Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

30. fundur 04. mars 2008 kl. 18:00 - 19:20 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 4. mars 2008, kl. 18.00 að
Hafnargötu 17- 19.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Bergur
Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigríður Ragna
Birgisdóttir.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 38., 39., og 40. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Með vísan til 8. liðar 38. fundargerðar óskar Inga Sigrún Atladóttir að eftirfarandi
verði bókað.
Þegar þeir flokkar sem skipa bæjarstjórn Sveitarfélasins Voga ákváðu í sameiningu að
selja hluta Bæjarfélagsins í Hitaveitu Suðurnesja var rætt um að sá sjóður sem
andvirði sölunnar myndaði yrði til framtíðar varasjóður Sveitafélagsins líkt og bréfin í
Hitaveitunni voru áður. Þegar þessi ákvörðunin var tekin var rætt um tryggja að
höfuðstóll sjóðsins yrði ekki skertur nema þrír fjórðu hlutar bæjarstjórnar gæfu
samþykki sitt, auk þess var rætt um að slíkt þyrfti tvær umræður í bæjarstjórn, fyrir og
eftir kosningar þannig að ráðstöfun fjársins yrði hluti af kosningaumræðu þeirra
flokka sem með þessa fjármuni færu.
Með þeirri samþykkt sem nú liggur fyrir gengur meirihlutinn gegn því sem rætt var
um í aðdraganda sölunnar, þannig teljum við að gengið sé gegn því sem við töldum
vera heiðursmannasamkomulag milli listanna tveggja og lítum við slíkt alvarlegum
augum. Þessar athugasemdir hafa áður verið bornar undir meirihlutann án þess að
tekið væri tillit til þeirra og því viljum við bóka þessa afstöðu okkar við þetta tilefni.
Bæjarstjóri svarar því til að við vinnslu reglna um Framfarasjóðinn hafi verið leitað til
sérfræðinga KPMG ráðgjafar, þar á meðal lögfræðings sem hefur víðtæka reynslu af
sveitarstjórnarmálum. Álit lögfræðingsins er að samþykktin geti stangast á við ákvæði
sveitarstjórnarlaga um sjálfsforræði sveitarstjórnar ef ákvörðun um ráðstöfun
fjármuna af höfuðstól sjóðsins krefst aukins meirihluta og að kosningar þurfi á milli
umræðna.

2
Bæjarstjóri bendir á að ákvörðun um að ganga á höfuðstól sjóðsins krefst tveggja
umræðna í bæjarstjórn í tengslum við fjárhagsáætlanagerð. Afla skal álits óháðra
sérfræðinga á nauðsyn ráðstöfunarinnar til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins og skal
það álit kynnt bæjarfulltrúum áður en síðari umræða um tillöguna fer fram. Ferlið sé
því mjög gagnsætt og lýðræðislegt.
Minnihlutinn fagnar því að kynna þurfi ákvörðun um að ganga á höfuðstól fyrir
íbúum.
Forseti vísar reglum um Framfarasjóð Sveitarfélagsins Voga til síðari umræðu
bæjarstjórnar.
Með vísan til 9. liðar 38. fundargerðar leggur forseti til að Innkaupareglur fyrir
Sveitarfélagið Voga verði samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
Með vísan til 15. liðar lýsir Sigríður Ragna því að með því að styrkja Kvennakórinn
hefði bæjarstjórn sýnt jákvætt viðhorf sitt til starfseminnar.
Inga Sigrún og Sigríður Ragna lýsa yfir vanhæfi sínu til afgreiðslu 39. fundargerðar
bæjarráðs og víkja af fundi.
Íris Bettý leggur fram eftirfarandi bókun með vísan til 39. fundargerðar.
Í tillögunni leggur meirihluti bæjarráðs áherslu á að þá staðreynd að umboð
sveitarfélagsins til kjarasamningsgerðar sé hjá Launanefnd sveitarfélaga, en leggur
síðar í sömu bókun áherslu á að í kjarasamningum sem gerðir verða á árinu 2008
verði gert ráð fyrir þeim möguleika að greiða megi starfsmönnum launaviðbætur
vegna tímabundinna aðstæðna sem upp kunna að koma í einstökum sveitarfélögum.
Íris Bettý spyr formann bæjarráðs hvernig meirihluti bæjarráðs hyggist beita sér í því.
Formaður bæjarráðs svarar því til að bæjarráð muni koma sínum sjónarmiðum á
framfæri.
Íris Bettý samþykkir tillögu um sértækar aðgerðir í starfsmannamálum sem lögð var
fram á 39. fundi bæjarráðs og gerir grein fyrir afstöðu sinni.
Í stað þess að byggja umbunagreiðslur á viðmiðum um menntun og launaflokk hefði
ég kosið að þeirri upphæð sem ætlað er til greiðslanna yrði skipt milli starfsmanna
bæjarins eftir starfshlutfalli, án tillits til ofangreindra viðmiða, enda megi færa rök
fyrir því að aukið álag bitni jafnt á starfsfólki óháð því hver menntun þeirra er.
Með vísan til 39. fundargerðar leggur forseti fram eftirfarandi bókun.
Með þeirri ákvörðun sem tekin var á 39. bæjarráðsfundi hefur meirihluti E- listans
bætt kjör starfsmanna sveitarfélagsins með afgerandi hætti og í raun betur en í öðrum
sveitarfélögum sem hafa beitt sambærilegum aðgerðum. Tillagan tekur mið af þeim
markmiðum bæjarstjórnar að umbuna því góða starfsfólki sem vinnur hjá
sveitarfélaginu, draga úr starfsmannaveltu og koma í veg fyrir að aðgerðirnar hafi
áhrif á kjarasamningsviðræður.

3
Tillagan er unnin í framhaldi af vinnu í stýrihóp um starfsmannastefnu
sveitarfélagsins, en minnihlutinn hafnaði aðkomu að þessu mikilvæga verkefni í
starfsmannamálum sveitarfélagsins. Auk kjarabótanna er með tillögunni komið á
heilsuræktarstyrkjum til starfsmanna. Stuðningurinn er liður í stefnu meirihluta
bæjarstjórnar um heilsueflingu meðal starfsmanna.
Meirihlutinn vonast til þess að þessi breyting efli enn frekar starfsanda á stofnunum
sveitarfélagsins.
Inga Sigrún og Sigríður Ragna koma aftur til fundar.
Með vísan til 1. liðar 40. fundargerðar spyr Inga Rut minnihlutann eftirfarandi
spurningar með vísan til spurninga minnihlutans á 23. fundar fræðslunefndar.
Telur minnihlutinn að kennarar þurfi sérstakrar aðstoðar við, umfram aðra starfsmenn
sveitarfélagsins? Stefna meirihlutans er að vinna að starfsmannamálum
sveitarfélagsins í heild sinni með jafnræði að leiðarljósi.
Með vísan til 10. liðar 40. fundargerðar vill Inga Sigrún bóka eftirfarandi.
Vegna óskar formanns bæjarráðs á síðasta bæjarráðsfundi um að ég gerði grein fyrir
þeim verklagsreglum sem ég óska eftir að giltu í samskiptum minni og meirihluta og í
samskiptum við bæjarstjóra vil ég bóka eftirfarandi:
Ég tel að sú ákvörðun bæjarstjóra að óska eftir samstarfi við Sandgerðisbæ og
Sveitarfélagið Garð í skipulags og byggingarmálum án umræðu í bæjarráði eða
bæjarsstjórn sýni vinnubrögð sem ég vil harðlega gagnrýna. Ég vil því ítreka að
bæjarstjóri er framkvæmdarstjóri bæjarstjórnar og þrátt fyrir að hann fari með
daglegan rekstur bæjarins tel ég að sú breyting á stjórnsýslunni sem nú er rætt um sé
ekki í valdi bæjarstjóra. Mín ósk er sú að í framtíðinni fari fram umræða um öll mál
sem ekki falla beinlínis undir daglegan rekstur sveitarfélagsins auk þess sem ég óska
eftir að minnihlutinn verði látinn njóta vafans ef mörkin eru óljós.
Hörður svarar því til að orð séu til alls fyrst. Að hans mati hafi bæjarstjóri fullt umboð
til að óska eftir viðræðum um mál. Þetta mál sé komið í þann farveg að nú hafi verið
skipaðir kjörnir fulltrúar úr öllum sveitarfélögunum til að vinna málið áfram.
Inga Sigrún betndir á að Sveitarfélagið Vogar sé síðasta sveitarfélagið til að taka
málið fyrir í bæjarráði þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi átt frumkvæði að samstarfinu.
Með vísan til 18. liðar leggur Sigríður Ragna til að menningar- og listahópurinn
Díónýsía verði boðinn velkominn og Íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að greiða
götu hópsins.
Bergur tekur undir tillögu Sigríðar og gerir grein fyrir því að nú þegar hafi verið haft
samband við forsvarsmenn Díónýsía, eftir að bæjarráð tók jákvætt í erindi hópsins.
Forseti ber upp tillögu Sigríðar.
Samþykkt samhljóða.

4
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða, með þeim fyrirvara að tveir bæjarfulltrúar
viku af fundi við afgreiðslu 39. fundargerðar.
Til máls tóku: Birgir, Inga Sigrún, Róbert, Hörður, Bergur, Sigríður Ragna, Íris Bettý
og Inga Rut.
2. Fundargerð 26. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Forseti ber fundargerðina upp til samþykktar.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða
Til máls tók: Birgir Örn.
3. Deiliskipulagstillaga Grænuborgarhverfis. Framhald frá 29. fundi.
Forseti gefur orðið laust varðandi málið.
Forseti ber upp tillögu um að afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til undirritað
samkomulag við eiganda landsins liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Birgir Örn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.20.

Getum við bætt efni síðunnar?