og tillaga skipulagsnefndar að greinargerð sveitarstjórnar ásamt þeim gögnum sem þar eru tilgreind sbr. umfjöllun í greinargerðinni.
  Það er mat skipulagsnefndar að sú framkvæmd sem sótt er um og lýst er í framkvæmdaleyfisumsókn og fylgiskjölum sé ein af þeim framkvæmdaleiðum sem lýst er í matsskýrslu þ.e. valkostur C., loftlína samsíða Suðurnesjalínu 1.
  Nefndin hefur einnig skoðað hvort umsótt framkvæmd sé í samræmi við skipulagsáætlanir. Umsóknin er bæði í samræmi við bæði svæðisskipulag og aðalskipulag. Deiliskipulag er ekki til af framkvæmdasvæðinu.
  Gengið hefur verið úr skugga um að gætt hafi verið ákvæða laga um náttúruvernd og annarra laga og reglugerða og eins hvaða skilyrði beri að setja fyrir útgáfu framkvæmdaleyfisins verði fallist á það. Ekki hefur verið samið um kostnað við útgáfu og eftirlit leyfisins.
  Niðurstaða Skipulagsstofnunar, í áliti stofnunarinnar frá 22. apríl 2020, er sú að matsskýrsla Landsnets um Suðurnesjalínu 2, sem lögð var fram samkvæmt 10. gr. sömu laga, uppfyllti skilyrði laga og reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Er það jafnframt niðurstaða skipulagsnefndar.
  Skipulagsstofnun komst jafnframt að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að umhverfismat Suðurnesjalínu 2 sýni að lagning línunnar sem jarðstrengs sé best til þess fallin að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar, sbr. markmiðsákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum. Að mati Skipulagsstofnunar er æskilegasti kosturinn valkostur B þ.e. jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut.
  Framkvæmdaraðili hefur um sótt hefur um framkvæmdaleyfi fyrir valkosti C, loftlínu meðfram Suðurnesjalínu 1, sem hefur óumdeilt flest neikvæð umhverfisáhrif allra skoðaðra valkosta.
  Að teknu tilliti til framangreinds og fyrirliggjandi gagna, þeirra sem lágu fyrir við fyrri umsókn og nýrra gagna, hefur skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga tekið málið á ný til skoðunar.
  Óumdeilt verður að telja, með vísan til niðurstöðu matsskýrslu, álits Skipulagsstofnunar og úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna fyrri afgreiðslu, að lagning Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu, samkvæmt fyrirliggjandi umsókn þ.e. skv. valkosti C, hafi í heildina flest neikvæð umhverfisáhrif.
  Suðurnesjalína 2 er umfangsmikið mannvirki sem liggur yfir langan veg, þar sem landslag sé opið og víðsýnt, náttúrufar njóti verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd auk þess sem það hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu og vottun UNESCO vegna jarðfræðilegrar sérstöðu. Línan liggi nálægt einum fjölfarnasta þjóðvegi landsins innan sveitarfélagsins, sem jafnframt sé gátt erlendra ferðamanna inn í landið og fari um og liggi nærri náttúrusvæðum sem séu vinsæl útivistarsvæði í grennd við þéttbýlasta svæði landsins. Margt mæli með því að leggja línuna í jarðstreng alla leið innan sveitarfélagsins, skv. valkosti B í umhverfismatinu, meðfram Reykjanesbraut. Sveitarfélagið hafi áður bent á það en sá valkostur sé að auki í samræmi við ákvæði aðalskipulags sveitarfélagsins. Ávinningur af þeirri leið, með tilliti til umhverfisáhrifa samanborið við loftlínuvalkosti, felist í minni áhrifum á landslag og ásýnd, ferðaþjónustu og útivist, vistgerðir og gróður og fuglalíf. Það varði ekki bara hagsmuni íbúa sveitarfélagsins heldur einnig almannahagsmuni.
  Hvað varðar náttúruvá og almannahagsmuni þá er kunnara er en að frá þurfi að greina að frá síðustu afgreiðslu málsins hefur gosið tvisvar á Reykjanesi. Vegna þess og athugasemda við fyrri málsmeðferð óskaði Sveitarstjórn eftir nýrri skýrslu um náttúru- og eldgosavá í sveitarfélaginu svo sem nánar er gerð grein fyrir í drögum að greinargerð sveitarstjórnar um afgreiðslu málsins.
  Í skýrslunni er tekið fram að sú staðreynd að ný eldsumbrotahrina sé hafin á Reykjanesi, sem staðið geti mjög lengi, kalli á endurskoðun fyrri áætlana um staðsetningar á mikilvægum innviðum eins og Suðurnesjalínu 2. Skipulagsnefnd telur að ekki verði dregin önnur ályktun af skýrslunni en sú að vegna áhættu á hraunrennsli sé, hvað sem öðru líður, ekki skynsamlegt að byggja Suðurnesjalínu 2 við hlið Suðurnesjalínu 1 á miðju áhættusvæði sem erfitt sé að verja. Það raski afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. Lína á öðrum stað myndi strax auka afhendingaröryggi.
  Það er því mat skipulagsnefndar að leið B kunni einnig af þeim sökum að vera heppilegri m.t.t. þess að Reykjanesbrautin er í jaðri áhættusvæðis og hugsanlega hægt að verja brautina. Yrði sú leið valin verði ný lína a.m.k. ekki á nákvæmlega sama svæði og núverandi lína. Mögulega þurfi að vera með hluta línunnar í lofti vegna áhættu á höggunarhreyfingum á hluta af svæðinu. Ljóst megi vera að sú ályktun, sem dregin var í minnisblaði Eflu, um að áhættan sé einkum höggunarhreyfingar en ekki eldsumbrot og hraunrennsli, hefur breyst. Skipulagsnefnd vill einnig árétta að áhætta vegna höggunarhreyfinga á hluta línuleiðarinnar leiðir ekki af sér þá niðurstöðu að heppilegasti kosturinn m.t.t. náttúruvár sé kostur C. Skipulagsnefnd telur a.m.k. rétt að staldra við og endurmeta stöðuna.
  Fyrir liggur, samkvæmt framangreindu, að mati nefndarinnar, að umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdaleiðar sem sótt hefur verið um leyfi fyrir séu mest af öllum þeim leiðum sem metnar voru. Þá liggur fyrir, m.t.t. nýrrar skýrslu jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, dags. apríl 2022, að áhrif náttúruvár þ.e. áhættu á hraunrennsli sé, hvað sem öðru líður, ekki skynsamlegt að byggja Suðurnesjalínu 2 við hlið Suðurnesjalínu 1 á miðju áhættusvæði sem erfitt sé að verja. Það raski afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum. Lína á öðrum stað t.d. skv. leið B myndi strax auka afhendingaröryggi. Það væri því andstætt sjónarmiðum um afhendingaröryggi rafmagns á Suðurnesjum að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir byggingu línu skv. leið C.
  Að auki bendir skiplagsnefnd á að landeigendur á svæðinu eru flestir á móti því að farin verið leið C. Það að fara þá leið mun tefja málið enn frekar en reikna má með kærum og mögulega málaferlum verði sú leið valin. Það mun að auki líklega kalla á eignarnám á nauðsynlegum réttindum. Framangreint mun hafa í för með sér að ólíklegt er að hægt verði að ráðast fljótt í framkvæmdir. Það mun því, auk þess að hafa flest neikvæð áhri f á umhverfið, draga úr afhendingaröryggi á svæðinu og ganga gegn almanna hagsmunum.
  Þá telur nefndin ljóst að uppbygging línu skv. leið C sé líklegri til þess að útiloka byggingarframkvæmdir sunnan Reykjanesbrautar heldur en ef línan yrði að mestu leyti lögð skv. leið B.
  Með vísan til framangreinds, nánari rökstuðnings sem fram kemur í 5. kafla tillögu að greinargerð sveitarstjórnar, leggur skipulagsnefnd til að hafnað verði umsókn Landnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu skv. leið C.
  Vegna lokaorða í bréfi Landsnets frá 6. maí 2022, um að önnur sveitarfélög á línuleiðinni hafi öll gefið út leyfi og óhóflegur dráttur hafi sem orðið á afgreiðslu framkvæmdaleyfis í sveitarfélaginu, er minnt á að langstærsti hluti framkvæmdarinnar liggur innan Sveitarfélagsins Voga. Lengd loftlínu vegna framkvæmdarinnar í heild 32,39km. Þar af eru 17,26km innan Sveitarfélagsins Voga, tæpir 7km innan Hafnarfjarðar, 7,5km innan Reykjanesbæjar og 640m innan Grindavíkur. Málið er að auki mjög umdeilt innan sveitarfélagsins, bæði meðal íbúa og landeigenda auk þess sem ný vakin eldvirkni á svæðinu getur haft mikil áhrif innan sveitarfélagsins og þar með talið á umrædda framkvæmd. Nauðsynlegt hafi verið að fá nýtt álit jarðvísindamanna. Það er því ekki óeðlilegt að málið hafi tekið lengri tíma hjá sve
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin bendir á að samþykki annarra eiganda hússins þarf að liggja fyrir. Með teikningum þarf að skila ítarlegri brunaskýrslu. Í framhaldi verður óskað eftir umsögn brunavarna, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits vegna hússins þar sem íbúðir og iðnaður fer saman.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Það er mat skipulagsnefndar að um óverulega breytingu sé að ræða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er það mat nefndarinnar að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda og er því fallið frá að grenndarkynna tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila breytinguna og fyrirliggjandi tillaga verði samþykkt og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin frestar erindinu þar til að lóðinni er úthlutað.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna aðliggjandi lóðum, Suðurgata 10, Heiðargerði 29a,b og d.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd hefur borist frá eiganda Miðdals 9, vegna skerðingar á birtu og neikvæðs verðmats á Miðdal 9 við fyrirhugaða framkvæmd. Svar við athugasemd: Það er mat nefndarinnar að bygging bílgeymslu á lóð Fagradals 8 hafi óveruleg áhrif á birtu og verðmat á Miðdal 9. Fyrir liggi eldri byggingaráform frá árinu 2000 sem sveitarfélagið hefur ekki formlega afturkallað. Þau byggingaráformin séu í samræmi við byggðarmynstur, þéttleika byggðar og landnotkun á svæðinu. Ásamt því er sú framkvæmd bæði lægri og minni um sig en sú sem var grenndarkynnt í sumar. Bygging bílgeymslu ætti því að miðast við eldri byggingaráformin. Umsóknin eins og hún liggur fyrir er því hafnað. Berist ný umsókn verði hún grenndarkynnt að nýju.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemd hefur borist frá eiganda Miðdals 5, vegna skerðingar á birtu og útsýni Miðdals 5 við fyrirhugaða framkvæmd. Svar við athugasemd: Það er mat nefndarinnar að bygging bílgeymslu á lóð Fagradals 6 hafi óveruleg áhrif á birtu og útsýni á Miðdal 5. Það er hinsvegar mat nefndarinnar að ekki eigi að byggja á lóðarmörkum á þessu svæði og stærð bílgeymsla og annara viðbygginga ætti að halda í lágmarki vegna þrengsla. Því ætti að miða við það byggðarmynstur, þéttleika og landnotkun sem fyrir er á svæðinu. Umsóknin eins og hún liggur fyrir er því hafnað. Berist ný umsókn verði hún grenndarkynnt að nýju.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin telur þörf á bílastæðum stærri bíla í þéttbýlinu og um ákjósanlegan stað sé að ræða. Erindinu er því hafnað.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir erindið en bendir eiganda á að framkvæmdir verði unnar í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir erindið en bendir eiganda á að framkvæmdir verði unnar í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á umræddu svæði við Hafnargötu.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 41 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Lagt fyrir nefndina.

2.Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026

2205041

Staðfesting ráðningarsamnings við Gunnar Axel Axelsson.
Samþykkt
Með fundargögnum fylgir undirritaður ráðningarsamningur Sveitarfélagsins Voga við Gunnar Axel Axelsson, dags. 31.8.2022.

Forseti gefur orðið laust.

Kristinn Björgvinsson, bæjarfulltrúi L-listans bókar eftirfarandi:
Fulltrúi L listans fagnar ráðningu Gunnars Axels og þakkar meirihluta fyrir að hafa fengið að taka þátt í ráðningaferlinu allan tímann þannig að góð eining og sátt ríki um nýjan bæjarstjóra.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:

Bæjarstjórn samþykkir samninginn, samhljóða með sjö atkvæðum. Bæjarstjórn býður Gunnar Axel velkominn til starfa og væntir góðs af samstarfinu.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355

2206003F

Lagt fram
Fundargerð 355 fundar bæjarráðs er lögð fram á 195 fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Fundargerðin þarfnast ekki staðfestingar bæjarstjórnar þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin lögð fram.

3.8 Lántaka ársins 2022.

Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi L listans undrast að Bæjarráð sveitarfélagsins samþykki 150 milljón króna lán og endurfjármögnun á rúmlega 74 milljónum. Eru þetta mál sem að okkar mati varða verulega fjárhag sveitarfélagsins og ekki að fullu skýrt í hvaða tilgangi lánið er tekið. Í starfslýsingu bæjarráðs er eftirfarandi tekið fram:
„Bæjarráði er heimil fullnaðarákvörðun mála sem eigi varða verulega fjárhag sveitarsjóðs eða stofnana hans, enda sé eigi ágreiningur innan ráðsins eða við framkvæmdastjóra um ákvörðunina.“
Er það nokkuð skýrt að mati fulltrúa L listans að bæjarráði er ekki heimilt að taka eitt og sér þessa ákvörðun um lántöku og hefði átt að leggja þetta fyrir bæjarstjórn.Til máls tóku: BS, KB, ÁE.

 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram. Vísað til Frístunda- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram. Vísað til Fræðslunefndar til frekari umfjöllunar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Skýrslan lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna Landsþings 2022 lagt fram. Kjörbréf vegna fulltrúa Sveitarfélagsins Voga hefur verið samþykkt og sent Sambandinu.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram. Samþykkt að óska eftir áætlunum frá framkvæmdastjórum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Brunavörnum Suðurnesja. A fengnum þessum áætlunum verða viðaukar lagðir fram til samþykktar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið lagt fram. Bæjarráð þakkar erindið, en sem stendur eiga engin börn á flótta athvarf í sveitarfélaginu.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir að ganga til samstarfs við Hagvang, sem átti lægsta tilboðið. Á fundinum er jafnframt lögð fram drög að auglýsingu um starfið, sem bæjarráð samþykkir. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir heimild til lántöku hjá Íslandsbanka að fjárhæð 150 m.kr., til 8 ára. Jafnframt heimilar bæjarráð fyrir sitt leyti endurfjármögnun eldra láns hjá Íslandsbanka nú að eftirstöðvum 74,5 m.kr. Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Lagður fram árshlutareikningur unninn af KPMG fyrir fyrsta ársþriðjung 2022. Ef frá eru taldir reiknaðir liðir (lífeyrisskuldbindingar, verðbætur) eru tekjur og gjöld á tímabilinu í góðu samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun ársins.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Árshlutareikningurinn lagður fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Lagðir fram til samþykktar viðaukar við fjárhagsáætlun 2022, nr. 2 og nr. 3.
  Í viðauka nr. 2 er leiðrétt vegna reiknaðra eigin nota á húsnæði sveitarfélagsins. Tekjulækkun er kr. 13.325.340 og kemur til lækkunar á rekstrarafgangi ársins sem þessari fjárhæð nemur. Lækkunin hefur ekki áhrif á handbært fé.
  Í viðauka nr. 3 er leiðrétt vegna endurskoðunar framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en breyting hefur orðið á nokkrum framlagsflokkum bæði til hækkunar og lækkunar á framlögum. Nettó áhrif breytinganna er lækkun að fjárhæð kr. 3.975.323, sem kemur til lækkunar á rekstrarafgangi ársins sem og til lækkunar á handbæru fé.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir viðaukana.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir að tilnefna Jóngeir H. Hlinason sem aðalmann og Ingu Rut Hlöðversdóttur sem varamann í Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Farið yfir málið og það rætt. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að útfærslu málsins, með það að markmiði að leggja fram samningsdrög á næsta fundi bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
 • 3.13 2202014 Framkvæmdir 2022
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Yfirlitið lagt fram.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð heimilar að ráðist verði í gerð nýrrar aðkomu að jarðvegstipp sveitarfélagsins, en núverandi aðkoma er innan athafnasvæðis verktaka á svæðinu. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 2 m.kr.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð vísar málinu að nýju til Skipulagsnefndar, með beiðni um að nefndin geri tillögu að næstu skrefum í málinu, m.a. með vísan til ástandsskýrslunnar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Með fundargögnum fylgir erindi Mílu hf., með tillögu að lokauppgjöri verkefnisins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Míla eignist dreifikerfið og greiði fyrir það kr. 250.000 fyrir hvert staðfang, samtals 8.750 þús.kr. Til frádráttar kemur útlagður kostnaður Mílu við framkvæmd verksins, að fjárhæð 5.580 þús.kr. Í gögnum málsins kemur jafnframt fram að Míla hyggst vinna að ljósleiðaravæðingu þéttbýlisins að stærstum hluta í ár, og að verkefninu verði lokið árið 2023.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir uppjörið og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Erindið er lagt fram. Erindinu er jafnframt vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Erindin lögð fram.

  Vegna 573 máls, frumvarps til laga um skipulagslög (uppbygging innviða): Bæjarráð Sveitarfélgasins Voga bendir á að umsagnarfrestur málsins var stuttur auk þess sem umsagnarbeiðnin kom fram á svipuðum tíma og sveitarstjórnarkosningar fóru fram. Bæjarráð áskilur sér því rétt að skila inn umsögn síðar, og felur Skipulagsnefnd sveitarfélgsins að taka málið til efnislegrar umfjöllunar.

 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Fundargerð 38. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 355 fundi bæjarráðs, eins og einstök erindi bera með sér.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum fundargerðarinnar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Fundadrgerð 72. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 355 fundi bæjarráðs.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðirnar lagðar fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðirnar lagðar fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðirnar lagðar fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðirnar lagðar fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 355 Afgreiðsla bæjarrjáðs:

  Fundargerðin lögð fram.

4.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356

2207004F

Lagt fram
Fundargerð 356.fundar bæjarráðs er lögð fram á 195. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundargerðin þarfnast ekki staðfestingar bæjarstjórnar þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

4.7 Ósk um endurskoðun ákvörðunar um styttingu dvalartíma leikskóla.

Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi L listans ítrekar fyrri bókun og ítrekar að undarlegt þykir að meirihluti bæjarstjórnar tali um barnvænt samfélag því þar sem ekki búa foreldrar búa ekki mörg börn, það eru margir foreldrar sem eru í vandræðum með dvalartíma og geta ekki stundað fullan vinnudag vegna vegna fjarlægðar og tíma þar af leiðandi minnka tekjur heimilisins sem gerir barnafjölskyldum erfitt um vik að setjast hér að. Biðlum við því til meirihluta bæjarstjórnar að taka til endurskoðunar þessa ákvörðun og gera barnafólki lífið léttara við að skaffa björg í bú og lifa eðlilegu lífi.

4.22: Skipulagsnefnd 49, málefni Hafnargötu 101.

Fulltrúi L-listans leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi l listans ítrekar fyrri bókun og vill benda á að mikið fjáraustur er búið að fara í þetta mál, 40 milljónir í kaup á húsinu og stefnt að 20 milljónum í niðurrif samanlagt verða þetta 60 milljónir sem ekki eru teknar upp af götunni. Er það tillaga L listans að bæjarstjórn hætti þessu fasteignabraski með tilheyrandi kostnaði selji bygginguna með ákveðnum skylirðum háðum skipulagi og noti peningana þar sem þeirra er þörf.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BS, KB, BÖÓ.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Ársreikningarnir og samþykktirnar lagðar fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Ársskýrslan lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar framtakinu og leggur áherslu á mikilvægi þess að vel verði staðið að því að minnast þessara merku tímamóta í sögu sveitarfélagsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Erindið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en til stendur að endurskoða áætlun Vogastrætó.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

  Fulltrúi L-listans bókar: Við undrumst að bæjarráð vilji ekki koma til móts við barnafjölskyldur sem þurfa að stunda vinnu utan Voga á meðan ekki er mikla atvinnu að hafa í Vogunum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Bæjarráð vísar málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023 - 2027, sem og til frekari umfjöllunar í Frístunda- og menningarnefnd.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Bæjarráð samþykkir að fá kynningu á verkefninu.
 • 4.11 2202014 Framkvæmdir 2022
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Yfirlitið lagt fram. Jafnframt eru lögð fram útboðsgögn vegna framkvæmda við fráveitu. Bæjarráð samþykkir útboðsgögnin og að útboðið verði auglýst.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Garðhús eru ekki til sölu, og því getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, WN ehf., að fjárhæð 1.830.000. Innifalið í tilboðsverðinu er hreinsun á lausu rusli inni í húsinu.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Erindið lagt fram. Bæjarráð óskar eftir fresti til að skila inn umsögn og vísar málinu til umfjöllunar og umsagnar í Umhverfisnefnd.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Bæjarráð þakkar ábendingarnar sem eru lagðar fram. Bæjarráð felur Umhverfisdeild að óska eftir því við Strætó bs. að komið verði upp tímatöflu við Gamla Pósthúsið, ásamt upplýsingaskilti um biðstöð. Bæjarráð samþykkir að vísa til fjárhagsáætlunar beiðni um að komið verði upp biðskýli við Gamla Pósthúsið, ásamt því að leitað verði samstarfs við eigendur veitingarstaðarins um staðsetningu biðskýlisins. Þá felur bæjarráð Umhverfisdeild að koma óskum og ábendingum og fjölgun ferða til Vegagerðarinnar, sem annast umsjón með skipulagningu almenningssamgangna í dreifbýli.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Vísað til afgreiðslu hjá sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Erindið lagt fram. Bæjarráð er meðvitað um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og að sveitarfélagið uppfylli ekki sem stendur lágmarksviðmið eftirlitsnefndar. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2022-2026 er gert ráð fyrir að lágmarksviðmiðum sveitarstjórnarlaga verði náð fyrir lok fjárhagsáætlunartímabilsins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Erindið lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfisnefndar, og óskar eftir að nefndin tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins til setu á ársfundinum.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Erindið lagt fram. Ástæða þess að ekki bárust svör frá sveitarfélaginu er sú, að beiðni um upplýsingar bárust ekki til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið starfrækir ekki eigin félagsþjónustu, en hún er í samstarfi við Suðurnesjabæ. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að upplýsingabeiðnin hafði verið send á Sandgerðisbæ, þrátt fyrir að það sveitarfélag hafi verið lagt niður árið 2018 og sameinast Sveitarfélaginu Garði og úr varð Suðurnesjabær. Ekki er annað vitað en að síðar hafi verið bætt úr þessu og upplýsingabeiðnin hafi verið send á Félagsþjónustu Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga, og að Félagsþjónustan hafi veitt umbeðnar upplýsingar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Birgir Örn Ólafsson víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls, og Eva Björk Jónsdóttir tekur sæti hans. Björn Sæbjörnsson, varaformaður, tekur við stjórn fundarins.
  Andri Rúnar Sigurðsson tekur ekki afstöðu til máls 22.4.
  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum fundargerðarinnar.

  Fulltrúi L-listans bókar við lið 22.7: Fulltrúa L-lista finnst grátlegt að rífa eigi húsið þar sem saga þess er merkileg og Vogar byggðust upp í kringum þetta húsnæði að miklu leyti.

  Birgir Örn Ólafsson tekur sæti að nýju á fundinum og tekur aftur við stjórn fundarins.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðirnar lagðar fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 356 Afgreiðsla bæjarráðs:
  Fundargerðin lögð fram.

5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357

2208003F

Lagt fram
Fundargerð 357. fundar bæjarráðs er lögð fram á 195. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundargerðin þarfnast ekki staðfestingar bæjarstjórnar þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BS
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Þór Sigfússon forsvarsmaður Nær ehf. var gestur fundarins undir þessum lið. Á fundinum voru samstarfsfletir ræddir, um að Nær ehf. setji á stofn starfsemi mannlausrar hverfisverslunar, sem verði opin og aðgengileg allan sólarhringinn alla daga vikunnar.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð þakkar heimsóknina og kynninguna. Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um samstarf, og er fylgjandi því að það verði skoðað nánar. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins í samstarfi við fulltrúa Nær ehf.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Beiðni um heimild til að ráða í starf við ræstingar á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum vegna starfsmanns sem hefur sagt upp störfum.
  Fyrir fundinum liggur erindi leikskólastjóra, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ráða í starf við ræstingu, þar sem viðkomandi starfsmaður hefur sagt starfi sínu lausu.

  Afgreiðsla bæjarráðs:
  Bæjarráð samþykkir beiðnina.
 • 5.3 2202014 Framkvæmdir 2022
  Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Yfirlitið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Yfirlitið lagt fram.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir áætlunina
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Framhald umfjöllunar um Skyggnisholt 16
  Minnisblað bæjarstjóra dags. 22.8.22 fylgir með málinu.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Skipulagsnefndar.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Erindi Þorsteins Marteinssonar um minnisvarða um flugslys í Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöldinni
  Tölvupóstur forsvarsmanna minnisvarða um flugslys í Fagradalsfjalla í síðari heimsstyrjöldinni dags. 13.7.2022 fylgir með fundargögnum, þar sem fjallað er m.a. um væntanleg hátíðahöld á næsta ári, aðgengi að minnisvarðanum o.fl.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Lagt fram til kynningar. Málinu er vísað til frekari úrvinnslu hjá Frístunda- og menningarnefnd.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Tilnefning fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í stjórn Uppbyggingarsjóðs. Frestun frá síðasta fundi.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð tilnefnir Annas Jón Sigmundsson og Elísabetu Ástu Eyþórsdóttur sem aðalmenn. Sem varamenn eru tilnefnd Hilmar Egill Sveinbjörnsson og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Beiðni Samgöngustofu um umsögn við staðsetningu ökutækjaleigu.

  Afgreiðsla bæjarráðs:

  Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins, og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.
 • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 357 Afgreiðsla bæjarráðs:

  Fundargerðin lögð fram.

6.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 39

2207001F

Lagt fram
Fundargerð 39. fundar skipulagsnefndar var lögð fram á fundi 356. fundi bæjarráðs sem staðfesti afgreiðslu fundargerðarinnar. Fundargerðin þarfnast ekki staðfestingar bæjarstjórnar þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BS

 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 39 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin kynnti sér aðstæður en farin var vettvangsferð frá Bakka að Stóru Vatnsleysu.

7.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40

2207002F

Lagt fram
Fundargerð 40. fundar skipulagsnefndar var lögð fram á fundi 356. fundi bæjarráðs sem staðfesti afgreiðslu fundargerðarinnar. Fundargerðin þarfnast ekki staðfestingar bæjarstjórnar þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BS, BÖÓ

 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir landeldi á svæðinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fyrir nefndin drög að breytingu á aðalskipulagi á svæðinu og í framhaldi drög að lóðaruppdráttum skv. því.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir erindið en bendir eiganda á að framkvæmdir verði unnið í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu og bendir eiganda á að hús verði að vera innan nýtingarhlutfalls vegna nálægðar við íbúðabyggð.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Andri Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Nefndin samþykkir erindið skv. 3. mgr. 43. gr skipulagslaga þar sem um óverulega breytingu er að ræða sem skerðir í engu hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni eða skuggavarp.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að samþykkja breytingu á aðal- og deiliskipulagskipulagi skv. 32. og 42. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að svara athugasemdum.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin er alfarið á móti því að skipulagsvaldið sé fært frá sveitarfélaginu með setningu sérlaga sem víkja frá meginreglum skipulagslaga. Sveitarfélagið hefur ítrekað þetta í greinargerðum sínum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2.
 • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til að húsið verði rifið enda líftíma þess lokið skv. ástandskýrslu. Húsið verði girt af vegna hættuástands sem fram kemur í skýrslu Verkís. Lagt er til að sveitarfélagið fari í skipulagsbreytingar á lóðinni þar sem verði íbúðabyggð, verslun og þjónusta. Einnig er lagt til að fá aðila til að leggja til hönnun á lóðinni þar sem tekið verður tillit til sögu svæðisins.

8.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100

2207003F

Lagt fram
Fundargerð 100. fundar Frístunda- og menningarnefndar var lögð fram á fundi 356. fundi bæjarráðs sem staðfesti afgreiðslu fundargerðarinnar. Fundargerðin þarfnast ekki staðfestingar bæjarstjórnar þar sem bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tóku: BS
 • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Farið var yfir dagskrá Fjölskyldudaga í Vogum sem er nú verið að leggja lokahönd á.

Fundi slitið - kl. 18:17.

Getum við bætt efni síðunnar?