Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

67. fundur 26. október 2011 kl. 18:00 - 19:20 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 26. október, 2011 kl. 18.00 i Álfagerði.

Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Hörður Harðarson, Erla Lúðvíksdóttir, Ingþór Guðmundsson, Inga Sigrún Atladóttir, Sveindís Skúladóttir, Oddur Ragnar Þórðarson og Kristinn Björgvinsson.

Sveindís Skúladóttir ritar fundargerð í tölvu.

Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

Forseti óskar eftir að samþykkt verði að taka á dagskrá mál númer 4 sem er ósk félagsfund E-listans um íbúafund.

Það er samþykkt samhljóða.

1.

Fundargerð 120. fundar bæjarráðs. Forseti gefur orðið laust varðandi einstök atriði hennar. Til máls tók: Hörður Harðarson, Lagði fram bókun

12. mál

Inga Sigrún Atladóttir leggur fram eftirfarandi bókun: Ég vil bóka svar Harðar Harðarsonar varðandi 12 lið fundagerðarinnar. En hann spyr hver kostnaður við starfslok bæjarstjóra hafi verið, kostnaður staðgengils og áætlaður kostnaður við ráðningu á bæjarstjóra.

Hörður mótmælir einnig vinnubrögðum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs við uppsögn bæjarstjóra þar sem bæjarstjórn sér um að ráða og reka æðstu stjórnendur bæjarins.

Fyrir fundinum liggur bréf dagsett 17. október þar sem bæjarstjóra er sagt upp störfum og verður það rætt undir 3 lið. Í því kemur fram að bæjarstjóra er sagt upp frá og með 1. nóvember 2011, uppsögn bæjarstjóra mun því fyrst verða tekin fyrir á fundinum í dag og þá eftir atvikum synjað eða sambykkt.

Varðand upplýsingar um kostnað. Þá heldur fyrrverandi bæjarstjóri launum í 6 mánuði frá því að uppsögnin tekur gildi. Laun bæjarstjóra í Sveitarfélaginu Vogum er 750.600.- + launat.gjöld kr. 191.403. Staðgengill bæjarstjóra er skrifstofustjóri en staðgengilsstarfið er hluti af starfslýsingu hennar og tekur hún því ekki aukagreiðslur fyrir.

Eins og bæjarfulltrúa er ljóst er starf bæjarfulltrúa í Sveitarfélaginu Vogum ekki launað starf. Bæjarfulltrúar svara erindum sem ekki tengjast beint daglegum rekstri bæjarins og þiggja þeir ekki laun fyrir. Um umsýslu við bæjarráðs og bæjarstjórnarfundi sinna formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar einnig launalaust.

Fundir sem bæjarstjóri hefur setið og bæjarfulltrúar sækja nú er greitt fyrir samkvæmt samþykkt um greiðslu fyrir fundi sveitarfélagsins.

Á síðasta bæjarráðsfundi var forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs falið að auglýsa eftir bæjarstjóra. Samin hefur verið auglýsing og mun hún birtast í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu um næstu helgi. Ekkert er greitt fyrir samningu auglýsingarinnar en birting í blöðunum kostar 109.928 án vsk.

Tillaga okkar verður að Bæjarráð taki viðtal við hæfustu umsækjendur og mun það væntanlega taka nokkra fundi. Fyrir þá fundi er greitt samkvæmt samþykkt um greiðslur fyrir fundi sem samþykkt hefur verið af bæjarstjórn.

Ingþór lagði fram eftirfarandi bókun Mig langar að spyrja oddvita H-listans hvort þetta séu vinnubrögðin sem H- listinn ætlar að viðhafa, að bara oddviti H-listans kanski annar fulltrúi H-listans ekki bæjarstjóri ekki fulltrúi L- listans mæti á fund með fjárlaganefnd alþingis og fleiri slika fundi í framtíðinni fyrir hönd sveitarfélagsis. Nú spyr ég eru þetta vinnubrögðin sem á að viðhafa að bara oddviti h-listans mæti á slíka fundi ekki bæjarstjóri og ekki samstarfsaðilin oddviti L-listans.

15. mál Ég vil spyrja formann bæjarráðs hvort honum þyki ekki óeðlilegt að bæjarfulltrúi og varabæjarfulltrúi sem ekki sitja í bæjarráði fundi með formönnum félaga í sveitarfélaginu um samstarfssamninga. Hefði ekki verið eðlilegra að formaður bæjarráðs sæti fundina, þó vissulega yrði það einkennilegt þegar fundað yrði með formanni björgunarsveitarinnar Skyggnis,

17. mál.

Hörður Harðarson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa E listans. I svarbréfi sveitarfélagsins til Landsnets kemur m.a.eftirfarandi fram sem mig langar

að lesa með leyfi forseta

„Hvað varðar gildi samkomulags aðila telur sveitarfélagið að forsendur samkomulagsins séu ekki lengur fyrir hendi þar sem framkvæmdir hafi ekki hafist á þeim tíma sem forsendur samkomulagsins gerðu ráð fyrir. Enn liggi ekki fyrir hvenær bær hefjist. Eðlilegt sé því nú að skoða hvort aðrar forsendur hafi breyst s.s. eins og kostnaður við lagningu línanna í jörðu og skipulagsforsendur.“ Í ljósi þess að opnað er á viðræður við Landsnet í bréfinu og í anda góðrar stjórnsýslu langar mig að leggja fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga afturkallar ákvörðun sína frá 65. fundi bæjarstjórnar þar sem ákveðin var breyting á gildandi aðalskipulagi á þann veg að í stað loftlina komi jarðstrengur.

Bæjarfulltrúar E listans óska eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna í samræmi við 30. grein samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Voga. Ef tillaga okkar nær fram að ganga leggjum við til að fundað verði sem fyrst með fulltrúum Landsnets.

Oddur Ragnar Þórðarson segir nei Hörður Harðarson segir já Kristinn Bjögvinsson segir nei Ingþór Guðmundsson segir já Erla Lúðvíksdóttir segir já Sveindis Skúladóttir segir nei Inga Sigrún Atladóttir segir nei

Tillagan er felld með 4 atkvæðum gegn 3

Ingþór Guðmundsson lagði fram bókun Ég harma ákvörðun meirihlutans frá 65. Fundi bæjarstjórnar í þessu máli og lýsi yfir áhyggjum með þá ákvörðun. Ég ber hag sveitarfélagsins Voga og samfélagsins alls á Suðuresjum fyrir brjósti ég styð atvinnuuppbygginu á Suðurnesjum, ég vil ekki seinka peim ég mun því segja já við tillögunni.

Fundargerðin er samþykkt samhljóða. Til máls tóku: Inga Sigrún. Hörður, Ingþór, Kristinn og Oddur.

2.

Breytt fyrirkomulag umsókna um styrki og úthlutanir þeirra á safnliðum á fjárlögum.

Forseti gerir grein fyrir málinu.

3.

Starfslok bæjarstjóra.

Fyrir liggur bréf þar sem bæjarstjóra sveitarfélagsins Eirnýju Valsdóttir er sagt upp storfum frá og með 1. nóvember.

Hörður Harðarson leggur fram eftirfarandi bókun: Eg vil nýta þetta tækifæri og fagna því að meirihluti h og I lista skuli sjá fært að mæta á þennan bæjarstjórnarfund, þar sem mæting fulltrúa meirihlutans á fundi undanfarið hefur verið Sveitarfélaginu til skammar og vonast ég eftir því að fulltrúar meirihlutans taki sig á í mætingum og tali máli sínu og sveitarfélagsins út á við. Ég ítreka mótmæli mín við brottvikningu bæjarstjórns og mótmæli harðlega vinnubrögðum forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs.

Einnig vil ég þakka fyrir svör við spurningum mínum frá bæjarráðsfundinum um kostnað við starfslok bæjarstjórans , kostnað við ráðningu á nýjum og kostnað við staðgengil? Einnig langar mig að spyrja í ljósi skriflegrar kröfu forseta bæ og formanns bæjarráðs um að bæjarstjóri breytti skapgerð sinni til að þóknast nýjum meirihluta , hvaða kröfur verði gerðar um skapgerð nýs bæjarstjóra í auglýsingu?

Ingþór Guðmundsson leggur fram eftirfarandi bókun: Ég vil að spyrja formann bæjarráðs hvort hann hafi gert sér grein fyrir því er hann ásamt forseta bæjarstjórnar sagði bæjarstjóra upp störfum með bréfi dags. 17. okt. þá braut hann 61.grein samþykktar um stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins Voga.

Uppsögn bæjarstjóra er borin fram til atkvæða.

Tilnefningan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.

Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Ingþór og Kristinn

Hörður Harðarson lagði fram bókun Eg krefst þess að lögfræði álit sem haft var til hliðsjónar við uppsögn bæjarstjóra verði lagt fram.

4.

Ósk félagsfundar E-listans um borgarfund um framtíðarsýn sveitarfélagsins.

Hörður gerir grein fyrir ósk um borgarfund. Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Erla, Hörður

Erla Lúðvíksdóttir leggur fram eftirfarandi bókun. þar sem mikil óvissa er um framtíðarsýn bæjarstjórnar sveitarfélagsins Voga leggjum við bæjarfulltrúar E listans fram tillögu um opinn borgarafund sem haldinn yrði í Tjarnarsal fyrrihluta nóvember næstkomandi.

Tillagan felld með fjórum gegn þremur. Hörður Harðarson leggur fram eftirfarandi bókun: Ég lýsi yfir mikilli vanþóknun á vinnubrögðum meirihlutans Fleira ekki gert og fundi slitið við undirritun fundargerðar kl. 19.20

Getum við bætt efni síðunnar?