Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

34. fundur 01. júlí 2008 kl. 18:00 - 19:35 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 1. júlí 2008, kl. 18.00 að Hafnargötu
17- 19.
Mættir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Brynhildur
Hafsteinsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Sigurður
Kristinsson.
Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri ritar fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 47. og 48. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs þar sem Sveitarfélagið Vogar skorar á
heilbrigðisráðherra að tryggja íbúum á Suðurnesjum sambærilegt fjármagn til
heilbrigðisþjónustunnar og öðrum sambærilegum þjónustusvæðum.
Samþykkt samhljóða.
Með vísan til 1. liðar 48. fundargerðar bæjarráðs leggur forseti fram eftirfarandi
bókun.
Meirihluti E- listans fagnar því að starfsmannamál leikskóla og grunnskóla séu á
góðu róli. Samkvæmt nýjustu upplýsingum vantar einn kennara í grunnskólann en
leikskólinn er fullmannaður.
Íris Bettý leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihlutans.
H- listinn fagnar góðri mönnun í leikskólanum og því að nánast allir starfandi
leiðbeinendur skólans hyggi á nám í haust til að öðlast kennararréttindi.
Inga Rut leggur til að bæjarstjórn fagni því að það standi til að efla upplýsingatækni
við skólann með gjöf á fartölvuvagni í tilefni 135 ára afmælis skólahalds í
sveitarfélaginu.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun með vísan til 6. liðar 48. fundargerðar
bæjarráðs.
Að beiðni H- listans tók bæjarstjóri saman sérfræðikostnað á síðustu árum til að
varpa ljósi á umfang aðkeyptrar sérfræðiaðstoðar í rekstri bæjarsjóðs. Ef borin eru

2
saman síðasta ár H –listans í meirihluta bæjarstjórnar og fyrsta heila stjórnarár E-
listans kemur í ljós að sérfræðikostnaður hefur aukist um rúmar 10 milljónir eða um
82%. Hlutur endurskoðunar í rekstrarreikning eykst svipað, eða um 83%.
Forseti bókar að hækkun milli áranna 2003 og 2004 í stjórnartíð H- listans hækkaði
um u.þ.b. 70%.
Íris Bettý óskar bókað að ekki sé um sambærilegar tölur að ræða þar sem milli
áranna 2003 og 2004 hafi hækkunin verið um fimm milljónir meðan hækkunin milli
2005 og 2007 hafi verið um tíu milljónir.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi fyrirspurn með vísan til 16. máls 48.
Fundargerðar.
Samkvæmt bréfi sem bæjarstjóri sendi Kvenfélaginu Fjólu og Smábátafélaginu er
farið fram á staðfestingu um greiðsluhæfi félaganna, verk- og tímaáætlun auk
upplýsingum um starfsemi og stærð lóðar. Nú hefur komið fram á opinberum fundi og
í a.m.k. þremur fjölmiðlum að meirihlutinn hafi aðeins frestað afgreiðslu málsins en
ekki hafnað því. Því spyr ég forseta bæjarstjórnar hvort gera megi ráð fyrir því að
meirihlutinn staðfesti afgreiðslu 29. fundar skipulags- og bygginganefndar þegar
umbeðin gögn liggja fyrir?
Meirihlutinn undirstrikar fyrri beiðni bæjarráðs þar sem farið er fram á nauðsynleg
gögn til úrvinnslu málsins. Um leið og þau gögn liggja fyrir er hægt að taka afstöðu
til erindisins.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Sigurður, Íris Bettý, Inga Sigrún, Hörður, Róbert og Inga
Rut.
2. Breyting á fulltrúa H- lista á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Forseti gefur orðið laust.
Íris Bettý Alfreðsdóttir er tilnefnd sem varafulltrúi H-listans á Landsþingi ambands
íslenskra sveitarfélaga í stað Sigurðar Kristinssonar.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Birgir Örn.
3. Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Voga með síðari breytingum, fyrri umræða.
Forseti fer yfir helstu breytingar, en þær eru:
Í 7. gr. samþykktarinnar færist fundur bæjarstjórnar frá fyrsta þriðjudegi mánaðar til
síðasta fimmtudags hvers mánaðar. Þetta auðveldar afgreiðslu mála þegar
fundargerðir nefnda eru gerðar upp. Einnig kemur þetta niður á sama dag og
bæjarráðsfundur sem þýðir að þeir færast þá á 1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar.

3

Á B- lið 57. gr eru gerðar breytingar í samræmi við tillögu að breytingu á
stjórnskipulagi sveitarfélagsins sem ræddar voru á 32. fundi bæjarstjórnar.
Atvinnumálanefnd fellur út.
Umhverfis- og skipulagsnefnd verður til við sameiningu umhverfisnefndar og
skipulags- og bygginganefndar.
Nafni á íþrótta- og tómstundanefnd er breytt í Frístunda og menningarnefnd.
Einnig er fulltrúum í Öldungaráði fækkað úr fimm í þrjá til samræmis við tilnefningu
íþrótta- og tómstundanefndar.
Forseti leggur til að breytingunum verði vísað til seinni umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Birgir Örn.
4. Breyting á gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga.
Bæjarstjóri fer yfir tillögur um breytingu gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga, annars
vegar fyrir útleigu á sölum Álfagerðis og íþrótta- og félagsmiðstöðvar og breytingu á
systkinaafsláttum í leikskóla.
Íris Bettý leggur fram eftirfarandi bókun.
Á fundi bæjarstjórnar 18. desember 2007 lagði minnihluti H-listans fram tillögu um
að lækka leikskólagjöldin sem þá voru þau hæstu á Suðurnesjum. Meirihluti E- listans
hafnaði þeirri tillögu okkar, nú er lögð til hækkun á systkinaafslætti og styðjum við
það heilshugar þrátt fyrir að við teljum það ekki nýtast mjög stórum hópi foreldra.
Tillaga H-listans um að lækka leikskólagjöldin hefði komið sér vel fyrir alla foreldra
leikskólabarna.
Forseti fagnar tillögu fulltrúa E- listans í fræðslunefnd um breytingar á
systkinaafslætti í leikskólanum, sem undirstrikar fjölskyldustefnu E- listans og
Sveitarfélagsins Voga sem fjölskylduvænt samfélag.
Forseti ber breytingarnar upp til atkvæða.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Íris Bettý og Birgir Örn.
5. Tillaga að reglum um útleigu í Álfagerði og íþrótta- og félagsmiðstöð
Forseti fer yfir tillögur að reglum fyrir útleigu á sölum Álfagerðis og íþrótta- og
félagsmiðstöðvar.
Forseti ber tillögurnar upp til atkvæða.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Birgir Örn.

4

6. Sumarleyfi bæjarstjórnar.
Forseti ber upp tillögu um að sumarleyfi bæjarstjórnar verði í júlí og ágúst. Næsti
reglulegi fundur bæjarstjórnar verði í september. Ennfremur að bæjarráði verði veitt
umboð til fullnaðarafgreiðslu mála í orlofi bæjarstjórnar, í samræmi við 39. gr.
Sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Birgir Örn.
7. Línumannvirki í sveitarfélaginu.
Forseti gefur orðið laust.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Við teljum að bæjarstjórn sé bundin af skýrum vilja íbúafundar frá 20. júní 2007 þar
sem samþykkt var að leggja allar nýjar raflínur í landi sveitarfélagsins í jörð. Ef nýjar
upplýsingar hafa komið fram sem breytt gætu afstöðu bæjarbúa förum við fram á að
íbúar sveitarfélagsins greiði atkvæði um málið í íbúakosningu að afstaðinni ítarlegri
kynningu þar sem meðrök og mótrök eru lögð á borðið. Þrátt fyrir að afstaða
bæjarfulltrúa H- listans sé að slíkar línur skuli skilyrðislaust fara í jörð lýsum við
okkur reiðubúin til að nýta skipulagsvaldið til að fara að vilja meirihluta íbúa
sveitarfélagsins í málinu, hver sem hann kann að vera.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Róbert, Hörður og Birgir Örn.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.35.

Getum við bætt efni síðunnar?