Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

27. fundur 06. desember 2007 kl. 18:00 - 20:00 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 6. desember 2007, kl. 18.00 að
Hafnargötu 17- 19.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Anný
Helena Bjarnadóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Sigríður Ragna Birgisdóttir. Jón Elíasson
kom á fundinn kl. 18.25.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
1. Fundargerð 23. fundar Skipulags- og bygginganefndar.
Fundargerðin er lögð fram til samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Enginn tók til máls.
2. Fundargerðir 33. og 34. fundar bæjarráðs.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun varðandi 15. mál í 33. fundargerð.
Á fundinum greiddi fulltrúi H-lista atkvæði geng því að Eignarhaldsfélagið Fasteign
yrði skráð á hlutabréfamarkað.
Að okkar mati eru engin sannfærandi rök fyrir skráningu fyrirtækisins. Þau rök sem
okkur voru kynnt byggja fyrst og fremst á líkum og forsendum sem leiddar eru af
aðgerðum annarra hluthafa. Ennfremur teljum við að málið sé ekki það langt á veg
komið að tímabært sé að taka ákvörðun sem þessa, ekki hefur farið fram næg útfærsla
á hugmyndinni og því ekki að fullu ljóst hvaða kostir fylgja skráningunni.
Það er skylda okkar sem kjörinna fulltrúa að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og því
teljum við að sú áhætta og óvissa sem skráningunni fylgir sé ekki réttlætanleg. Að
leggja í áhættu með fasteignir sem sveitarfélagið leigir til að halda úti lögbundinni
þjónustu er að okkar mati ekki viðeigandi.
Hörður svarar því til að málið sé mjög vel undirbúið og mikið magn upplýsinga sem
hefur verið kynnt fyrir bæjarfulltrúum, bæði greinargerðir fjármálaráðgjafa og
lögfræðiálit.
Með vísan til 15. máls í fundargerð 33. fundar ber forseti bæjarstjórnar upp tillögu um
að tillaga stjórnar EFF um að skrá félagið á hlutabréfamarkað verði samþykkt.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn tveimur.

2

Bæjarstjórn samþykkir að bæjarstjóri fari með atkvæði sveitarfélagsins á
hluthafafundi EFF.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða að öðru leyti.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Róbert og Birgir.
Jón Elíasson kemur á fundinn kl. 18.25
3. Fjárhagsáætlanir sameiginlega rekinna stofnanna fyrir árið 2008.
Tillaga að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofnanna lögð fram. Bæjarstjóri
fer yfir helstu atriði.
Framlag Sveitarfélagsins Voga til sameiginlega rekinna stofnanna á vegum SSS er
samtals kr. 49.104.000 að meðtöldu framlagi til eiginfjáraukningar Kölku að fjárhæð
11.700.000 kr.
Fjárhagsáætlanirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku:Róbert, Inga Rut, Inga Sigrún og Birgir Örn.
4. Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008. Fyrri umræða.
Fjárhagsáætlun ársins 2008 ásamt gjaldskrá ársins er lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarstjóri fer yfir forsendur og tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir
árið 2007.
Helstu atriði eru eftirfarandi.
Tekjur: 555.425
Gjöld: 589.216
Niðurstaða án fjármagnsliða -33.791
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 91.891
Rekstrarniðurstaða jákvæð 58.100
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 250 milljónir sem skiptast eftirfarandi:
 Gangstéttar og stígar: 10 milljónir
 Útivistar- og leiksvæði: 6 milljónir.
 Gatnagerð: 118,5 milljónir
 Veitur: 112 milljónir
 Búnaðarkaup: 5 milljónir
Tekjur vegna gatnagerðargjalda eru áætlaðar 91 milljónir árið 2008.
Gert er ráð fyrir framlagi frá Framfarasjóði til rekstursins að fjárhæð 80 milljónir.
Veltufé frá rekstri er áætlað rúmar 86 milljónir, eða um 15,6% af tekjum.
Gert er ráð fyrir nýrri lántöku að fjárhæð 130 milljónir vegna fjárfestinga í gatnagerð.
Afborganir lána eru áætlaðar um 55 milljónir.

3

Gjaldskrár
Lagt er til að gjaldskrá vegna þjónustu hækki almennt um 5% í samræmi við
verðlagsbreytingar.
Sorphirðu- og sorpeyðingargjöld hækki um 9% vegna hækkandi rekstrarkostnaðar Kölku og
verðlagshækkana sorphirðu. Hækkunin er samræmd yfir þau sveitarfélög sem standa að
Kölku.
Gjaldskrá á tómstundasviði hækki um 25- 35%, m.a. vegna bættrar þjónustu í nýju húsnæði.
Gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld verði óbreytt, en þeim var breytt í október síðastliðnum.
Niðurgreiðslur til dagmæðra hækki um 20%, en um síðustu áramót hækkuðu þær um 100%.
Leikskólagjald verði óbreytt annað árið í röð.
Meirihlutinn leggur til að útsvarsprósenta verði óbreytt, eða 13,03%. Hinsvegar lækki
álagningarhlutfall fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði úr 0,3% í 0,28% af fasteignamati og
atvinnuhúsnæði úr 1,5% í 1,4%.
Meirihlutinn leggur jafnframt til að viðmiðunartekjur vegna afsláttar af fasteignagjöldum í
samræmi við Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega
hækki um 15%. Áfram verði veittur 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignasköttum sé greitt
fyrir 20. febrúar.
Forseti fer yfir stefnu meirihlutans eins og hún kemur fram í fjárhagsáætluninni. Gert
er ráð fyrir miklum framkvæmdum á næsta ári, og áframhaldandi uppbyggingu
þjónustu fyrir íbúa. Batnandi fjárhagsstaða sveitarfélagsins skapar forsendur til
fjárfestinga í bættri þjónustu.
Minnihlutinn vekur athygli á því að vinna við Staðardagskrá 21 hófst í tíð fyrri
meirihluta.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi breytingatillögur :
 Að hækkanir á gjaldskrá verði ekki umfram verðlag, sérstaklega hvað varðar
matarbakka og félagslega heimaþjónustu.
 Að fjárhagslegt svigrúm verði nýtt til að lækka fasteignaskatta mest á
tekjulægstu hópana í sveitarfélaginu.
 Að tekið verði upp hóflegt gjald fyrir mat nemenda í grunnskólanum, en
leggja til að leitað verði leiða til að veita tekjulægstu hópunum fríar máltíðir.
Fyrir þá fjármuni sem sparast verði leitast við að lækka leikskólagjöld á
Suðurvöllum og matarkostnað barna þar því foreldrar í Vogum hæsta gjald á
Suðurnesjum fyrir leikskóladvöl sinna.
 Að framlag úr Framfarasjóði verði ekki sett inn í rekstur sveitarfélagsins,
heldur varið til sérstakra verkefna.
 Að flýtt verði framkvæmdum við lýsingu á göngustígum, því eins og stendur
er stór hluti göngustíganna ónothæfur í skammdeginu.
 Að gert verið ráð fyrir að ráðinn verði forstöðumaður Stórheimilis, með
áherslu á uppbyggingu öflugs og frjós innra starfs sem er mikilvægt til þess að
eldri borgarar fái sem best notið þeirrar þjónustu sem þar stendur til boða.
Forseti leggur til að fjárhagsáætlun og gjaldskrá sé vísað til seinni umræðu
bæjarstjórnar, og breytingatillögum til umræðu í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Róbert, Inga Sigrún, Birgir Örn, Hörður og Sigríður Ragna

4
5. Þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2009- 2011. Fyrri
umræða.
Þriggja ára áætlun er lögð fram til fyrri umræðu.
Bæjarstjóri fer yfir forsendur og tillögu að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Voga
fyrir árin 2009-2011.
Forseti leggur til að Þriggja ára rammaáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin 2009-
2011 verði vísað til seinni umræðu bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Róbert, Sigríður Ragna og Inga Sigrún
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20.00.

Getum við bætt efni síðunnar?