Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

72. fundur 28. mars 2012 kl. 18:00 - 18:50 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 28.mars, 2012 kl. 18.00 í Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Inga Sigrún Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson, Björn G. Sæbjörnsson, Hörður Harðarson, Bergur Álfþórsson og
Erla Lúðvíksdóttir.
Einnig mættur: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sem ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerð 129. fundar bæjarráðs frá 7. mars 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Erla, Inga Sigrún
2. Fundargerð 130. fundar bæjarráðs frá 21. mars 2012
Fyrir tekið 6. mál, Vogajarðir – sölutilboð. Afgreiðsla málsins var bókuð í trúnaðar-
málabók.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs á 127. fundi þann 1. febrúar 2012. Afgreiðsla
bæjarráðs var sú að gera kauptilboð í 24,85% hlut í óskiptu landi Vogajarða í
Sveitarfélaginu Vogum að fjárhæð 47 milljónir króna. Tilboðið var gert með fyrirvara
um samþykki bæjarstjórnar.
Kauptilboðið samþykkt samhljóða, jafnframt samþykkt að kaupverðið verði
fjármagnað með framlagi úr framfarasjóði sveitarfélagsins.
Fyrir tekið 8. mál Siða- og samskiptareglur ásamt reglum um aðgengi að gögnum.
Málinu var vísað til umfjöllunar bæjarstjórnar.
Samþykkt að vísa málinu til síðari umræðu.

2

Samþykkt samhljóða.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn óskar Melkorku Rós Hjartardóttur til hamingju með sigurinn í
söngvakeppni félagsmiðstöðva.
Bergur Álfþórsson bókar eftirfarandi v/ 16.máls: „Á 129. fundi bæjarráðs var bókað
vegna fundar fulltrúa meirihlutans með fulltrúum Landsnets hf. þann 28.febrúar 2012:
„Samþykkt að á næsta fundi bæjarráðs verði lagt fram minnisblað Ívars Pálssonar hrl.
um málið sem og minnisblað bæjarstjóra.“ Á 130. fundi bæjarráðs voru lögð fram
minnisblöð dagsett rúmum hálfum mánuði áður en umræddur fundur fór fram. Nú
óska ég eftir upplýsingum um fund meirihluta bæjarstjórnar með Landsneti sem fram
fór 28 febrúar síðastliðinn eins og fram hefur komið í málflutningi forseta
bæjarstjórnar í hið minnsta einum fjölmiðli.
Björn Sæbjörnsson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarstjórnar:
Ég vill lýsa ánægju minni með að nýtt tjaldstæði verði tekið í notkun í sveitarfélaginu
á vori komandi. Ferðaþjónusta er sú atvinugrein sem er í hvað mestum vexti á íslandi
í dag og vonandi er þetta eitt skref í þá átt að auka veg ferðaþjónustu i okkar ágæta
sveitarfélagi. Við höfum svo sem ekkert verið að fara fram úr okkur í íburði en góð
byrjun er uppsetning á salerni og rafmagni auk þess sem vinnuskólinn mun
gróðursetja tré við tjaldstæðið. Ég vill beina því til bæjarstjóra hvort hægt sé að koma
tjaldstæðinu inn á útilegukortið og athuga hvernig hægt er að kynna það með öðrum
hætti.
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Hörður, Bergur, Ásgeir, Björn, Inga Sigrún
3. Fundagerð 39. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20. mars 2012
Fyrir tekið 1. mál, deiliskipulag Iðndals. Tillaga að breyttu deiliskipulagi skv. uppdrætti
Landslags dags. 13.03.2012. Breyting frá gildandi deiliskipulagi er að nýtingarhlutfall
verður 0,4 í stað 0,3 að öðru leyti heldur núverandi skipulag sér.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að
tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan er samþykkt samhljóða
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3

4. Fundargerð 57.fundar Fræðslunefndar frá 21. mars 2012
Fundargerðin er lögð fram
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin er lögð fram.

5. Kosning í nefndir
Breytinga á skipun H-lista í Umhverfis og skipulagsnefnd. Varamaður H-lista í
nefndinni verður Inga Sigrún Atladóttir í stað Sigurðar Karls Ágústssonar.
Breytingin er samþykkt samhljóða.
6. Yfirlit bæjarstjóra um verkefni í vinnslu
Bæjarstjórinn kynnir helstu verkefni sem eru í vinnslu í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra.
Bæjarstjórn þakkar Ásgeiri Eiríkssyni bæjarstjóra fyrir greinargott yfirlit.
7. Boðun íbúafundar
Í samþykktum um framfarasjóð Sveitarfélagsins Voga kemur fram að óheimilt sé að
taka fé úr sjóðnum án þess að fá álit sérfræðings á úttektinni og það álit síðan rætt á
íbúafundi.
Bæjarstjórn samþykkir að boða til íbúafundar um úttekt úr framfarasjóði og
ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2011 fimmtudaginn 10. maí 2012
Til máls tók: Hörður, Inga Sigrún

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:50

Getum við bætt efni síðunnar?