Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

71. fundur 29. febrúar 2012 kl. 18:00 - 19:15 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 29.febrúar, 2012 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir:Kristinn Björgvinsson, Oddur Ragnar Þórðarson, Sveindís
Skúladóttir, Björn G. Sæbjörnsson, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson og Erla
Lúðvíksdóttir.
Einnig mættur: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sem ritar fundargerð.
Kristinn Björgvinsson,varaforseti bæjarstjórnar stýrir fundi.

1. Fundargerð 127. fundar bæjarráðs frá 1. febrúar 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Hörður, Kristinn, Bergur, Ásgeir

2. Fundargerð 128. fundar bæjarráðs frá 15. febrúar 2012
Fyrir tekið 10. mál, málefni leikskóla. Afgreiðslu málsins var vísað til umfjöllunar
bæjarstjórnar.
Tillaga oddvita L-listans, Kristins Björgvinssonar er borin undir atkvæði, svohljóðandi: Að
vel ígrunduðu máli og samkvæmt upplýsingum frá þeim fagaðilum sem málið varðar er
ljóst að sú rekstrarniðurstaða sem fá átti með lokun einnar deildar og breyttum
aldursviðmiðunum á leikskólanum Suðurvöllum skilar ekki þeirri hagræðingu sem
reiknað var með fyrr en í fyrsta lagi árið 2014 og þá ekki nema einum þriðja af
upprunalegri hagræðingu. Er það nú ljóst að hálfu L-listans að þessi ákvörðun um lokun
deildarinnar og breytingu á aldursviðmiði er ekki réttlætanleg og leggur hann til að
bæjarstjórn dragi ákvörðun sína til baka og leikskólinn starfi óbreyttur þar til aðrar
forsendur koma fram.
Hörður Harðarson leggur fram svofellda breytingartillögu við tillögu Kristins: Hækkuð
verði niðurgreiðsla til dagforeldra í kr. 40.000 á mánuði í viðleitni til að gera
starfsgrundvöll þeirra styrkari í Vogunum.

Samþykkt samhljóða.
Tillagan þannig breytt er samþykkt samhljóða.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Hörður, Bergur, Oddur Ragnar,

3. Fundagerð 38. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 21. febrúar 2012
Tekið fyrir 2. mál, deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerðis. Tillaga að deiliskipulagi skv.
uppdrætti Landslags dags. 09.12.2011: Deiliskipulagstillagan hefur verið auglýst skv. 41.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir hafa borist við tillöguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt
óbreytt. Málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tók: Kristinn
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð 56.fundar Fræðslunefndar frá 20. febrúar 2012
Fundargerðin er lögð fram
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bergur Álfþórsson óskar að það verði sérstaklega áréttað að aðstoðarskólastjóri Stóru-
Vogaskóla hefur sagt upp stöðu sinni að eigin ósk og í ljósi þess að hann hefur náð
aldursviðmiðum vegna 95 ára reglu. Hann hefur jafnframt fallist á að starfa áfram sem
kennari í hlutastarfi.
Til máls tók: Bergur
Fundargerðin er lögð fram.

5. Fundargerð 54. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar frá 16. febrúar 2012
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram

6. Fundargerð 637. fundar stjórnar SSS frá 16. febrúar 2012
Tekið fyrir 1. mál, almenningssamgöngur á Suðurnesjum, skipun í starfshóp. Bæjarstjórn
tilnefnir Ásgeir Eiríksson til setu í starfshópnum fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.
Samþykkt samhljóða.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tók:Hörður
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð 420. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja frá 9.
febrúar 2012
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: Bergur, Oddur Ragnar
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð 220. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja frá 6. Febrúar 2012
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð 15. fundar stjórnar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja frá 10.
febrúar 2012
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Til máls tóku: Hörður, Ásgeir

Fundargerðin lögð fram.

10. Skipun starfshóps vegna IPA umsóknar sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir að skipa starfshóp, einn aðila frá hverju framboði. Hópurinn
verður samvinnuhópur sem ásamt bæjarstjóra mótar frekari áherslur sveitarfélagsins um
græna hagkerfið sem m.a. felur í sér uppbyggingu matvæla og líftækniklasa á Keilisnesi.
Umsóknin er unnin í samstarfi annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum innan
atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar.
Forseti gefur orðið laust um málið.
Til máls tóku: Bergur, Kristinn, Hörður
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna eftirtalda í starfshópinn:
Inga Sigrún Atladóttir fyrir hönd H-lista
Jóngeir Hjörvar Hlinason fyrir hönd L-lista
Hörður Harðarson fyrir hönd E-lista
Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:15

Getum við bætt efni síðunnar?