Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

42. fundur 30. apríl 2009 kl. 18:00 - 19:45 Hafnargötu 17-19

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 30. apríl 2009 kl. 18.00 að Hafnargötu 17-
19.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Hörður Harðarson, Bergur Brynjarr Álfþórsson, Brynhildur
Sesselja Hafsteinsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý
Alfreðsdóttir og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Bergur Álfþórsson 2. varaforseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 68. og 69. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Bergur, Íris Bettý, Róbert
2. Fundargerð 11. fundar fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sv.
Garðs og Sv. Voga.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 37. fundar fræðslunefndar.
Inga Sigrún lýsir yfir vanhæfi sínu og víkur af fundi.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Minnihlutinn ítrekar bókun sína frá 37. fundi fræðslunefndar.
Með vísan til 2. máls leggur forseti til að hagræðingartillaga meirihluta fræðslunefndar
verði samþykkt. Í henni felst að deildarstjórnarkvóti Stóru- Vogaskóla verði lækkaður úr
70% í 50% næsta skólaár.
Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum, tveir sitja hjá.
Forseti vekur jafnframt athygli á því að annar fulltrúi minnihlutans í fræðslunefnd vakti
ekki athygli á vanhæfi sínu til að fjalla um málið.

2
Samkvæmt 19. gr. sveitarstjórnarlaga ber fulltrúa sem veit hæfi sitt orka tvímælis að
vekja athygli á því. Það gerði umræddur fulltrúi ekki þó afgreiðsla málsins varði hann eða
nána venslamenn hans sérstaklega.
Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar hugi að hæfi sínu og láti stjórnsýsluna njóta vafans ef
einhver er, svo ekki verði hægt að draga lögmæti ákvarðana í efa.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Íris Bettý, Sigríður Ragna, Bergur
Inga Sigrún kemur aftur inn á fund að afgreiðslu málsins lokinni.
4. Fundargerð 6. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Þorvaldur Örn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að hefja aðildarviðræður við stjórn Reykjanesfólkvangs og felur
bæjarstjóra að ræða við þau.
Hluti af fólkvangnum er með réttu innan Sveitarfélagsins Voga, en Grindvíkingar gera
einnig tilkall til þess lands. Í tillögu að nýju aðalskipulagi sveitarfélagsins eru sett
hverfisverndarákvæði m.a. á Keili og umhverfi hans sem færi á að væri í framtíðinni
innan fólkvangsins og hann þar með stækkaður.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn þakkar formanni umhverfis- og skipulagsnefndar fyrir greinargott yfirlit um
Reykjanesfólkvang. Einnig viljum við nota tækifærið og þakka honum þá miklu vinnu
sem hann hefur unnið í þeim nefndum sem hann hefur stýrt fyrir bæjarfélagið. Slíkir
fagmenn eru mikilsverðir í vinnu fagnefnda og ráða.
Með vísan til 3. liðar fundargerðarinnar er lagt fram bréf frá Pétri Hlöðverssyni dags. 28.
apríl þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um að auglýsa tillögu að
deiliskipulagi á spildu úr landi Stóra Knarrarness, Vatnsleysuströnd, landnúmer 211259.
Bæjarstjórn samþykkir að hefja samstarf við landeigandann um gerð og auglýsingu
deiliskipulags á fyrrgreindum reit að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
 Að samþykkt verði tillaga að nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og
deiliskipulagstillagan auglýst samtímis á grundvelli hennar.
 Að tekið sé tillit til athugasemda umhverfis- og skipulagsnefndar.
 Allur kostnaður við skipulagsvinnuna greiðist af umsækjanda.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Bergur, Þorvaldur Örn, Róbert, Inga Sigrún, Hörður

3

5. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.
Tillagan var áður til umræðu á 36. fundi bæjarstjórnar og afgreidd til athugunar
Skipulagsstofnunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur fjallað um tillöguna á þremur fundum og farið yfir
athugasemdir og ábendingar Skipulagsstofnunnar. Nefndin hefur brugðist við þeim og
leggur til að tillagan verði auglýst.
Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga fyrir árin
2008-2028 verði auglýst í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Til máls tóku: Bergur, Þorvaldur Örn, Róbert, Inga Sigrún
6. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008. Seinni umræða
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2008 er lagður fram til seinni umræðu
ásamt Endurskoðunarskýrslu KPMG.
Vísað er til umfjöllunar endurskoðanda og bæjarstjóra við fyrri umræðu.
Forseti vill fyrir hönd bæjarstjórnar þakka Kristni Sigurþórssyni og Sigurði Rúnari
Símonarsyni, skoðunarmönnum reikninga, kærlega fyrir þeirra störf við endurskoðun
starfsemi sveitarfélagsins.
Forseti gefur orðið laust.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Nú samþykkjum við þriðja árið í röð ársreikninga þar sem verulegur halli er á rekstrinum.
Hallinn var tæpar 82 m.kr. árið 2006, rúmar 30 m.kr. árið 2007 og nú samþykkjum við
ársreikning fyrir árið 2008 þar sem rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði er neikvæð um
60 m.kr. Heildarskuldir og skuldbindingar eru 641 m.kr. samanborið við 514 m.kr. í
árslok 2005 og hafa heildarskuldir því hækkað um 127 m.kr. frá því að E-listinn tók við
rekstri sveitarfélagsins.
E- listinn hefur ekki farið í neinar nýframkvæmdir síðan hann tók við rekstri
sveitarfélagsins. E-listinn hefur lagt áherslu á að trygg fjármálastjórn sé grundvöllur þess
að hægt er að ná tökum á rekstri sveitarfélagsins, þrátt fyrir það er ljóst að þeim tökum
hafa E-listamenn alls ekki náð.
Jákvæð niðurstaða ársreiknings 2008 er eingöngu vegna þess að vaxtatekjur og verðbætur
voru tæpar 300.000 m. kr. á árinu. Þegar slíkar fjárhæðir bætast inn í reksturinn er
óhjákvæmilegt annað en reikningarnir verði jákvæðir.
Í samanburði við áætlun ársins leiða ársreikningar 2008 í ljós að endurskoða þarf áætlun
ársins oftar en gert var á síðasta ári, sumir liðir hafa verið uppfærðir miðað við
samþykktir bæjarráðs en aðrir ekki. Slík ónákvæmni í vinnubrögðum gefur ranga mynd af
rekstri stofnana bæjarins og til þess fallin að varpa rýrð á stjórn forstöðumanna.
Forseti leggur til að ársreikningurinn verði staðfestur með undirritun bæjarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Bergur, Inga Sigrún, Þorvaldur Örn, Róbert, Hörður, Íris Bettý

4
7. Unglingalandsmót UMFÍ. Samstarfsyfirlýsing Sveitarfélagsins Voga og UMFÞ.
Ungmennafélagið Þróttur hyggst sækja um að Unglingalandsmót UMFÍ árið 2012 verði
haldið í Vogum, en það ár verður félagið 80 ára.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Við í H listanum styðjum heilshugar þá metnaðarfullu áætlanir sem UMFÞ hefur um
Unglingalandsmót í Vogum árið 2012 og teljum við að slíkt mót geti verið mikil
lyftistöng fyrir bæjarfélagið.
Við teljum það þó skyldu okkar sem kjörinna fulltrúa að ganga úr skugga um að
bæjarsjóður sé í raun og veru í stakk búinn til að axla þá ábyrgðir sem slíkt mót hefði í för
með sér.
Auk þess sem slíkt unglingalandsmót útheimtir mikla sjálfboðavinnu sýnist okkur að
sveitarfélagið þurfi að leggja út talsverðar upphæðir vegna mótsins. Fram kemur í
umsókninni að byggja þurfi upp 6 knattspyrnuvelli auk frjálsíþróttaaðstöðu. Trúlegt er að
einnig þurfi að byggja upp löglega keppnislaug fyrir mótið auk þess sem sveitarfélagið
skuldbindur sig til að útvega næg tjaldstæði sem líklega þyrfti að fylgja öll
hreinlætisaðstaða.
Samkvæmt þeim óformlegu athugunum sem við höfum gert er óhugsandi að
sveitarfélagið þurfi ekki að leggja út í kostnað vegna þessa og viljum við því leggja til að
gerð verði gróf kostnaðaráætlun sem við getum lagt til grundvallar við samþykkt
umsóknarinnar. Vegna ábyrgðar okkar sem kjörinna fulltrúa finnst okkur slík áætlun
lykilatriði til þess að bæjarfulltrúar geti tekið ábyrga afstöðu í málinu.
Við leggjum því jafnframt til að málinu verði frestað þar til slík kostnaðaráætlun liggur
fyrir.
Tillaga er felld með fjórum atkvæðum gegn þremur
Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga styður heilshugar umsókn Ungmennafélagsins Þróttar
um að halda Unglingalandsmót á 80 ára afmælisári félagsins árið 2012, og skuldbindur
sig til að leggja sitt af mörkum svo mótið verði sem glæsilegast.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur, Hörður, Íris Bettý, Þorvaldur Örn
8. Fundarstaður bæjarstjórnar.
Bæjarstjóri leggur til breytingu á fundarstað bæjarstjórnar með vísan til 8. gr. Samþykktar
um stjórn- og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga.
Fundir verði framvegis haldnir í fundarsal Álfagerðis við Akurgerði 25.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.45

Getum við bætt efni síðunnar?