Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

45. fundur 24. september 2009 kl. 18:10 - 18:55 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 24. september 2009 kl. 18.10 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Inga Rut
Hlöðversdóttir, Bergur Álfþórsson, Inga Sigrún Atladóttir, Jón Elíasson og Sigurður
Kristinsson.
Einnig mætt: Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Eirný Valsdóttir, bæjarritari sem ritar
fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 77. og 78. fundar bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Hörður, Inga Sigrún
2. Fundargerð 14. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðarinnar.
Tillaga að nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008- 2028 verður tekin fyrir undir 3.
lið.
Fundargerðin er samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá.
Til máls tóku: Birgir Örn, Sigurður, Hörður
3. Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028.
Tillaga að nýju Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 er lögð fram til afgreiðslu að
afloknum athugasemdafresti.
Tillagan var auglýst í fjölmiðlum þann 15. maí 2009 og sett á vef sveitarfélagsins og lauk
athugasemdafresti þann 3. júlí. Haldinn var opinn íbúafundur þann 21. maí þar sem tillagan
var kynnt og íbúum gafst tækifæri til að fá nánari skýringar og lýsa sínum sjónarmiðum.
Fram komu 48 athugasemdir og ábendingar og vill bæjarstjórn þakka fyrir þær. Umhverfis-
og skipulagsnefnd fjallaði um athugasemdirnar á fjórum fundum. Umsagnir nefndarinnar og
breytingatillögur liggja fyrir fundinum. Gerðar eru ýmsar lagfæringar og breytingar á
tillögunni til að koma til móts við ábendingar og athugasemdir. Þessar helstar:

2
 Afmörkun hverfisverndar á Vatnsleysuströnd, H-1, er breytt lítillega og mörkin færð
nær ströndinni.
 Svæði fyrir golfgarða, blönduð landnotkun íbúðarbyggðar og opin svæði til sérstakra
nota, er minnkað úr 17 ha í 10 ha vegna fornleifa á svæðinu. Svæði sem minnkunin
nær til er sett undir hverfisvernd H-1.
 Sunnan gatnamóta Grindarvíkurvegar og Reykjanesbrautar er bætt inn 6,5 ha
verslunar- og þjónustusvæði, beggja vegna Grindavíkurvegar.
 Bætt er inn á aðalskipulagsuppdrætti núverandi og fyrirhuguðum sjóvarnargörðum í
sveitarfélaginu.
 Breytingar eru gerðar á legu reiðstíga frá hesthúsasvæði og um Vogastapa, ásamt því
að bætt er við reiðstíg um Háabjalla. Reiðstígar aðlagaðir tengingu við fyrirhugað
reiðvegakerfi Reykjanesbæjar.
 Land Minna-Knarrarness og eystri spilda Stóra-Knarrarness, norðan
Vatnsleysustrandar, er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í stað óbyggðs svæðis, alls
um 80 ha.
 Höskuldarvellir, um 130 ha, eru skilgreindir sem landbúnaðarsvæði en svæðið var
áður skilgreint sem óbyggt svæði.
 Möguleg umhverfisáhrif á nokkra umhverfisþætti eru endurmetin í umhverfisskýrslu
aðalskipulags.
 Í greinargerð er jafnframt kveðið skýrara að orði um að þess verði gætt að raska
fornminjum sem minnst.
 Land með ströndinni sunnan Voga, yfir Síkistjarnir og Kristjánstanga suður að
iðnaðarsvæði við Vogavík fellur undir hverfisvernd (H1).
Bæjarstjórn þakkar þeim er komu að vinnu við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-
2028 og þá sérstaklega umhverfis- og skipulagsnefnd.
Minnihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Við í H listanum hörmum að í því skipulagi sem hér liggur til samþykktar fari meirihluti
sveitarstjórnar E-listans gegn vilja íbúafundar sem samþykkti að allar raflínur sem lagðar
yrðu um land sveitarfélagsins færu í jörð. Einnig virða þeir að vettugi ósk 354 íbúa
sveitarfélagsins um íbúakosningu um málið sem fram kom í undirskriftalista sem afhentur var
bæjarstjóra þann 21. ágúst 2008.
Einnig viljum við mótmæla þeirri hverfisvernd sem lögð er á meginhluta strandarinnar frá
Vogum að landamörkum Hafnafjarðar ásamt tjörnum á Vatnleysuströnd. Fyrir okkur eru
rökin fyrir hverfisvernd á þessu svæði ekki nægjanlega góð. Í því samhengi viljum við spyrja
hvers vegna landið fyrir sunnan Voga eru undanþegin hverfisvernd allt frá Vogum að
Vogavík?
Róbert skýrir að landið sunnan Voga að Vogavík sé ekki á náttúruminjaskrá.
Forseti bæjarstjórnar óskar eftir fimm mínútna fundarhléi.
Fundi haldið áfram kl. 18.40.
Hörður leggur til að land með ströndinni sunnan Voga, yfir Síkistjarnir og Kristjánstanga
suður að iðnaðarsvæði við Vogavík falli undir hverfisvernd (H1) líkt og meginhluti
Vatnsleysustrandar.

3

Minnihlutinn óskar að bókað verði:
Við höfum margsinnis lagt til að hverfisvernd verði tekin af öðrum svæðum en þeim þar sem
sannanlega er að finna náttúru- og menningarminjar. Þeirri tillögu hefur margsinnis verið
hafnað.
Bæjarstjórn metur breytingarnar við auglýsta tillögu óverulegar.
Tillaga að aðalskipulagi með breytingatillögum er samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír sitja
hjá. Tillögunni er vísað til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu.
Til máls tóku: Birgir Örn, Róbert, Inga Sigrún, Hörður, Sigurður, Inga Rut
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.55

Getum við bætt efni síðunnar?