Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

37. fundur 27. nóvember 2008 kl. 18:00 - 19:15 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 27. nóvember 2008, kl. 18.00 að
Hafnargötu 17- 19.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut
Hlöðversdóttir, Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og
Sigurður Kristinsson.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 57.-59. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Varðandi fundargerð 57. fundar bæjarráðs þá vill bæjarstjórn taka sérstaklega undir
ályktanir aðalfundar SSS varðandi löggæslumál og heilbrigðisþjónustu. Einnig lýsir
bæjarstjórn áhyggjum yfir væntanlegum niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum
og skorar á ríkisvaldið að hverfa frá slíkum hugmyndum enda er mikilvægt að standa
vörð um grunnstoðir samfélagsins á þeim tímum sem við nú lifum á.
Til máls tóku: Inga Rut, Íris Bettý og Róbert
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
2. Fundargerð 1. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Inga Sigrún bókar að hún taki undir þakkir Þórðar K. Guðmundssonar til fráfarandi
formanns í 1. fundargerð nefndarinnar og óskar nýjum formanni velfarnaðar í starfi.
Vegna bókunar Þórðar K. Guðmundssonar fulltrúa minnihlutans í umhverfis- og
skipulagsnefnd í 1. máli, 1. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar vill meirihluti
bæjarstjórnar bóka eftirfarandi:
Nefndarskipulag það sem nú er unnið eftir var komið á fót eftir faglega vinnu stýrihóps
um starfsmannastefnu og stjórnskipulag í Sv. Vogum í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið
Par-X. Nefndarskipulagið var síðan samþykkt samhljóða í bæjarstjórn þann 19. september
s.l. Núverandi nefndarfyrirkomulag er enginn dómur á störf fyrri nefnda eða

2
nefndarmanna heldur skipulagsbreyting framkvæmd á faglegum grunni til að auka
hagræði og skilvirkni í nefndarstörfum sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Íris Bettý og Róbert
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða að öðru leyti.
3. Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars árið 2009.
Forseti gefur orðið laust.
Með vísan til 24. gr. laga nr. 4/1995 um Tekjustofna sveitarfélaga, leggur forseti til að
bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykki að útsvarsprósenta ársins 2009 verði óbreytt
frá fyrra ári, eða 13,03%.
Til máls tók: Birgir Örn.
Samþykkt samhljóða.
4. Umræður forsendur fjárhagsáætlunar 2009 og þriggja ára áætlun.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjóri fer yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2009 og þriggja ára áætlunar og umræðu
um fjármál sveitarfélaganna frá Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin var 13. og 14.
nóvember síðastliðinn.
Bæjarstjóri bókar eftirfarandi varðandi forsendur fjárhagsáætlunar.
Undanfarin ár hefur verið stöðugur vöxtur í fjármálum sveitarfélagsins. Tekjur hafa vaxið
með auknum íbúafjölda, háu atvinnustigi og vaxandi veltu í samfélaginu. Samhliða hafa
útgjöld aukist mikið og þjónusta verið efld og bætt. Fyrirsjáanlegt er að á næsta ári muni
verða samdráttur í tekjum sveitarfélagsins. Í því ljósi verður að draga úr útgjöldum á
næsta ári til að mæta lækkandi tekjum, en gert er ráð fyrir að skatttekjur og framlög
Jöfnunarsjóðs lækki samtals um 8% frá árinu 2008.
Búast má við því að verðbólgu- og gengisáhrif verði mikil á bæjarsjóð á næsta ári, með
tilheyrandi hækkunum á afborgunum lána og leiguskuldbindingum.
Nauðsynlegt er að hagræða eins og kostur er við þessar aðstæður, án þess að skerða
grunnþjónustu sveitarfélagsins á sviði fræðslu- og félagsmála. Með breytingum á
stjórnskipulagi Sveitarfélagsins Voga sem samþykktar voru í september síðastliðnum
voru stigin mikilvæg skref í þá átt að ná fram meira hagræði, t.d. með meiri samþættingu
starfsemi íþrótta-, frístunda- og menningarmála.
Bæjarsjóður Sveitarfélagsins Voga stendur á styrkum fótum, ekki síst þar sem vel hefur
gengið að ávaxta Framfarasjóð sveitarfélagsins. Ekkert fé tapaðist við fall bankanna og
hefur höfuðstóllinn vaxið töluvert á árinu. Sveitarfélagið hefur því svigrúm til að takast á
við samdrátt og skakkaföll eins og þau sem nú ganga yfir. Það svigrúm er þó ekki
takmarkalaust og mikilvægt að halda þétt utanum um fjármálin og gæta vel að útgjöldum.
Starfsmenn sveitarfélagsins hafa sýnt að þeir hafa góða tilfinningu fyrir rekstri sinna
stofnana og ég trúi því að þeir muni leggjast vel á árarnar með okkur.

3
Framtíðin í Vogum er björt. Sveitarfélagið býr að öflugum mannauði í íbúum sínum, á
svæðinu eru miklar orkulindir og samgöngur eru eins og best gerist á landinu. Nálægðin
við alþjóðaflugvöll og stærstu markaðssvæðin á höfuðborgarsvæðinu skapa okkur mikil
sóknarfæri. Auk þess má vænta þess að umtalsverðar framkvæmdir verði á Suðurnesjum
öllum á næsta ári á vegum sveitarfélaganna, í tengslum við þróun og uppbyggingu
Keflavíkurflugvallar og í tengslum við væntanlegt álver í Helguvík.
Ef við leggjumst öll á eitt og erum raunsæ í okkar áætlunum, munum við komast vel frá
þeim efnahagsþrengingum sem framundan eru.
Stefnt er að fyrri umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2009 þann 18. desember
næstkomandi.
Forseti leggur fram eftirfarandi að bókun fyrir hönd bæjarstjórnar.
Undanfarnar vikur hefur efnahagslegt fárviðri geysað á landinu, og ljóst að djúp
efnahagsleg lægð verði yfir landinu á næsta ári. Áhrifa hennar mun gæta í fjárhag íbúa
sveitarfélagsins og þar með bæjarsjóðs. Bæjarfulltrúar Sveitarfélagsins Voga munu í
sameiningu leita allra leiða til að verja grunnþjónustu sveitarfélagsins, samhliða því að
tryggja fjárhagsstöðu bæjarsjóðs til framtíðar.
Til máls tóku: Róbert, Íris Bettý, Inga Sigrún og Birgir Örn
5. Minnisblað. Tillaga um fullnaðarafgreiðslu nefnda og skipulags- og
byggingafulltrúa með vísan til 54. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp
Sveitarfélagsins Voga.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjóri fer yfir efni minnisblaðsins.
Til máls tóku: Róbert, Inga Sigrún og Birgir Örn
Forseti leggur til að tillögunni verði vísað til seinni umræðu.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.15

Getum við bætt efni síðunnar?