Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

2. fundur 07. febrúar 2006 kl. 18:00 - 19:40 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 7. febrúar 2006,
kl. 18 00 í Tjarnarsal.
Mættir: Jón Gunnarsson, Sigurður Kristinsson, Hanna Helgadóttir, Gunnar
Helgason, Hörður Harðarson og Jóhanna Reynisdóttir, bæjarstjóri sem
jafnframt ritaði fundargerð í tölvu.

DAGSKRÁ

1. Fundargerð Bæjarráðs Voga dags. 25/1 2006.
Í samræmi við 24. lið fundargerðarinnar samþykkir bæjarstjórn að
úthluta Trésmiðju Snorra Hjaltasonar hf. kt. 700189-2369, lóðinni
Aragerði 2-4. Úthlutunin er í samræmi við samstarfssamning milli
Voga og TSH hf. dags. 15/2 2005 og samning milli Lionsklúbbsins
Keilis, Voga og TSH hf. dags. 26/1 2006.
Samþykkt með þremur atkvæðum, tveir sitja hjá. Að öðru leyti er
fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Nefndarlaun bæjarráðs.
Fyrir liggur tillaga um að greiða sömu nefndarlaun fyrir hvern fund
bæjarráðs og fyrir fundi bæjarstjórnar. Fulltrúi í bæjarráði fái greitt
sem nemi 3% af þingfarakaupi fyrir hvern fund. Álag fyrir formann
bæjarráðs verði 50% eða sem nemi 4,5% af þingfararkaupi.
Samþykkt samhljóða.
3. Aðalskipulagsmál.
Bæjarstjóri kynnti stöðuna á aðalskipulagsvinnunni. Stefnt er að því
að halda kynningafund fyrir íbúa þann 15/2 2006, um
rammaskipulag í kringum þéttbýli Voga.

4. Kosning annars varaforseta bæjarstjórnar og tveggja skrifara.
Fyrir liggur tillaga um að Hörður Harðarson verði annar varaforseti
bæjarstjórnar og Hanna Helgadóttir og Birgir Örn Ólafsson skrifarar.
Samþykkt samhljóða.

2
5. Tillaga að stjórnskipulagsbreytingu.
Fyrir liggur tillaga um að leggja niður starf tækni-og umhverfisstjóra
og ráða bæjartæknifræðing/verkfræðing. Verksvið hans yrði auk
hefðbundina starfa byggingafulltrúa, mælingar, gerð lóðarblaða,
útboðslýsinga, kostnaðaráætlana og ýmissa uppdrátta. Með
þessari ráðstöfun er gert ráð fyrir að kostnaður við aðkeypta vinnu
lækki um 2 milljónir á ári. Umhverfisdeild mun heyra undir
bæjarstjóra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða. Bæjarstjóra er falið
framkvæmd málsins.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19 40

Getum við bætt efni síðunnar?