Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

24. fundur 04. september 2007 kl. 18:00 - 19:10 Tjarnarsal

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 4. september 2007, kl. 18 í
Tjarnarsal.
Mættir: Anný Helena Bjarnadóttir, Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir,
Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson og Íris Bettý
Alfreðsdóttir. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
Anný Helena Bjarnadóttir, 1. varaforseti stjórnar fundi.
1. Fundargerð 19. fundar Skipulags- og bygginganefndar dags. 27. ágúst
2007.
Forseti ber upp eftirfarandi tillögu varðandi afgreiðslu fundargerðar Skipulags- og
bygginganefndar.
 Bæjarstjórn vísi afgreiðslu 1. máls aftur til nefndarinnar, þar sem fjarstaddur
fulltrúi var kjörinn í embætti.
 Bæjarstjórn hafni afgreiðslu 7. máls þar sem óljóst sé hvort málið þurfi afgreiðslu
skipulagsyfirvalda.
 Varðandi 9. mál árétti bæjarstjórn að byggingarleyfið varðar dælustöð og
borholuhús nýrrar vatnsveitu sunnan byggðarinnar í grennd við Vogavík.
 Bæjarstjórn vísi 16. og 22. máli til frekari vinnslu í bæjarráði.
 Bæjarstjórn fresti afgreiðslu 19. máls þar til skipulag svæðisins verður staðfest.
 Bæjarstjórn hafni erindi sem liggur fyrir í 21. máli með vísan til deiliskipulags
svæðisins.
 Bæjarstjórn árétti við skipulags- og bygginganefnd að vanda til verka við
skráningu fundargerða.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða að öðru leyti.
2. Ávöxtun fjármuna vegna sölu á hlut Sveitarfélagsins Voga í Hitaveitu
Suðurnesja.
Bæjarstjóri fór yfir ávöxtun sjóðsins síðustu misseri og leggur fram minnisblað frá
KPMG ráðgjöf varðandi uppgreiðsla langtímalána í kjölfar sölu á eignarhlut í
Hitaveitu Suðurnesja.

2
Forseti leggur fram tillögu um að raunvextir sjóðsins á þessu ári og því næsta verði
nýttir til uppgreiðslu þeirra lána sem tilgreind eru í minnisblaðinu, þ.e. að höfuðstóll
sjóðsins standi eftir óhreyfður.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Miklar umræður um ávöxtun sjóðsins og framtíðarnýtingu.
Til máls tóku: Anný Helena, Róbert, Sigurður, Hörður og Inga Sigrún.
3. Tillaga um breytingu á rekstrarformi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fyrir fundinum liggja minnisblöð frá stjórn Sorpeyðingarstöðvarinnar.
Mikil umræða um efni minnisblaðanna.
Inga Rut lýsir vonbrigðum sínum með að minnihlutinn hafi ekki átt fulltrúa á
aðalfundi Sorpeyðingarstöðvarinnar, þar sem mikil umræða fór fram um málið.
Inga Sigrún vill taka fram að ef mæting bæjarfulltrúa á aðalfundi félaga sé forsenda
þess að þeir hafi heimild til að tjá sig um mál á bæjarstjórnarfundi, þá ætti það að
koma fram í fundarboði.
Inga Sigrún leggur til að fulltrúar sveitarfélagsins leggi áherslu á að gámaplanið í
Vogum verði áfram starfandi og gjald fyrir þjónustuna muni ekki hækka.
Forseti ber upp eftirfarandi tillögu.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir að hefja viðræður við aðra eigendur
Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja um breytingar á rekstrarformi félagsins í hlutafélag
og styður að farin verði leið B í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað frá stjórn
stöðvarinnar.
Bæjarstjórn telur að breyting á rekstarformi Sorpeyðingarstöðvarinnar geti skapað
ákveðin sóknarfæri, en sú aðgerð dugi ekki ein og sér til að leysa rekstrarvanda
félagsins. Til þess þurfa að koma til fleiri aðgerðir, svo sem að eigendur leggi henni til
meira fjármagn.
Bæjarstjórn telur rétt að í samþykktum hins nýja hlutafélags, verði það stofnað, skuli
vera ákvæði um forkaupsrétt stofneiganda að fölum hlutum í félaginu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Anný Helena, Hörður, Inga Sigrún, Sigurður, Inga Rut Róbert og
Bergur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.10.

Getum við bætt efni síðunnar?