Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

35. fundur 19. september 2008 kl. 18:00 - 19:35 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn föstudaginn 19. september 2008, kl. 18.00 að Hafnargötu
17- 19.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut
Hlöðversdóttir, Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og
Sigurður Kristinsson.
Einnig mætt:Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Forseti býður Eirnýju velkomna á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.
1. Fundargerð 52. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Til máls tóku:
2. Fundargerð 32. fundar skipulags- og bygginganefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Til máls tóku

3. Samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins
Voga með síðari breytingum, seinni umræða.
Forseti leggur samþykktina fram til seinni umræðu og gefur orðið laust.
Samþykkt....
Til máls tóku:
4. Tilnefningar í sameiginlega Félagsmála- og barnaverndarnefndar
Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga.
Forseti kallar eftir tilnefningum í nýja sameiginlega Félagsmála- og barnaverndarnefnd
Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga, tveir aðalmenn og
tveir til vara.

2
Ragnheiður Hanna Finnbogadóttir er tilnefnd sem aðalmaður fyrir hönd E- lista og Oddný
Baldvinsdóttir til vara.
XXX er tilnefnd sem aðalmaður fyrir hönd H- lista og XXX til vara.
Samþykkt....
Til máls tóku:
5. Endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008.
Bæjarstjóri fer yfir helstu breytingar frá upphaflegri áætlun. Áhrif af gengisbreytingum og
verðbólgu hafa mikil áhrif á leigugreiðslur vegna húsnæðis og afborganir lána til
hækkunar á rekstrarkostnaði.
Jafnframt er launakostnaður að hækka, sem er að mestu tilkomið vegna nýs
kjarasamnings við KÍ og nýrrar deildar við Heilsuleikskólann Suðurvelli. Við upphaflega
áætlun var ákveðið að áætla ekki sérstaklega vegna kjarasamningsins, heldur taka áætlun
upp þegar niðurstaða liggi fyrir.
Helstu atriði eru eftirfarandi, tölur í þúsundum króna.
Tekjur: 576.378
Gjöld: 671.136
Niðurstaða án fjármagnsliða -94756
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 107.460
Rekstrarniðurstaða jákvæð 12.703
Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 45 milljónir í gangstéttum, stígum og opnum
svæðum.
Felld er út lántökuheimild sem var í upphaflegri áætlun og verða því engin ný lán tekin á
árinu.
Gert er ráð fyrir framlagi frá Framfarasjóði til rekstursins að fjárhæð 80 milljónir.
Veltufé frá rekstri er áætlað tæpar 29 milljónir, eða um 5% af tekjum.
Afborganir lána eru áætlaðar tæpar 60 milljónir.
Forseti leggur til að endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 verði samþykkt.
Samþykkt með ....
Til máls tóku:
6. Bréf frá Ingu Sigrúnu Atladóttur, Sigurði Kristinssyni, Sigríður Rögnu
Birgisdóttur og Jóni Elíassyni móttekið 21. ágúst. Stuðningsyfirlýsing með
undirskriftum íbúa.
Bréfið er lagt fram og forseti gefur orðið laust.

Til máls tóku:.

3

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.35.

Getum við bætt efni síðunnar?