Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

21. fundur 02. maí 2007 kl. 18:00 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 2. maí 2007, kl. 18 í Tjarnarsal.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Rut
Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Sigríður Ragna Birgisdóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir.
Róbert Ragnarsson ritar fundargerð.
Gestur fundarins er Oddur Gunnar Jónsson, ráðgjafi hjá KPMG endurskoðun.
1. Fundargerð 20. fundar bæjarráðs 13. apríl 2007.
Varðandi 5. lið fundargerðarinnar. Inga Sigrún tekur undir tillögur umhverfisnefndar og vill
hvetja bæjarbúa til að taka til á lóðum sínum.
Inga Rut vekur athygli á að á gámasvæði Kölku við Vogahöfn sé að finna gám fyrir hluti sem
hægt er að koma á nýjan Nytjamarkað Rauðakrossins í Reykjanesbæ.
Varðandi 2. lið fundargerðarinnar vill Inga Sigrún hvetja íþróttamiðstöðina og
tómstundafulltrúa til að vinna eineltisáætlun.
Forseti og bæjarstjóri svara spurningum bæjarfulltrúa. Forseti tekur undir tillögur Ingu
Sigrúnar.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku Inga Sigrún, Íris Bettý, Sigríður Ragna, Róbert, Inga Rut og Birgir Örn.
2. Fundargerð 21. fundar bæjarráðs 24. apríl 2007.
Íris Bettý fagnar því að bæjarráð hafi samþykkt að veita fjármunum til verkefnisins Flott án
fíknar.
Íris Bettý fagnar samsstarfssamning sveitarfélaganna og ríkisins um menningarmál.
Inga Rut tekur undir með Írisi Bettý og fagnar samstarfinu og bindur miklar vonir við að það
skili árangri á svæðinu. Gerir ennfremur grein fyrir því að við vinnu samstarfsnefndar um
menningarsamninginn hafi komið fram vöntun á héraðsskjalasafni á Suðurnesjum, en nú
þegar er hafin vinna við að koma á fót Héraðsskjalasafni á Suðurnesjum sem verði staðsett í
Vogum og mun sú vinna halda áfram.
Inga Sigrún vill fagna því hve stórt skref er stigið í sjóvörnum í sveitarfélaginu á þessu ári.
Bæjarstjóri leggur fram tillögu um að bæjarstjórn samþykki tillögu bæjarráðs þess efnis að
Sveinn Alfreðsson verði ráðinn skólastjóri Stóru- Vogaskóla. Bæjarstjóra falið að gera við
hann ráðningarsamning.

2

Tillagan er samþykkt samhljóða. Inga Sigrún vék við afgreiðslu tillögunnar.
Bæjarstjórn býður Svein Alfreðsson velkominn til starfa sem skólastjóri- Stóru- Vogaskóla og
væntir góðs samstarfs við hann.
Bæjarstjórn fagnar því hve margir frambærilegir einstaklingar sóttu um starf skólastjóra
Stóru-Vogaskóla og vill þakka umsækjendum fyrir sýndan áhuga.
Hörður vill þakka Snæbirni Reynissyni fyrir samstarfið síðastliðin 11 ár og óskar honum
velfarnaðar í framtíðinni.
Bæjarstjórn tekur undir orð Harðar.
Sigríður fagnar viðleitni meirihlutans til að þrýsta á fræðsluskrifstofu til að tryggja góðan og
skilvirkan afgreiðsluhraða mála hjá fræðsluskrifstofu.
Bæjarstjóri svarar fyrirspurnum bæjarfulltrúa.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku Inga Sigrún, Íris Bettý, Sigríður Ragna, Róbert og Birgir Örn.
3. Samstarfssamningur sveitarfélaga á Suðurnesjum um menningarmál og
samstarfssamningur sveitarfélaganna á Suðurnesjum við ríkið.
Bæjarstjóri gerir grein fyrir samningunum og vinnu við hann. Bæjarstjóri bindur miklar vonir
við samstarfið og telur það geta eflt menningarmál á svæðinu enn frekar.
Inga Rut lýsir yfir ánægju sinni með samninginn, en lýsir jafnframt óánægju sinni með að
ekki hafi komið meira fjármagn til verkefnisins frá ríkinu.
Inga Sigrún tekur undir með Ingu Rut.
Forseti ber Samstarfssamning sveitarfélaga á Suðurnesjum um menningarmál upp til
samþykktar.
Samþykktur samhljóða
Forseti ber samstarfssamning sveitarfélaganna á Suðurnesjum við ríkið upp til samþykktar.
Samþykktur samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Róbert og Birgir.
4. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga 2006. Seinni umræða.
Oddur Gunnar Jónsson, ráðgjafi KPMG endurskoðunar fer yfir framsetningu ársreikningins
og helstu atriði.
Bæjarstjóri fer yfir helstu niðurstöður og leggur áherslu á að trygg fjármálastjórn er
grundvöllur þess að hægt er að ná tökum á rekstri sveitarfélagsins.
Helstu niðurstöður samstöðureiknings eru eftirfarandi.
Rekstrar-
niðurstaða
Tekjur 465.193.000
Gjöld 504.060.356
Rekstrarniðurstaða f/fjármagnsliði (38.867.356 )

3


Fjármagnsliðir (43.019.616 )

Rekstrarniðurstaða (81.886.972 )

Eignir 788.340.293

Skuldir 593.364.585
Skuldbindingar vegna
fasteignaleigusamninga

880.721.000
Skuldir og skuldbindingar alls 1.474.085.585

Veltufé frá (til rekstrar) (20.064.294 )
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Rekstrartekjur
Í rekstrarreikningi fyrir 2006 kemur fram að í áætlun þeirri sem fyrrverandi meirihluti gerði
voru tekjur sveitarfélagsins vanáætlaðar sem nemur 20. milj. Sýnir þetta að okkar mati að
síður en svo hefur vakað fyrir fyrri meirihluta H listans að fegra stöðu sveitarfélagsins til þess
að leyna þáverandi minnihluta og bæjarbúa hver raunveruleg staða bæjarfélagsins var, eins og
núverandi meirihluti benti á í umræðu um stöðu sveitarfélagsins. Þessi niðurstaða sýnir svo
ekki verður um villst að H listinn hefur lagt sig fram um að vera raunhæfur í áætlunum sínum
án þess að láta verk sín ráðast af pólitískum sýndarveruleika.
Laun og launatengd gjöld
Í skýrslu GT sem unnin var í sumar kom fram að launakostnaður hafi farið 24% fram úr
áætlunum og mikið var gert úr því í umræðunni eftir gerð skýrslunnar. Í niðurstöðu
rekstrarreiknings fyrir árið 2006 kemur þvert á móti í ljós að aukning launakostnaðar er 3,5%,
þrátt fyrir að ný störf hafi bæst við eftir að núverandi meirihluti tók við. Þessi munur sýnir
það sem við í H listanum höfum haldið fram að afar varasamt er að bera saman ársáætlanir og
einstaka hluta þess.
Birgir Örn leggur fram eftirfarandi bókun.
Nú liggur ársreikningur ársins 2006 fyrir og niðurstaðan ekki glæsileg. Við því var að búast,
en niðurstaðan er sambærileg því sem greinargerð Grant Thornton um fjárhagsstöðu
sveitarfélagsins gaf til kynna síðastliðið sumar. Ljóst er að verkefni næstu ára er að ná tökum
á rekstri sveitarfélagsins.
Rekstrarniðurstaða samantekins árshlutareiknings sýnir halla upp á 81,9 m.kr.
Veltufé frá rekstri var neikvætt um 20 m.kr.
Heildarskuldir og skuldbindingar nema 593 m.kr. samanborið við 514 m.kr. í árslok 2005.
Heildarskuldir hafa því hækkað um 79 m.kr.
Reiknað núvirði lágmarks leigugreiðslna vegna leigusasamninga nam um 880 m.kr. í árslok.
Á þessu ári bætast síðan við skuldbindingar vegna viðbyggingar við íþróttahúsið og mun
skuldbindingin því verða rúmlega 1 milljarður og 60 milljónir króna.
Heildarskuldir ásamt núvirtum leigusamningum námu samtals 1.473 m.kr. eða um 1.330 þús.
kr. á hvern íbúa miðað við íbúafjölda í árslok 2006.
Grant Thornton vakti í sinni greinargerð athygli á nokkrum atriðum sem þyrfti að taka til
sérstakrar skoðunar, þar á meðal að engin varúðarniðurfærsla var færð til lækkunar á

Getum við bætt efni síðunnar?