Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

59. fundur 27. janúar 2011 kl. 18:00 - 18:50 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn fimmtudaginn 27. janúar, 2011 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Bergur Brynjar Álfþórsson, Erla Lúðvíksdóttir, Hörður
Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Oddur Ragnar Þórðarson og
Björn Sæbjörnsson.
Einnig mætt: Eirný Vals, bæjarstjóri er ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Björn Sæbjörnsson er boðinn velkominn á sinn fyrsta fund bæjarstjórnar
1. Fundargerð 106. fundar bæjarráðs.
Fundargerð 106. fundar. Forseti fer yfir helstu atriði fundargerðarinnar og gefur
orðið laust varðandi einstök atriði hennar.
Oddur Ragnar Þórðarson leggur fram eftirfarandi bókun:
Byggðakvóti fiskveiðiárið 2010/2011.
Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga þann 27. janúar, 2011 var
samþykkt að við úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Voga fyrir fiskveiðiárið
2010/2011 verði farið eftir reglugerð ráðuneytisins nr. 999/2010 að öðru leyti
en hvað 4. gr. varðar, en þar óskar bæjarstjórn eftir að sú breyting verði gerð
að byggðakvótanum verði skipt jafnt milli þeirra umsækjenda sem uppfylla
skilyrði 1. greinar reglugerðarinnar.
Rökstuðningur:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga vill stuðla að viðreisn útgerðar frá Vogum.
Bæjarstjórn telur ákjósanlegra að úthlutun byggðakvóta fari á fleiri hendur en
færri því er vilji bæjarstjórnar að byggðakvótinn skiptist jafnt milli umsækjenda
sem uppfylla skilyrði reglugerðar að öðru leyti.
Forseti ber reglur um úthlutun byggðarkvóta Sveitarfélagsins Voga til
samþykktar.

Samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn fagnar því að komið er að lokum endurgerðar fráveitu í Vogum.
Bæjarstjórn biður bæjarbúa afsökunar á óþægindum vegna seinkunar á
framkvæmdum við íþróttasvæði.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarfélagið aðstoði þá sem telja sig
hafa orðið til tjóns vegna málsins í samvinnu við verktaka og tryggingarfélag
hans. Slík aðstoð mun þó ekki fela í sér einhvers konar ábyrgð fyrir
verktakann. Bæjarráði falið að útfæra slíka aðstoð.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Oddur Ragnar, Erla.
2. Fundargerð 1. fundar atvinnumálanefndar.
Fundargerðin er lögð fram. Inga Sigrún fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún.
3. Fundargerð 51. fundar fræðslunefndar.
Bergur Brynjar fer yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
Foreldrar eru hvattir til að vinna vel með skólanum í átaksverkefninu ábyrgð
foreldra – ábyrgð skólans.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur Brynjar,
4. Atvinnustefna Sveitarfélagsins Voga.
Drög að atvinnustefnu sveitarfélagsins lögð fram.
Bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn fagnar því að komin sé fram atvinnustefna sveitarfélagsins og
þakkar verkefnahópnum fyrir vinnuna. Nú er brýnt að nýta sér styrkleika
svæðisins, vinna með veikleikana í því skyni að skapa ný tækifæri í
atvinnumálum.
Í atvinnustefnunni er gert ráð fyrir 100 hektara iðnaðarsvæði í landi
Flekkuvíkur. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sveitarfélagið ræðir við
fjármálaráðuneytið um möguleg kaup eða kauprétt á landinu Flekkuvík I og II.

Atvinnustefnunni er vísað aftur til starfshóps með ábendingum.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Björn, Hörður, Oddur Ragnar, Bergur Brynjar.
5. Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024.
Drög að svæðisskipulagi lögð fram.
Inga Sigrún lýsti vinnu við skipulagið.
Bæjarstjórn lýsir ánægju með framgang verksins og væntir þess að samstarf
við svæðisskipulag skili sér inn í annað starf sveitarfélaganna á Suðurnesjum.
Markmið svæðisskipulagsins er að Suðurnesin verði eitt atvinnusvæði og
samkeppnishæfni þess styrkt með áherslum á sterkari innviði og gott aðgengi
að að auðlindum ásamt virkjun atvinnumöguleika sem tengjast alþjóðlegum
flugvelli, öryggissvæðum og umferð um þetta helsta hlið landsins að
umheiminum.
Með svæðisskipulagi Suðurnesja 2008 – 2024 er stefnt að því að samstarf og
samvinna sveitarfélaganna á Suðurnesjum verið efld í því skyni að auka
samkeppnishæfni svæðisins og stuðla að aukinni aðsókn fyrirtækja og
stofnanna. Stefnt er að því að samþykkja svæðisskipulagið í vor og með því
væntir Sveitarfélagið Vogar þess að öll sveitarfélögin á Suðurnesjum séu
tilbúin að vinna að þessum markmiðum án þess að sérhagsmunir einstakra
fyrirtækja, einstaklinga eða
Svæðisskipulaginu er vísað aftur til starfshóps með ábendingum.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Erla.
6. Skoðunarmaður reikninga.
Kjör skoðunarmanns.
Kristinn Sigurþórsson skoðunarmaður reikninga er fluttur úr sveitarfélaginu.
Bæjarstjórn þakkar Kristni vel unnin störf.
Aðalmaður:
Björg Leifsdóttir, Miðdal 3
Varamaður:
Brynhildur Hafsteinsdóttir, Smáratúni
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Inga Sigrún.
Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 18.50.

Getum við bætt efni síðunnar?