Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

56. fundur 28. október 2010 kl. 18:00 - 18:25 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 28. október, 2010 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Erla Lúðvíksdóttir, Hörður Harðarson, Inga
Sigrún Atladóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson og Sveindís Skúladóttir.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerðir 100. og 101. funda bæjarráðs.
Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði fundargerðanna.
13. liður fundargerðar 101 fundar bæjarráðs.
Bæjarstjórn staðfestir samkomulag um lagningu fráveitulagnar í
gegnum lóðina Hafnargötu 101.
Fundargerðirnar eru samþykktar samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Erla, Hörður.
2. Flutningur á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.
Um næstu áramót færast málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaganna.
Starfshópur hefur verið að störfum undanfarna mánuði og nú liggja
fyrir tillögur hópsins. Forseti leggur til að tillögur hópsins verði
samþykktar ásamt eftirfarandi bókun.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir að áfram verði unnið að
yfirfærslunni í samræmi við fyrirliggjandi drög. Bæjarstjórn leggur
áherslu á að í áframhaldandi vinnu verði mótuð þjónusta sem vinnur
gegn aðgreiningu í samfélaginu þar sem notendur eru virkir mótendur
þjónustunnar. Mikilvægt er að málefni fatlaðra verði samtvinnuð
annarri félagsþjónustu á svæðinu með dreifðri þjónustu.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að vandað verðir til móttöku starfsmanna
frá ríkinu og lögð verði áhersla á gagnkvæma aðlögun.
Bæjarstjórn samþykkir að Suðurnes verði eitt þjónustusvæði fyrir
þjónustu við fatlað fólk og Reykjanesbæ verði falin umsýsla

rekstrarsjóðs þar til tillögur um framtíðar skipulag og stjórn SSS
liggja fyrir.
Bæjarstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við hin
sveitarfélögin á Suðurnesjum og undirrita samninginn með fyrirvara
um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. Mikilvægt er að gæta þess að
nægt fé fylgi málaflokknum.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn þakkar þeim sem koma fyrir hönd sveitarfélaga að
undirbúningi flutnings málefna fatlaðra fyrir vel unnin störf.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður.
3. Skipan í atvinnumálanefnd.
Kjör í nefnd á vegum sveitarfélagsins.
Skipað er í atvinnumálanefnd, fimm aðalmenn og jafnmargir til vara.
Undir nefndina heyra atvinnu- og kynningarmál sveitarfélagsins. Auk
þess að styrkja þær atvinnugreinar sem fyrir eru, er nefndinni ætlað að
stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í atvinnu- og ferðamálum
sveitarfélagsins.
Aðalmenn:
Jón Elíasson, Hafnargötu 3
Oddur Ragnar Þórðarson, Heiðardal 10
Jóngeir H. Hlinason, Lyngdal 5
Bergur Álfþórsson, Kirkjugerði 10
Björg Leifsdóttir, Miðdal 3
Varamenn:
Erla Lúðvíksdóttir, Aragerði 9
Ingþór Guðmundsson, Austurgötu 2
Sigríður Ragna Birgisdóttir, Hafnargötu 15
Kristinn Benediktsson, Miðdal 12
Bergur Guðbjörnsson, Suðurgötu 8
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún.

4. Skipan í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Kjör aðalmanns í stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Aðalmaður:
Bergur Brynjar Álfþórsson, Kirkjugerði 10
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.25

Getum við bætt efni síðunnar?