Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

50. fundur 23. mars 2010 kl. 18:00 - 19:05 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn þriðjudaginn 23. mars, 2010 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Birgir Örn Ólafsson, Hörður Harðarson, Bergur
Álfþórsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Inga Sigrún Atladóttir og Íris Bettý Alfreðsdóttir.
Einnig mættur: Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 88. og 89. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
Með vísan til 8. máls á 88. fundi fagnar bæjarstjórn því að nýtt Aðalskipulag
Sveitarfélagsins Voga hafi nú verið staðfest og tekið gildi. Með nýju skipulagi eru
stigin mikilvæg skref í átt að því að Sveitarfélagið Vogar verði vistvænt
sveitarfélag sem leggi áherslu á fjölskylduvænt umhverfi, fjölbreytt náttúru- og
útivistarsvæði og hátt þjónustustig.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Birgir Örn, Inga Sigrún og Róbert.
2. Deiliskipulagstillaga, Spildu á Dal, lóðar úr landi Stóra-Knarrarness II,
Vatnsleysuströnd, landnr. 211259.
Tillagan hefur verið tekin til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Athugasemdir og ábendingar bárust frá einum aðila og hefur nefndin tekið afstöðu
til þeirra, og leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingum sem hún metur
óverulegar.
Fyrir fundinum liggur uppdráttur þar sem brugðist hefur verið við öllum
ábendingum nefndarinnar, utan þá sem snýr að vegtengingu lóðarinnar við
Vatnsleysustrandarveg.
Vegtenging lóðarinnar við Vatnsleysustrandarveg er um veg sem nú þegar er til
staðar og er utan skipulagsreitsins. Því er ekki tekin afstaða til vegarins í sjálfu
skipulaginu. Vegurinn skal, skv. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá
8.apríl 2005 liggja í landi Stóra Knarrarness II (Austurbæjar). Ágreiningur er milli
aðila um legu landamerkja. Er sá ágreiningur bæjaryfirvöldum óviðkomandi. Komi

í ljós að umrædd vegtenging sé ekki í landi Stóra Knarrarness II (Austurbæjar), þarf
landeigandi að færa veginn, óháð því skipulagi sem hér er til umfjöllunar.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið samhljóða skv. uppdrætti dags. nóvember
2009 endurskoðaður í mars 2010, með þeim breytingum sem koma fram í svörum
umhverfis- og skipulagsnefndar við athugasemdum við deiliskipulagstillöguna.
Málsmeðferð verði í samræmi við 3. og 4. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73 frá 1997. m.s.br.
Forseti gefur orðið laust.
Til máls tók: Birgir Örn,
3. Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009. Fyrri umræða.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009 er lagður fram til fyrri
umræðu. Lilja Karlsdóttir endurskoðandi hjá KPMG fer yfir ársreikninginn.
Forseti gefur orðið laust.
Bæjarstjóri fer yfir helstu niðurstöður og vísar til samþykktar bæjarráðs um að
leiðrétta eignarhluti í samstarfsverkefnum á Suðurnesjum og færa til lækkunar á
eigið fé, sbr. skýringu 13 í ársreikningi.
Bæjarráð samþykkti jafnframt að afskrifa skuld hafnarsjóðs við aðalsjóð í gegnum
eigið fé, sbr. skýringu 13 í ársreikningi.
Eigið fé A-hlutans lækkar því um 100.748.184.- krónur milli áranna 2008 og 2009.
Helstu niðurstöður samstöðureiknings eru eftirfarandi.
Tekjur 604.759.553 kr.
Gjöld 728.697.165 kr.
Rekstrarniðurstaða f/fjármagnsliði -123.937.612kr.
Fjármagnsliðir 124.286.374 kr.
Rekstrarniðurstaða 348.762 kr.
Eignir 2.089.745.996 kr.
Skuldir og skuldbindingar án fasteignaleigusamninga 607.619.526 kr.
Skuldbindingar vegna fasteignaleigusamninga 2.079.768.000 kr.
Veltufé frá rekstri 68.488.751 kr.
Ársreikningi vísað til seinni umræðu.
Til máls tóku: Birgir Örn, Lilja, Róbert, Inga Sigrún, Íris Betty, Hörður, Inga Rut
og Bergur.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.05.

Getum við bætt efni síðunnar?