Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

11. fundur 05. september 2006 kl. 18:00 - 19:07 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 5. september 2006,
kl. 18 00 í Tjarnarsal.
Mættir: Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Anný Helena Bjarnadóttir,
Bergur Álfþórsson, varamaður fyrir Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir,
Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigríður Ragna Birgisdóttir varamaður fyrir Sigurð
Kristinsson. Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
Inga Rut Hlöðversdóttir, varaforseti, stýrir fundi í fjarveru forseta.
1. Fundargerð bæjarráðs dags. 22. ágúst 2006
Varðandi 5.lið. Forseti leggur til að afrit af bréfinu verði sent til þeirra aðila sem
bréfið var stílað á.
Samþykkt samhljóða.
Varðandi 16. lið um refa og minkaeyðingu.
Forseti leggur til að bæjarstjórn feli bæjarstjóra að auglýsa eftir aðila til að annast
refa- og minkaeyðingu í Sveitarfélaginu Vogum á grundvelli viðmiðunartaxta
Umhverfisstofnunar. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að aðeins verði greitt fyrir skott
af dýrum sem viðkomandi aðili hefur veitt.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Rut, Inga Sigrún, Íris og Róbert
2. Fundargerð umhverfisnefndar dags. 16. ágúst 2006.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð fræðslunefndar dags. 21. ágúst 2006.
Forseti spyr hvort einhverjir vilji kveða sér hljóðs um fundargerð fræðslunefndar.
Inga Sigrún spyr um lið 2 varðandi tækjamál grunnskólans og 7. lið um varðandi
aðgengi starfsmanna að íþróttamiðstöð.
Bæjarstjóri svarar fyrirspurnum Ingu Sigrúnar.

2

Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð atvinnumálanefndar dags. 22. ágúst 2006.
Forseti spyr hvort einhverjir vilji kveða sér hljóðs um fundargerð atvinnumálanefndar
Forseti leggur til að fundargerðinni verði vísað aftur til atvinnumálanefndar vegna
formgalla.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Íris og Inga Rut
5. Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 30. ágúst 2006.
Forseti spyr hvort einhverjir vilji kveða sér hljóðs um fundargerð skipulags- og
byggingarnefndar.
Inga Sigrún kveður sér hljóðs varðandi 8. lið. Bæjarstjóri svarar fyrirspurn.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar dags. 31. ágúst 2006.
Forseti spyr hvort einhverjir vilji kveða sér hljóðs um fundargerð íþrótta- og
tómstundanefndar.
Inga Sigrún kveður sér hljóðs með almennar athugasemdir um fundargerðina og gerir
athugasemd við að bréf sem vísað er til í fundargerðinni séu ekki meðal fundargagna.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 23. júní 2006.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. Bréf frá Varasjóði húsnæðismála dags. 23. ágúst 2006.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
9. Bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga dags. 15. ágúst 2006.
Vogahöfn á rétt á að senda einn fulltrúa á Hafnasambandsþing 2006.
Meirihlutinn tilnefnir Róbert Ragnarsson, hafnarstjóra sem fulltrúa hafnarinnar á
þingið.
Samþykkt samhljóða.
10. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 28. ágúst 2006.
Bréfið er lagt fram til kynningar.
11. Breytingar á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.
Forseti spyr hvort einhverjir vilji kveða sér hljóðs varðandi liðinn.
Bæjarstjóri svarar fyrirspurnum Ingu Sigrúnar.

3
Íris Bettý leggur fram bókun um að þessar breytingar beri ekki vott um vönduð
vinnubrögð, þar sem ekki er búið að gera grein fyrir því hvernig á að mæta
kostnaðarauka.
Íris Bettý leggur fram breytingartillögu um gjaldskrá heildagsskóla og leggur til að
börnum verði ekki mismunað með gjaldtöku fyrir skólamáltíðir eftir því á hvaða
skólastigi þau eru og þar leiðandi sitji börn á leikskólanum við sama borð og önnur
börn í sveitarfélaginu.
Forseti ber upp breytingartillöguna.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Inga Sigrún bókar varðandi breytingartillögu minnihlutans að það fjármagn sem ætlað
var til að greiða niður skólamáltíðir í Stóru-Vogaskóla yrði deilt niður á skólastigin
tvö, þ.e. leikskóla og grunnskóla.
Sigríður Ragna kveður sér hljóðs varðandi heilsustefnu Stóru Vogaskóla. Bæjarstjóri
svarar fyrirspurnum.
Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingum á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.
Áætlað er að kostnaðarauki bæjarsjóðs vegna breytinganna verði um 8 milljónir á ári
frá og með. Auknum kostnaði á þessu fjárhagsári er vísað til endurskoðunar
fjárhagsáætlunar, sem er yfirstandandi. Bæjarstjóri fer yfir tillögurnar sem eru
eftirfarandi:
Gjaldskrá heilsdagsskóla
Fella niður greiðsluþátttöku nemenda í hádegismat Stóru – Vogaskóla. Breytingin taki
gildi frá og með 22. ágúst 2006.
Gjaldskrá sundlaugar
Fella niður gjald á börn og ungmenni yngri en 18 ára í sundlaugina. Breytingin taki
gildi við birtingu gjaldskrár.
Gjaldskrá vegna vistunar barna hjá dagmæðrum.
Heimila niðurgreiðslu vegna barna sem eru á biðlista á leikskóla frá 9 mánaða aldri.
Breytingin taki gildi við birtingu gjaldskrár.
Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum greiddum. Þrír sátu hjá..
Forseti leggur fram bókun. Meirihluti E- listans fagnar þeim breytingum sem
samþykktar hafa verið á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga sem eru í samræmi við
kosningastefnu listans.
12. Breyting á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga. Stækkun iðnaðarsvæðis.
Forseti leggur til að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykki að óska eftir heimild
Skipulagsstofnunar til að auglýsa breytinguna og felur bæjarstjóra málið.

4

Samþykkt samhljóða.
Inga Rut Hlöðversdóttir víkur af fundi og felur Herði Harðarsyni, aldursforseta
fundarstjórn í samræmi við samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga.
13. Umræða um svarbréf bæjarstjórnar til Sverris Jóhanns Sverrissonar, dags.
9. ágúst 2006.
Bæjarstjóri greinir frá því að hann er búinn að svara bréfinu í samráði við forseta
bæjarstjórnar og oddvita minnihluta og gerir grein fyrir innihaldi bréfsins.
Hörður Harðarson leggur til að afrit af bréfinu verði sent til þeirra aðila sem bréfið var
stílað á og málið varðar, og málinu þar með lokið.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.07

Getum við bætt efni síðunnar?