Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

76. fundur 26. september 2012 kl. 18:00 - 18:20 Álfagerði

Fundur haldinn í bæjarstjórn miðvikudaginn 26. september 2012 kl. 18.00 í
Álfagerði.
Mættir eru bæjarfulltrúarnir: Inga Sigrún Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Oddur
Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir, Hörður Harðarson, Erla Lúðvíksdóttir og
Ingþór Guðmundsson.
Einnig mættur: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri sem ritar fundargerð.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
1. Fundargerð 137. fundar bæjarráðs frá 5. september 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fyrir tekið 14. mál, lokun afgreiðslu Landsbankans í Vogum:
Svohljóðandi bókun var lögð fram:
Lokun bankaútibúsins í Sveitarfélaginu Vogum um miðjan mánuðinn var mikið áfall
fyrir bæjarfélagið enda hafa bæjarfulltrúar sveitarfélagsins verið í mikilli varnarbaráttu
við að halda grunnþjónustu í sveitarfélaginu. Það er ömurleg staða að þjónusta við
íbúa virðist ekki vera forgangsatriði hjá bankanum og stofnanir eins og Landsbankinn
telja samfélagssjónarmið ekki geta haft áhrif á ákvarðanir bankans
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Ingþór, Ásgeir, Hörður
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð 138. fundar bæjarráðs frá 19. september 2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fyrir tekið 11. mál, beiðni um endurgjaldslaus afnot af Tjarnarsal: 11. mál, 1209034,
beiðni um endurgjaldslaus afnot af sal: „Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs,

2

að starfsfólk leikskólans fái endurgjaldslaus afnot af Tjarnarsal þann 4. október þegar
halda á bingó sem er til fjáröflunar vegna námsferðar síðar í vetur. Bæjarráð
samþykkti einnig að ekki skuli innheimt vegna viðveru umsjónarmanns þetta kvöld.“
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: Inga Sigrún, Kristinn, Hörður, Ásgeir
Fundagerðin er samþykkt samhljóða.
3. Fundagerð 44. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 18. september
2012.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Fyrir tekið 1. mál, erindi Íslandsbleikju ehf. sem sækir um byggingarleyfi fyrir 8
fiskeldisker skv. ódagsettri umsókn móttekinni 05.06.2012 og yfirlitsmynd GS
Teiknistofu dags. 01.06.2012.
Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.
123/2010. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við umsóknina og er henni vísað til
afgreiðslu bæjarstjórnar. Málsmeðferð byggingarleyfis verði í samræmi við ákvæði
laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún.
4. Viðhorfskönnun sveitarfélagsins meðal eldri borgara.
Forseti gefur orðið laust.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Sveindís, Hörður
Með útsendum gögnum var dreift skýrslu Rannsóknarstofu í Barna- og
fjölskylduvernd um könnun meðal eldra fólks í Vogum.
Svohljóðandi bókun var lögð fram:
Vinnuhópur um málefni aldraðra hefur fundað um könnun meðal eldra fólks í
Sveitarfélaginu Vogum sem unnin var af Rannsóknastofnun í barna- og
fjölskylduvernd og leggur til að Erla Karlsdóttir sem vann könnunina verði fengin til að
kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum sveitarfélagsins á opnum íbúafundi í byrjun október.
Vinnuhópurinn leggur einnig til að á íbúafundinum verði Sigurður Garðason fenginn til
að kynna drög að stefnumótunarvinnu varðandi öldrunarmál á Suðurnesjum og að á
fundinn verði einnig boðið aðilum frá félagi eldri borgurum á Suðurnesjum til að kynna
sér niðurstöður könnunarinnar og kynna starfsemi félagsins.
Vinnuhópur um málefni aldraðra í Sveitarfélaginu Vogum leggur áherslu á að strax
verði hafist handa við að móta stefnu í málefnum eldri borgara í sveitarfélaginu og
hægt verið að kynna stefnuna í nóvember 2012. Ennfremur leggur vinnuhópurinn

3

áherslu á það þrátt fyrir að stefnan sé ekki fullmótuð verði strax tekið mið af
niðurstöðum hennar eins og hægt er í félagsstarfi eldri borgara í Álfagerði.
Lagt til að skýrslan verði send eldri borgurum fyrir kynningarfundinn, sem og að
skýrslan verði aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn þakkar þeim sem tóku þátt í könnuninni og vinnuhópnum fyrir þeirra störf
og samþykkir tillögu vinnuhópsins.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:20

Getum við bætt efni síðunnar?