Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

19. fundur 06. mars 2007 kl. 18:00 - 18:18 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 6. mars 2007, kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Inga Rut Hlöðversdóttir, Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson,
Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson, Íris Bettý
Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
Inga Rut Hlöðversdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, stýrir fundi í fjarveru Birgirs Arnar
Ólafssonar, forseta bæjarstjórnar.
Forseti leitar afbrigða til að taka á dagskrá málefni samstarfshóps um
menningarsamnings á Suðurnesjum.
Samþykkt samhljóða að taka málið upp undir lið 6.
1. Fundargerð 16. fundar bæjarráðs 13. febrúar 2007.
Varðandi 9. lið. Meirihluti E- listans fagnar því að hafa fengið rúmar 30 milljónir úr
framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar þjónustumiðstöðvar við Stórheimilið.
Varðandi 10. lið. Bæjarstjórn vill taka undir áhyggjur skýrsluhöfunda af minnkandi
samveru barna og foreldra, og vill hvetja foreldra til að verja meiri tíma með börnum
sínum.
Varðandi 11. Bæjarstjórn telur mikilvægt að efla samstarf þeirra aðila sem að
forvarnarmálum koma á Suðurnesjum. Aukið samstarf sveitarfélaganna á
Suðurnesjum er nauðsynlegt ef við eigum að geta samræmt og komið á framfæri
okkar sjónarmiðum og þeim gildum sem við viljum standa fyrir í forvarnarmálum.
Það er mikilvægt að við getum komið að uppbyggingu forvarna til jafns við önnur
sveitarfélög á svæðinu.
Það er alveg ljóst að forvarnir þurfa mun meiri stuðning á landsvísu en nú er raunin og
með auknu samstarfi sveitarfélaganna eigum við þess kost að vinna mun markvissara
að þessum málum og jafnframt er líklegt að við getum haft veruleg áhrif á umræðu og
aðgerðir ef sterk samstaða næst um þessi mál innan svæðisins.
Til máls tóku Anný Helena og Hörður.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 17. fundar bæjarráðs 27. febrúar 2007

2

Bæjarstjóri svarar fyrirspurn Ingu Sigrúnar.
Varðandi 15. lið fundargerðarinnar. Meirihluti E- listans vill fagna því hve vel
borgarafundur um málefni eldri borgara var sóttur og umræður málefnalegar.
Til máls tóku Inga Sigrún, Inga Rut og Róbert.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð skipulags- og bygginganefndar 26. febrúar 2007.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
4. Viljayfirlýsing um þátttöku í jarðgerð á lífrænum úrgangi á
Suðurnesjum.
Forseti ber upp eftirfarandi tillögu.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að sá kostnaður sem hlýst af verkefni þessu er ekki á
ábyrgð sveitarfélagsins.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Til máls tóku Sigurður og Inga Rut.
5. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Breyting á fulltrúa.
Forseti ber fram tillögu um breytingu á fulltrúa E- listans. Birgir Örn Ólafsson verður
aðalmaður í stað Róberts Ragnarssonar og Inga Rut Hlöðversdóttir verður varamaður.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Til máls tóku Inga Sigrún og Róbert.
6. Samstarfshópur um menningarsamning.
Forseti ber upp tillögu um þrjá fulltrúa í samstarfshóp um menningarsamning á
Suðurnesjum.
Róbert Ragnarsson, Kirkjugerði 15
Inga Rut Hlöðversdóttir, Fagradal 9
Sigurður Rúnar Símonarson, Marargata 2
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar svara fyrirspurnum.
Til máls tóku Inga Sigrún, Inga Rut og Róbert
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.18

Getum við bætt efni síðunnar?