Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

16. fundur 19. desember 2006 kl. 18:00 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 19. desember 2006,
kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Anný
Helena Bjarnadóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigríður Ragna
Birgisdóttir. Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
Gestur fundarins er Oddur Gunnar Jónsson, frá KPMG endurskoðun.
Forseti leitar afbrigða til að taka á dagskrá liðinn Jólahús Sveitarfélagsins Voga árið
2006.
Samþykkt samhljóða.
1. Fundargerð 13. fundar bæjarráðs dags. 12. desember 2006.
Bæjarstjóri svaraði fyrirspurn Sigríðar Rögnu.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fjárhagsáætlun ársins 2007. Fyrri umræða.
Fyrir fundinum liggur tillaga að fjárhagsáætlun ársins fyrir Sveitarfélagið Voga, ásamt
greinargerð og forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2007.
Forseti bæjarstjórnar fór yfir greinargerð með fjárhagsáætlun ársins 2006.
Oddur Gunnar Jónsson fór yfir framsetningu fjárhagsáætlunar ársins 2007.
Forseti ber upp tillögu um að fjárhagsáætlun ársins 2007 verði vísað til seinni umræðu
bæjarstjórnar þann 9. janúar 2007.
Samþykkt samhljóða.
3. Jólahús Sveitarfélagsins Voga árið 2006.
Forseti ber upp tillögu um að íbúum að Leirdal 8, Erlend Guðmundssyni og Sveindísi
Pétursdóttir, og íbúum að Sunnuhlíð Vatnsleysuströnd, Sigurði Kristinssyni og
Bryndísi Rafnsdóttur verði veitt viðurkenning fyrir sérlega skemmtilegar
jólaskreytingar á húsi.

2
Auk þess leggur forseti til að veiting viðurkenninga fyrir Jólahús Sveitarfélagsins
Voga verði gerð að árlegum viðburði.
Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl.

Getum við bætt efni síðunnar?