Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

70. fundur 25. janúar 2012 kl. 18:00 - 20:20 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 25. janúar, 2012 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Inga Sigrún Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson, Björn G. Sæbjörnsson, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson og
Erla Lúðvíksdóttir.
Einnig mættur: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sem ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

1. Fundargerð 125. fundar bæjarráðs frá 3.janúar 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
4. mál, rannsóknarleyfi á Keilisnesi.
Hörður Harðarson leggur fram svohljóðandi bókun: Ég bókaði athugasemd á
fundinum þar sem mér þótti óeðlilegt að vísað sé í samning sem ekki er eða var til og
spyr ég því nú hvort sveitarfélagið og ríkið hafi gert með sér samning um nýtingu
auðlind þeirri sem er á Keilisnesi?
Forseti bæjarstjórnar upplýsti að samningur hefði ekki verið gerður, en fyrir liggur hins
vegar heimild um nýtingarrétt samkvæmt eldri samningi (marksamningi).
5. mál Byggðarkvóti.
Bæjarstjórn leggur fram svohljóðandi bókun.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur úthlutað sveitarfélaginu byggðarkvóta fyrir árið 2012
sem er nokkuð hærri en úthlutun fyrra árs eða 49 þorskígildistonn. Bæjarráð óskaði í
umsókn sinni eftir heimild ráðuneytisins til að landa megi aflanum utan byggðarlags
og að fallið verði frá kröfu um tvöfalt aflamark. Þó er þess krafist sem áður að aflinn
verði unnin í byggðarlaginu enda markmið hans m.a. að skapa atvinnu.
8. mál niðurgreiðsla gjalda í leikskóla
Við afgreiðslu gjaldskrár sveitarfélagsins var ákveðið að breyta niðurgreiðslum á
gjaldi fyrir átta tíma vistun á leikskólanum Suðurvöllum þannig að ekki aðeins
einstæðir foreldrar hlytu niðurgreiðslu heldur einnig tekjulágir einstaklingar í sambúð.
Þar sem ákvörðunin var tekin í lok ársins gátu einstæðir foreldrar sem áður höfðu
fengið niðurgreiðslu fyrir skemmri vistun ekki brugðist við í tíma til að lengja
vistunartíma barna sinna. Því var samþykkt á fundi bæjarráðs að niðurgreiðslan

2

héldist til þeirra einstæðu foreldra sem eru með börn sín í skemmri vistun en átta
tíma, ef fyrir liggur umsókn um átta tíma vistun á leikskólanum.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Bergur, Oddur Ragnar, Björn.
2. Fundargerð 126. fundar bæjarráðs frá 17.janúar 2012
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Hörður Harðarson bókar eftirfarandi: Ég fagna því að sveitarfélagið hafi hug á að taka
upp græna hagkerfið en ég vill bara benda á að þessu kemur til með að fylgja
umtalsverður kostnaður sem enginn veit hver verður.
Forseti vekur athygli á 3 lið fundargerðarinnar en það er greinargerð Sveitarfélagsins
Voga með umsókn til Forsætisráðuneytisins um að verða tilraunasveitarfélag í græna
hagkerfinu en þar segir:
Sveitarfélagið Vogar hefur m.a. sett sér eftirfarandi stefnumið:
 Framsækið sveitarfélag á sviði uppbyggingar umhverfisvænnar
matvælaframleiðslu.
 Framtíðarhugsun þar sem náttúra og útivist haldast í hendur við menningu,
nýsköpun og framleiðslu.
 Umhverfisvænt sveitarfélag sem þekkt er fyrir óspilltar náttúruperlur.
 Fræði og efli hugsun um sjálfbæra þróun.
Innan sveitarfélagsins eru starfrækt fjölmörg fyrirtæki sem framleiða matvæli. Með
nýrri stefnumörkun á þessu sviði ætlar Sveitarfélagið Vogar að skipuleggja 100
hektara iðnaðarsvæði eingöngu ætlað til uppbyggingar á matvæla- og líftækniklasa.
Innan þess svæðis verður áhersla á umhverfisvæna framleiðslu, sjálfbærni, betri
nýtingu aðfanga og fullnýtingu frákasts frá framleiðslufyrirtækjum með það að
markmiði að auka virði allrar framleiðslukeðjunnar.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Hörður, Inga Sigrún,

3

3. Fundagerð 37. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 24.janúar 2012
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Hörður Harðarson leggur fram eftirfarandi bókun Ég vill vekja athygli bæjarstjórnar á
bókun umhverfis og skipulagsnefndar um 2. mál en þar segir m.a. með leyfi forseta:
Nefndin áréttar að við skipulagsgerðina verði tekið tillit til svo ásættanlegt verði
markmiða hverfisverndar um verndun strandlengjunnar í gildandi aðalskipulagi.
Tekið fyrir 1.mál fundargerðarinnar, deiliskipulag Iðavalla á Vatnsleysuströnd, tillaga
að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti Péturs H. Jónssonar dags. október 2011.
Deiliskipulagsbreytingin hefur verið grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa borist við tillöguna. Bæjarstjórn samþykkir
tillöguna og að málsmeðferð verði í samræmi við 4.gr. 44.gr.skipulagslaga nr.
123/2010. Samþykkt samhljóða.
Tekið fyrir 2.mál, aðalskipulagsbreyting vegna iðnaðarsvæðis Flekkuvíkur, byggð á
skipulags- og matslýsingu samkvæmt greinargerð Landslags dags. janúar 2012.
Bæjarstjórn samþykkir lýsinguna og leggur til að hún verði kynnt í samræmi við
ákvæði 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða. Bæjarstjórn
tekur jafnframt undir áréttingu nefndarinnar um að tekið verði tillit til svo ásættanlegt
verði markmiða hverfisverndar um verndun strandlengjunnar í gildandi aðalskipulagi.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Hörður, Oddur Ragnar, Bergur.
4. Fundargerð 7.fundar Atvinnumálanefndar frá 3. janúar 2012
Fundargerðin er lögð fram
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: Hörður, Ásgeir
Fundargerðin er lögð fram.

4

5. Samningur um rannsóknir og nýtingarrétt á köldu og heitu vatni.
Lagður fram samningur um rannsóknir og nýtingu á Keilisnesi milli Íslenskrar Matorku
og Sveitarfélagsins Voga, dags. 28.12.2011.
Forseti gefur orðið laust um samninginn.
Hörður Harðarson leggur fram svohljóðandi bókun:
Ég vill byrja á því að gera við það athugasemd að samningur þessi skuli lagður fram
sem trúnaðarmál þar sem ekkert í honum er þannig vaxið að ekki megi það koma
fyrir augu almennings. Það eina sem mér dettur í hug er að meirihlutinn ætli sér að
komast hjá upplýstri umræðu um innihald samningsins sem ég tel að ekki sé
ásættanlegur eins og hann er. Verði samningur þessi lagður fram til samþykktar án
þess að almenn og opin skoðanaskipti getið farið fram mun ég greiða atkvæði gegn
samningnum. Ég er þar með ekki að lýsa vanþóknun minni á framkvæmdum á
Keilisnesi en get ekki fellt mig við eitt og annað í samningnum.
Forseti bæjarstjórn óskar að fram komi að samningurinn er trúnaðarmál að ósk
viðsemjanda sveitarfélagsins.
Forseti bæjarstjórnar heimilar þessu næst til að samningurinn verði tekinn til
efnislegrar umfjöllunar. Bergur óskar að það komi fram að forseti heimilaði
umræðuna.
Oddur Ragnar fagnar því að opin umræðan um samninginn sé opin og að ekki sé
neitt í samningnum sem ekki má koma fram. Hann færir jafnframt fram þakkir til Ingu
Sigrúnar Atladóttur, Harðar Harðarsonar, Bergs Viðars Guðbjörnssonar og Jóngeirs
H. Hlinasonar fyrir aðkomu allra þessara að framgangi málsins.
Til máls tóku: Bergur, Hörður, Inga Sigrún, Kristinn, Ásgeir, Oddur Ragnar, Erla,
Björn.
Samningurinn er samþykktur samhljóða með öllum greiddum atkvæðum.

6. Þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Voga árin 2013 – 2015, seinni
umræða.
Með fundarboði er dreift tillögu að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árin
2013 – 2015. Áætlunin samanstendur af áætluðu rekstraryfirliti, efnahagsreikningi,
sjóðsstreymisyfirliti og lykiltölum fyrir A og B hluta. Áætlunin hefur einnig að geyma
rekstraryfirlit, efnahagsreikning, sjóðsstreymisyfirlit og lykiltölur fyrir A-hluta
sveitarsjóðs. Sundurliðuð áætlun er einnig á málaflokka með rekstraryfirliti,
efnahagsyfirliti og sjóðsstreymisyfirliti fyrir hvert ár áætlunartímabilsins.
Forseti gefur orðið laust um áætlunina.

5

Fulltrúar E listans leggja fram eftirfarandi bókun: Það er margt mjög gott í þriggja ára
áætlun meirihlutans en okkur finnst ótrúlegt að sjá að meirihluti H og L lista skuli ekki
ætla að framkvæma fyrir eina einustu krónu á árunum 2013, 2014 og 2015.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður, Oddur Ragnar, Bergur.
Áætlunin er samþykkt með sex atkvæðum. Einn situr hjá.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:20

Getum við bætt efni síðunnar?