Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

49. fundur 25. febrúar 2010 kl. 18:00 - 18:35 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 25. febrúar, 2010 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Bergur
Álfþórsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Íris Bettý Alfreðsdóttir og Jón
Elíasson, varamaður Sigurðar Kristinssonar.
Einnig mættur: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

1. Fundargerðir 85., 86 og 87. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn,
2. Unglingalandsmót í Vogum 2012.
Fyrir fundinum liggur tillaga Undirbúningsnefndar vegna umsóknar um
Unglingalandsmót UMFÍ í Vogum 2012.
Bæjarstjórn þakkar nefndarmönnum fyrir góð störf.
Forseti gefur orðið laust.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Eftir að hafa farið vandlega yfir nauðsynlegan aðbúnað og uppbyggingu fyrir
unglingalandsmót í Sveitarfélaginu 2012 teljum við að ekki sé tímabært að sækja
um mótið. Það fé sem er ætlað til íþróttamannvirka á þriggja ára áætlun teljum við
ekki nægja fyrir þeim frjálsíþróttavelli sem fulltrúi Ungmennasambands Íslands
taldi nauðsynlegt að byggja. Við viljum leggja til að þau framlög sem nú þegar er
ákveðið að verja í uppbyggingu íþróttamannvirkja fari í að byggja betri aðstöðu
fyrir þær greinar sem nú þegar eru stundaðar í sveitarfélaginu. Þannig mætti efla
það starf sem unnið er nú þegar auk þess sem hægt yrði að styðja betur við
unglingastarf innan UMFÞ.

Bergur leggur fram eftirfarandi bókun.
Ég undrast það mjög að bæjarstjóraefni H- listans skuli nú koma fram með tillögur
um breytingar á þeirri tillögu sem hún sjálf stóð að í vinnu undirbúningshóps um
Unglingalandsmót, en lét það algerlega ógert á meðan vinnu hópsins stóð. Lýsi ég
vanþóknun minni á þessum vinnubrögðum H-lista manna.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Ég skil ekki hvernig fulltrúi E-lista hefur fengið það út að ég hafi verið að
skammast út í vinnu nefndarinnar, það var ég alls ekki að gera. Ég var að tala um
afstöðu okkar í H-listanum.
Forseti ber upp tillögu um að bæjarstjóra verði falið að undirrita viljayfirlýsingu
um að Sveitarfélagið Vogar muni leggja sitt af mörkum til þess að UMFÞ geti
haldið Unglingalandsmót í Vogum 2012 í samræmi við tillögu nefndarinnar, drög
að hönnun og fjárheimildir til uppbyggingar íþróttasvæðisins á þriggja ára áætlun
sveitarfélagsins.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Meirihluti E-listans leggur fram eftirfarandi bókun.
Uppbygging við íþróttasvæðið í Vogum mun leggja grunn að enn öflugra íþrótta-
og frístundastarfi í sveitarfélaginu sem skapar forsendur fyrir því að haldin verði
stórmót í Sveitarfélaginu Vogum.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún, Bergur,
3. Tillaga um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði nýttur til
uppgreiðslu lána og hluta skuldbindinga í fasteignaleigusamningum. Seinni
umræða.
Tillagan, ásamt áliti sérfróðs aðila, var auglýst og kynnt á íbúafundi þann 15.
desember síðastliðinn. Fyrri umræða fór fram 17. desember.
Forseti gefur orðið laust.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Í fyrri umræðu hafnaði E-listinn því að hvert lán yrði reiknað út svo sjá mætti
hvaða lán væri hagstætt að greiða upp. Þessi andstaða E-listans er til þess fallin að
koma í veg fyrir gagnsæi í ákvarðanartökunni. Við ítrekum því fyrri afstöðu og
leggjum til að ákvörðunartökunni verði frestað þar til slíkir útreikningar liggja
fyrir.
Bæjarstjóri óskar að eftirfarandi verði bókað.
Tillagan er nú tekin til seinni umræðu. Við fyrri umræðu og á íbúafundi hefur
komið fram hvernig útreikningarnir eru miðað við vænta ávöxtun ársins og þróun
vaxta og skatta. Ef þróun verður á annan veg, reynir ekki á heimildina.

Ferlið við að sækja heimild til að nýta Framfarasjóðinn er tiltölulega langt og
nauðsynlegt að sækja heimildina í upphafi árs til að hægt sé að greiða upp á lánin á
árinu á sem hagstæðastan hátt. Rétt eins og gert er varðandi fjárhagsáætlun, þar
sem fjárheimildir ársins eru sóttar. Ákvörðun um uppgreiðslu verður síðan kynnt í
bæjarráði þegar og ef að því kemur.
Að mínu mati er varla hægt að ímynda sér gagnsærra ferli, en tillagan var kynnt og
auglýst ásamt áliti sérfróðs aðila. Auk þess var tillagan rædd á opnum íbúafundi.
Inga Sigrún leggur fram eftirfarandi bókun.
Útreikningar á hverju láni fyrir sig voru ekki kynntir á íbúafundi. Fyrir einum
bæjarfulltrúa var kynnt hvernig uppgreiðslu gæti verið háttað. Aldrei hefur verið
lagt fram yfirlit þar sem öll lánin eru reiknuð út frá núverandi stöðu ásamt
uppgreiðslugjaldi á þeim lánum sem ekki eru með uppgreiðsluheimild.
Forseti ber upp tillögu um að höfuðstóll Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði
nýttur til uppgreiðslu lána og hluta skuldbindinga í fasteignaleigusamningum.
Jafnframt leggur forseti til að tillaga um uppgreiðslu lána eða skuldbindinga verði
kynnt í bæjarráði í hvert sinn slíkt stendur til.
Samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
Til máls tóku: Birgir, Inga Sigrún, Róbert,
4. Niðurstaða í dómsmáli Tryggva Guðmundssonar og Hjördísar Hilmarsdóttur
gegn Sveitarfélaginu Vogum, varðandi skráningu lögheimilis.
Dómur Héraðsdóms Reykjaness liggur fyrir fundinum. Sveitarfélagið Vogar er
sýknað af öllum kröfum.
Forseti gefur orðið laust.
Til máls tóku: Birgir Örn,
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.35

Getum við bætt efni síðunnar?