Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

9. fundur 27. júní 2006 kl. 18:00 - 19:40 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 27. júni 2006,
kl. 18 00 í Tjarnarsal.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Anný
Helena Bjarnadóttir, Sigurður Kristinsson, Inga Sigrún Atladóttir og Íris Bettý
Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
Forseti leitar afbrigða til að leggja fram erindisbréf fræðslunefndar sem láðist að
senda út með fundarboði, sem var samþykkt af bæjarfulltrúum.

DAGSKRÁ
1. Fundargerð bæjarráðs dags. 20. júní 2006.
Forseti spyr hvort bæjarfulltrúar vilji tjá sig um einstaka liði fundargerðarinnar.
Inga Sigrún ræðir fundargerð skipulags- og bygginganefndar. Spyr formann bæjarráðs
hvort hann telji sig ekki vanhæfan til umfjöllunar um skipulag Grænuborgarhverfisins
í ljósi þess að hún átti aðild að mótmælum við skipulagið.
Anný Helena Bjarnadóttir, formaður bæjarráðs, svarar fyrispurn Ingu Sigrúnar. Segist
munu víkja sæti þegar málið kemur til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.
Umræður um fundargerðina.
Til máls tóku: Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir, Anný Helena Bjarnadóttir
og Sigurður Kristinsson.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. júní 2005.
Meirihlutinn leggur fram tillögu um aðalmenn og varamenn vegna landsþings
Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer þann 27.-29.september n.k.
Aðalmenn:

2

Birgir Örn Ólafsson , forseti bæjarstjórnar.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri.
Varamenn:
Anný Helena Bjarnadóttir, formaður bæjarráðs.
Inga Rut Hlöðversdóttir, bæjarfulltrúi.
Sigurður Kristinsson leggur fram tillögu um að landsþingsfulltrúunum verði skipt
milli minnihluta og meirihluta þannig að þeir fái einn hvor.
Forseti ber upp breytingartillögu Sigurðar.
Felld með 4 atkvæðum gegn 3.
Forseti ber upp tillögu meirihlutans.
Samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3
3. Bréf frá Jafnréttisstofu, dags. 8. júní 2006.
Lagt fram til kynningar.
Forseti leggur til að bréfinu verði vísað til Félagsmála- og jafnréttisnefndar.
Forseti leggur til að bæjarstjóri taki saman tölfræði um kynjahlutföll í nefndum,
ráðum og stjórnum Sveitarfélagsins Voga og leggi fram á næsta fundi.
Tillögurnar samþykktar samhljóða.
4. Breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Voga.
Síðari umræða.
Meirihluti leggur fram eftirfarandi breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp
sveitarfélagsins Voga:
Forseti kynnir breytingarnar.
Nýjar nefndir og ráð eru:
Atvinnumálanefnd, en í henni sitja 5 aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer
með atvinnumál.
Ungmennaráð, en í því sitja fimm fulltrúar og jafnmargir til vara. Ráðið gerir tillögur
til bæjarstjórnar um málefni ungmenna. Í ungmennaráð verður skipað eftir samþykkt
um ungmennaráð.
Öldungaráð, en í því sitja fimm fulltrúar og jafnmargir til vara. Ráðið gerir tillögur til
bæjarstjórnar um málefni eldri borgara. Í öldungaráð verður skipað eftir samþykkt um
öldungaráð.

3

Aðrar breytingar eru þessar:
Jafnréttisnefnd er lögð niður og færast verkefni hennar til félagsmálanefndar sem
heitir eftir breytinguna Félagsmála- og jafnréttisnefnd.
Félagsmála- og jafnréttisnefnd fer með málefni félagsþjónustu og vímuvarna, auk
jafnréttismála.
Menningarnefnd er lögð niður og verkefnum hennar skipt á milli fræðslunefndar,
umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar.
Eftir breytinguna fer fræðslunefnd með málefni bókasafns, grunnskóla, leikskóla og
tónlistarskóla.
Umhverfisnefnd með málefni umhverfis-og náttúruverndar, ásamt minjavernd.
Íþrótta- og tómstundanefnd með málefni íþrótta, tómstunda og menningarviðburða.
Við ákvæði um skipulags- og byggingarnefnd bætist eftirfarandi lýsing á störfum
nefndarinnar. Nefndin starfar á sviði skipulags-og byggingarmála, umferðarmála og
veitumála.
Bráðabirgðaákvæði í 71. gr. fellur út.
Inga Sigrún gerir athugasemd við 17. lið þar sem fulltrúum hefur fjölgað um einn og
eru þar með tveir.
Leggur fram tillögu um að fulltrúar í félagsmála- og jafnréttisnefnd verði fimm í stað
þriggja.
Forseti þakkar fyrir góða ábendingu varðandi 17. lið.
Breytingartillaga Inga Sigrúnar um fjölgun nefndarmanna í Félagsmála- og
jafnréttisnefnd lögð fram til atkvæðagreiðslu
Breytingartillagan felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Breytingartillaga meirihluta er lögð fram til atkvæðagreiðslu og er samþykkt með
fjórum atkvæðum. Þrír sitja hjá.
5. Kosning í nefndir og stjórnir.
Kjör í nefndir á vegum sveitarfélagsins:
Forseti ber upp tillögur meirihluta og minnihluta.
Atvinnumálanefnd (5 manna nefnd):
Aðalmenn:
 Kristinn Sigurþórsson, Tjarnargötu 14., formaður

4

 Kolbeinn Hreinsson, Marargötu 8.
 Kristberg Finnbogason, Vogagerði 15.
 Jón Elíasson, Hafnargötu 7
 Sigríður Ragna Birgisdóttir, Hafnargata 15
Varamenn:
 Ivan Kay Frandsen, Hofgerði 7b.
 Erla Lúðvíksdóttir, Aragerði 9.
 Þóra Bragadóttir, Mýrargötu 16.
Félags- og jafnréttismálanefnd (3 manna nefnd):
Aðalmenn:
 Guðbjörg Þ. Jakobsdóttir, Akurgerði 3., formaður
 Herdís Hjörleifsdóttir, Heiðargerði 1.
 Sigríður Ragna Birgisdóttir, Hafnargata 15
Varamenn:
 Oddný Þóra Baldvinsdóttir, Fagradal 10.
 Magnús Björgvinsson, Mýrargötu 8.
 Jóhanna Lovísa Birgisdóttir, Fagradal 4
Fræðslunefnd (5 manna nefnd ):
Aðalmenn:
 Áshildur Linnet, Austurgötu 3., formaður
 Bergur Álfþórsson, Kirkjugerði 10.
 Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Ægisgötu 39.
 Sigurður Karl Ágústsson, Akurgerði 5
 Íris Bettý Alfreðsdóttir, Marargötu 2
Varamenn:
 Erla Lúðvíksdóttir, Aragerði 9.
 Brynhildur Hafsteinsdóttir, Smáratúni.
 Oktavía Jóhanna Ragnarsdóttir, Hofgerði 7b.
 Rannveig Sveinsdóttir, Iðndal 23 a.
 Jóhanna Lára Guðjónsdóttir, Fagradal 1.
Íþrótta- og tómstundanefnd (5 manna nefnd ):
Aðalmenn:
 Guðrún Kristjánsdóttir, Tjarnargötu 14., formaður
 Brynhildur Hafsteinsdóttir, Smáratúni.
 Magnús Hersir Hauksson, Leirdal 6.
 Ragnar Davíð Riordan, Hafnargata 1

5

 Vignir Arason, Heiðargerði 30

Varamenn:
 Marteinn Ægisson, Kirkjugerði 15.
 Oddný Þóra Baldvinsdóttir, Fagradal 10.
 Rakel Rut Valdimarsdóttir, Fagradal 12.
 Helga Guðný Árdal, Aragerði 20
 Margrét Salome Sigurðardóttir, Vogagerði 1
Umhverfisnefnd ( 5 manna nefnd ):
Aðalmenn:
 Þorvaldur Örn Árnason, Kirkjugerði 7, formaður
 Helga Ragnarsdóttir, Brekkugötu 14
 Rakel Rut Valdimarsdóttir, Fagradal 12
 Snæbjörn Reynisson, Vogagerði 6
 Guðbjörg Theodórsdóttir, Heiðargerði 28
Varamenn:
 Margrét Ingimarsdóttir, Skólatúni.
 Vigfús Helgason, Hólagötu 1b.
 Svanborg Svansdóttir, Kirkjugerði 10.
 Geir Ómar Kristinsson, Vogagerði 20
 Eric dos Santos, Aragerði 12
Sameiginleg barnaverndarnefnd Voga, Sandgerðis og Garðs (1 fulltrúi):
Aðalmaður:
 Kristín Hreiðarsdóttir, Heiðargerði 18.
 Linda Sjöfn Sigurðardóttir, Akurgerði 5
Varamaður:
 Ragnhildur Hanna Finnbogadóttir, Ægisgötu 39.
 Jóhanna Lára Guðjónsdóttir, Fagradal 1
Sigurður kemur með fyrirspurn vegna skipunar í fræðslunefnd. Vísar til 40. gr.
sveitarstjórnarlaga um spyr um hæfi nefndarmanns sem starfar við stofnun sem varðar
málasvið nefndarinnar.
Forseti svarar því til að viðkomandi starfsmaður hefur sagt upp störfum í
leikskólanum og muni ekki taka sæti í nefndinni fyrr en uppsögn hefur tekið gildi.
Tilnefningar meirihluta samþykktar með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.

6

Tilnefningar minnihluta samþykktar samhljóða.
6. Erindisbréf nefnda.
Forseti kynnti ný erindisbréf nefnda á vegum sveitarfélagsins.
Erindis bréf nefnda rædd.
Inga Sigrún vísar til 6. liðar í erindisbréfi Umhverfisnefndar, um hlutverk
Umhverfisnefndar. Spyr af hverju viðurkenningum Umhverfisnefndar til
atvinnufyrirtækja og einstaklinga er slegið saman í erindisbréfinu.
Forseti telur að þetta sé yfirsjón og telur eðlilegt að nefndin veiti viðurkenningar til
hvoru tveggja einstaklinga og atvinnufyrirtækja.
Inga Sigrún spyr um hlutverk félagsmála- og jafnréttisnefndar varðandi
félagsþjónustu. Hvernig ætti nefndin að sinna upplýsingaskyldu varðandi
félagsþjónustu og veita einstaklingum og fjölskyldum ráðgjöf og fjárhagslega
fyrirgreiðslu?
Forseti svarar því til að nefndin muni afgreiða mál í samræmi við gildandi reglur um
fjárhagaðstoð og aðra félagslega þjónustu í sveitarfélaginu. Auk þess stendur til að
þróa frekar samstarf við nágrannsveitarfélög á sviði félagsþjónustu.
Inga Sigrún bókar að hún efist um að þriggja manna nefnd ráði við hlutverk
nefndarinnar eins og það kemur fyrir í erindisbréfi, enda sé það mjög umfangsmikið.
Forseti bókar að fjöldi nefndarmanna í félagsmála- og jafnréttisnefnd verði
endurskoðaður í haust verði talin þörf á því.
Til máls tóku: Birgir Örn Ólafsson og Inga Sigrún Atladóttir.
Erindisbréfin lögð fram til samþykktar með þeim athugasemdum sem fram hafa
komið. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
7. Ráðningarsamningur bæjarstjóra.
Farið var yfir ráðningarsamning bæjarstjóra dags. 26. júní 2006.
Forseti greinir frá breytingu á samningnum frá þeim sem sendur var með fundarboði.
Í 7. gr. breytist ákvæði um aðild að lífeyrissjóð, þannig að bæjarstjóri muni eiga aðild
að Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, en ekki Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Íris Bettý spyr hvort það sé stefna meirihlutans að væntanlegur bæjarstjóri sinni
jafnframt starfi félagsmálastjóra.

7

Forseti svarar því til að stefna meirihlutans sé að ráða félagsmálastjóra á
kjörtímabilinu, þar til sú ráðning fer fram mun bæjarstjóri gegna starfi
félagsmálastjóra.
Inga Sigrún spyr hvort standi til að lækka laun bæjarstjóra þegar ráðinn verður
félagsmálastjóri.
Forseti svarar fyrirspurn Ingu Sigrúnar varðandi lækkun launa þegar ábyrgð
félagsmálastjóra verður flutt til nýs félagsmálastjóra. Launin eins og þau koma fyrir í
ráðningarsamningnum miðast við starf bæjarstjóra á kjörtímabilinu bæði fyrir og eftir
ráðningu félagsmálafulltrúa.
Inga Sigrún spyr hvort orlof væntanlegs bæjarstjóra á þessu ári verði dregið frá orlofi
næsta árs.
Forseti svarar því til að orlof bæjarstjóra á þessu ári verði launalaust frí frá störfum
Til máls tóku: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir og
Sigurður Kristinsson.
Samningurinn er samþykktur samhljóða.
Samningurinn var undirritaður í lok fundarins.
8. Sveitarstjórnarréttur. Fundir og fundasköp.
Forseti hvatti bæjarfulltrúa til að kynna sér bókina vel og lagði fram tillögu um að fá
sérfræðing til að halda námskeið fyrir bæjarfullrúa og nefndarmenn. Bæjarstjóra verði
falið að finna hentugan aðila.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
9. Umboð bæjarráðs í sumarleyfi bæjarstjórnar.
Forseti lagði til að sumarleyfi bæjarstjórnar verði í júlí og næsti fundur verði haldinn
fyrsta þriðjudag í ágúst.
Forseti lagði ennfremur til að bæjarráði verði veitt umboð til fullnaðarafgreiðslu mála
í orlofi bæjarstjórnar, í samræmi við 39. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Tillögurnar er lagða fram samtímis og eru samþykktar samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.40.

Getum við bætt efni síðunnar?