Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

44. fundur 27. ágúst 2009 kl. 18:00 - 18:15 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 27. ágúst 2009 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut
Hlöðversdóttir, Brynhildur Hafsteinsdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og
Sigurður Kristinsson.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 75. og 76. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Varðandi 13. mál 75. fundar upplýsir forseti að skýringar við ársreikning hafa borist og eru
þær lagðar fram á fundinum.

Fundargerðirnar samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Íris Bettý
2. Tilnefning varafulltrúa í fræðslunefnd.
Forseti ber upp tillögu um varafulltrúa í fræðslunefnd.
Varamaður
Oddur Ragnar Þórðarson, Heiðardal 10 E-lista í stað Kjartans Hilmissonar E-lista.
Tillagan er samþykkt með 4 atkvæðum, þrír sitja hjá.
Til máls tók: Birgir Örn

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.15

Getum við bætt efni síðunnar?