Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

20. fundur 02. apríl 2007 kl. 18:00 - 18:35 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn mánudaginn 2. apríl 2007, kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Bergur
Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir.
Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
1. Fundargerð 18. fundar bæjarráðs 13. mars 2007.
Forseti leggur til að afgreiðslu á tillögum bæjarráðs í 13. og 14. lið verði frestað.
Samþykkt samhljóða.
Varðandi 21. lið vill bæjarstjórn færa Snæbirni Reynissyni skólastjóra þakkir fyrir
störf hans í Stóru- Vogaskóla og samstarf við bæjarstjórn og hreppsnefnd á liðnum
ellefu árum.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku Birgir Örn, Róbert og Inga Sigrún.
2. Fundargerð 19. fundar bæjarráðs 27. mars 2007.
Varðandi 3. lið um ársreikning og ársskýrslu UMFÞ leggur Hörður til að bæjarstjórn
fagni vel unni og greinargóðri skýrslu. Bæjarstjórn fagnar ennfremur
Íslandsmeistartitli körfuknattleiksdeildar UMFÞ og óskar þeim velfarnaðar í 1. deild
að ári.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku Birgir Örn, Róbert, Inga Sigrún og Hörður.
3. Fundargerð skipulags- og bygginganefndar 26. mars 2007.
Forseti leggur til að 1. mál undir 9. lið önnur mál verði sent skipulags- og
byggingarnefnd til frekari vinnslu.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sigurður tók ekki þátt í afgreiðslu tillögunnar.
Fundargerðin er að öðru leyti samþykkt samhljóða.

2
4. Breyting á fulltrúum í nefndum Sveitarfélagsins Voga, með vísan til 18.
fundar bæjarráðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd
Guðrún Kristjánsdóttir hefur beðist undan því að starfa í íþrótta- og tómstundanefnd
vegna anna. Í hennar stað tilnefnir E- listinn Berg Álfþórsson, Kirkjugerði 10 sem
formann íþrótta- og tómstundanefndar.
Umhverfisnefnd
Snæbjörn Reynisson hefur beðist undan því að starfa í umhverfisnefnd vegna
brottflutnings úr sveitarfélaginu. Í hans stað tilnefnir H-listinn Eric Ruben dos Santos,
Aragerði 12 sem aðalmann og Olgu Björk Friðriksdóttur, Brekkugötu 3 til vara.
Barnaverndarnefnd
Linda Sjöfn Sigurðardóttir hefur beðist undan því að starfa í barnaverndarnefnd. Í
hennar stað tilnefnir H- listinn Jóhönnu Láru Guðjónsdóttur, Fagradal 1 sem
aðalmann og Rannveigu Sveinsdóttur, Iðndal 23 a til vara.
Breytingarnar samþykktar samhljóða.
5. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2006. Fyrri umræða.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir helstu niðurstöðum og svarar fyrirspurnum.
Bæjarstjórn vísar ársreikningnum til seinni umræðu bæjarstjórnar.
Til máls tóku Róbert og Inga Sigrún.
6. Samstarfsamningur um bókasöfn.
Bæjarstjórn fagnar fyrirliggjandi samstarfssamningi bókasafna á Suðurnesjum og
bindur miklar vonir við samstarfið og vonast til þess að það verði til þess að efla
Lestrarfélagið Baldur enn frekar.
Bæjarstjórn felur bókasafnsverði að undirrita samninginn.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.35.

Getum við bætt efni síðunnar?