Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

17. fundur 09. janúar 2007 kl. 18:00 - 19:42 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 9. janúar 2007,
kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson, Bergur
Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigurður Kristinsson.
Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
1. Fundargerð 14. fundar bæjarráðs 2. janúar 2007.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
2. Fjárhagsáætlun ársins 2007. Seinni umræða.
Fjárhagsáætlun ársins 2007, ásamt greinargerð og gjaldskrá ársins 2007 lögð fram.
Eftirtaldar breytingar hafa orðið á fjárhagsáætluninni og gjaldskrá milli fyrri og seinni
umræðu.
Fjárhagsáætlun ársins 2007
Framlag til atvinnumála verði 330 þúsund kr.
Áætlaður söluhagnaður vegna Vogagerði 6, að fjárhæð 5 milljónir færður á eignasjóð.
Framlag til sjóvarnagarða hækkað úr 1 milljóna króna í 3 milljónir kr.
Breytingar á gjaldskrá.
Afsláttur til eldri borgara í þreksal verði 100%.
Afsláttur til öryrkja í þreksal verði 30%.
Ákvæði um sorphirðugjald er breytt þannig að greitt verður fyrir hverja sorptunnu í
stað hverrar íbúðar.
Forgangsákvæði í gjaldskrá leikskóla verði breytt og hljóði þannig:
Leikskólarýmum er úthlutað eftir aldri umsókna. Börn í elsta árgangi njóta forgangs.
Börn eldri en 18 mánaða sem eiga systkini á leikskólanum njóta forgangs umfram
önnur börn í sama árgangi.
Forseti ber tillögurnar upp til atkvæða.
Tillögurnar eru samþykktar með 6 atkvæðum, einn situr hjá.
Inga Sigrún ber fram eftirfarandi bókun fyrir hönd H –listans

2
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fór fram þann 19.desember.
Áætlunin barst aðal- og varamönnum í bæjarstjórn ekki með fundarboði auk þess sem
nauðsynleg fylgigögn skorti. Okkur gafst því ekki tími til að fara ítarlega yfir
áætlunina fyrir fyrri umræðu og munum við því gera grein fyrir þeim athugasemdum
og breytingatillögum sem við höfum fram að færa nú í seinni umræðu.
Í forsendum fjárhagsáætlunarinnar er reiknað með fjölgun um 100 íbúa í
sveitarfélaginu á árinu 2007. Á uppbyggingartímabili H listans á síðustu árum og
hinu vel heppnaða átaki Vogar færast í vöxt var unnið markvisst að því að laða að
íbúa á svæðið auk þess sem farið var í kostnaðarsamar aðgerðir við að byggja upp ný
hverfi og efla þjónustu.
Fyrir verk H listans er reiknað með að á árinu 2007 flytjist íbúar inn í 13-14 íbúðir í
Stórheimilinu við Akurgerði auk 6 parhúsa og má því reikna með að annar eins fjöldi
íbúða losni í bæjarfélaginu og yngra fólk flytji inn. Miðað við þessar forsendur má
reikna með fjölgun íbúa um 40-60 manns.
Í Dalahverfinu hafði fyrri meirihluti byggt upp hverfi sem ekki náðist að ljúka við á
árinu 2006. Í Dalahverfinu eru u.þ.b. 30 íbúðir enn í byggingu og má reikna með að
um 100 nýjir íbúar flytji inn í þær á árinu.
Okkar niðurstaða er því sú að þó einungis sé miðað við þá fólksfjölgun sem fyrri
meirihluti H listans lagði grunnin af er fjölgun íbúa vanáætluð í áætluninni. Ef
reiknað er með 150 íbúum í stað 100 má reikna með að við bætist útsvarstekjur upp á
tæpar 20 milljónir miðað við fyrri áætlun. Auk þessa teljum við að miðað við þessar
forsendur séu fasteignagjöld einnig nokkuð vanáætluð.
Vegna mikillar umræðu um skýrslu sem gerð var fyrir sveitarfélagið um stöðu þess
þegar E listinn tók við rekstri sveitarfélagsins viljum við að fram komi eftirfarandi
atriði.
Þegar bornar eru saman áætlaðar niðurstöðutölur ársins samkvæmt þeirri skýrslu
sem GT vann og sú fjárhagsáætlun sem unnin var af KPMG er staðfest það sem við
höfum haldið fram að forsendurnar sem forsvarsmönnum GT voru gefnar voru rangar
og áætlunargerðin því ranglega unnin. Þessu til stuðnings sjáum við að þrátt fyrir að
núverandi meirihlut hafi strax á seinni hluta ársins lagst í stóraukinn kostnað sýnir
niðurstaða KPMG nú umtalsvert betri niðurstöðu en skýrsla GT til kynna. Munur á
niðurstöðutölum ársins án fjármagnsliða var ofáætlaður um tæp 20% auk þess sem
eigið fé hefur verið verulega vanáætlað. Við horfum því fram á nokkuð góða afkomu
bæjarsjóðs þrátt fyrir að kostnaður E listans við fríar sundferðir og niðurfellingu
gjalda af skólamáltíðum sé inni í niðurstöðutölunni.
Við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar kom ráðgjafi frá KPMG á fund bæjarstjórnar til
að fara yfir fjárhagsáætlunina og meta stöðu sveitarfélagsins. Niðurstaða hans var
að Sveitarfélagið Vogar færi fjarri því að vera illa rekið sveitarfélag en lykilatriði í
áframhaldandi rekstri væri þó að ná inn fleiri íbúum, til að ná að standa undir þeirri
þjónustu sem hér er veitt.
Í máli ráðgjafans kom fram að niðurstaða ársins er í fullu samræmi við þá
uppbyggingu sem átt hefur sér stað í sveitarfélaginu og tímabundinn rekstrarhalla má

3
að fullu skýra með aukinni þjónustu við fleiri íbúa á meðan tekjurnar skila sér hægar
í kassann. Til upplýsingar má geta þess að eiginfjárhlutfall Sveitarfélagsins er nú
0,37 og til samanburðar má nefna að Akureyri er með eiginfjárhlutfallið 0,31 og
viðmiðun eftirlitsnefndar sveitarfélaga er 0,20.
Forsendur þess að hægt sé að snúa tapi í hagnað er aukin uppbygging og frekari
fjölgun íbúa. Áætlanir fyrri meirihluta gengu út á þá framtíðarsýn og er það óskandi
að núverandi meirihluti haldi áfram þeirri uppbygging af sama krafti og áður var
gert, því án þess þurfum við að horfa fram á stórfellda skerðingu á þjónustu og þá
væntanlega töluverða íbúafækkun í kjölfarið.
Birgir Örn leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd E- listans.
Ekki var gerð athugasemd við fundarboðun eða fundargögn á fundinum 19. desember
síðastliðinn. Mjög ítarlega var farið yfir áætlunina á fundinum, auk þess sem farið
var yfir áætlunina á þremur bæjarráðsfundum. Vísa ég því athugasemdunum á bug.
Inga Sigrún leggur eftirfarandi tillögu fram til atkvæða
Þegar fasteignamat hækkaði á síðasta ári lækkaði H listinn álagsprósentu úr 0,37 í
0,30 til að koma til móts við íbúa. Þar sem fasteignamat hefur nú enn hækkað
umfram landsmeðaltal viljum við að haldið sé áfram að koma til móts við íbúa
sveitarfélagsins. Í ljósi tillagna meirihlutans um auknar álögur á eldri borgara og
öryrkja viljum við leggja til að þær viðmiðunartekjur eldri borgara og öryrkja sem
ákvarða greiðslu þeirra á fasteignagjöldum verði hækkaðar þannig að fasteignagjöld
þessa hóps verði sama upphæð og greidd var árið 2006.
Auk þess leggjum við til að fallið verði frá hækkun á matarbökkum og félagslegri
heimaþjónustu.
Birgir Örn leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd E- listans.
Fyrsta fjárhagsáætlun kjörtímabilsins er faglega unnin og hefur fengið ítarlega
umfjöllun. Áætlunin hefur verið til umfjöllunar á þremur bæjarráðsfundum, þar sem
m.a. hefur verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að farið var yfir áætlunina með
forstöðumönnum stofnana sveitarfélagsins. Auk þess hefur fræðslunefnd farið yfir
áætlunina, án athugasemda.
Forseti ber fram tillögu um 10 mínútna fundarhlé kl. 18.42.
Fundur hefst aftur kl. 18.58
Birgir Örn leggur fram breytingartillögu við tillögu H- listans.
Fallið verði frá áætluðum hækkunum á þjónustugjöldum vegna matarbakka og
heimilisþjónustu.
Auk þess að viðmiðunartekjur vegna afsláttar eldri borgara og öryrkja verði
hækkaðar milli áranna 2006 og 2007 um 15% í stað 10% eins og áætlað var.
Samþykkt samhljóða.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd H- lista.
Við viljum lýsa ánægju okkar með að meirihlutinn hafi samþykkt tillögu minnihlutans
um hækkun á þeim viðmiðunartekjum sem ákvarða fasteignagjöld til eldri borgara og

4
öryrkja. Einnig fögnum við því að fallið verði frá hækkun gjaldskrá matarbakka og
félagslegrar þjónustu.
Forseti ber upp tillögu um að fjárhagsáætlun ársins 2007, ásamt gjaldskrá verði
samþykkt.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Birgir Örn Ólafsson, Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson,
Hörður Harðarson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Inga Rut Hlöðversdóttir og Róbert
Ragnarsson.
3. Þriggja ára áætlun 2008-2010. Fyrri umræða.
Bæjarstjóri fór yfir tillögu að þriggja ára áætlun áranna 2008- 2010.
Forseti ber upp tillögu um að áætluninni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn og
umfjöllunar í bæjarráði.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku : Róbert Ragnarsson, Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson og
Birgir Örn Ólafsson.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.42

Getum við bætt efni síðunnar?