Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

77. fundur 31. október 2012 kl. 18:00 - 19:20 Álfagerði

Fundinn sátu:
Inga S. Atladóttir, Kristinn Björgvinsson, Oddur Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir,
Hörður Harðarson, Erla Lúðvíksdóttir og Ingþór Guðmundsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar stýrir fundi.
Dagskrá:
1. 1210024 - 61. fundur Fjölskyldu og velferðarnefndar
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerðina, samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún

2. 1210003F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 39
Fundargerðin lögð fram.
1. mál fundargerðarinnar, fjárhagsáætlun, er til úrvinnslu hjá bæjarráði í tengslum við
gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerðina, samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún

3. 1210002F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 45
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerðina, samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún

4. 1210001F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 139
Fundargerðin lögð fram.
Fyrir tekið 6. mál: 0612004-Kjarnorkulaust sveitarfélag. Á fundi bæjarráðs var bréf
Samtaka hernaðarandstæðinga dags. 1.10.2012 lagt fram. Bæjarráð samþykkti að
vísa málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn samþykkir að lýsa því yfir að

77. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

01.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

2

Sveitarfélagið Vogar verði kjarnorkulaust sveitarfélag.

Fyrir tekið 11. mál: 1210031 - 80 ára afmæli Ungmennafélagsins Þróttar: Bæjarstjórn
óskar Ungmennafélaginu Þrótti til hamingju með 80 ára afmælið.
Fyrir tekið 12. mál: 1210090 - 140 ára afmæli Stóru-Vogaskóla: Bæjarstjórn óskar
Stóru-Vogaskóla til hamingju með 140 ára afmælið.
Bæjarstjórn staðfestir fundargerðina, samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður

5. 1210004F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 140
Fundargerðin lögð fram.
Fyrir tekið 1. mál: 1209004-Fjárhagsáætlun 2013. Á fundinum fór bæjarráð yfir
fyrirliggjandi tillögu að rekstraráætlun 2013 og gerðar breytingatillögur. Jafnframt var
skráð minnisblað með athugasemdum og tillögum til umræðu. Bæjarráð vísaði
málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn. Málið er á dagskrá síðar á fundinum.
Fram kom fyrirspurn varðandi áform Íslenskrar Matorku á Keilisnesi. Fram kom
fyrirspurn um kostnað við gagnaver á sínum tíma, bæði við lóðaúthlutunina og við
það að lóðinni var skilað. Bæjarstjóra falið að svara fyrirspurnunum fyrir næsta fund
bæjarstjórnar.
Fyrir tekið 2. mál: 1210041-Samstarfssamningur 2012-2016 við Ungmennafélagið
Þrótt: Bæjarráð samþykkti samninginn með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir samninginn, samþykkt samhljóða.
Ingþór Guðmundsson bókar eftirfarandi: Um leið og við óskum UMF Þrótti til
hamingju með 80 ára afmælið og með nýjann samstarfssamning við sveitarfélagið
sjáum við okkur knúin til að óska upplýsinga um eftirfarandi: Á 122. fundi bæjarráðs
var bæjarfulltrúanum Oddi Ragnari Þórðarsyni og varabæjarfulltrúanum Jóngeiri
Hlinasyni falið að endurnýja samstarfssamning við UMFÞ og leggja fyrir bæjarráð.
Ári síðar kemur á borð bæjarráðs samstarfssamningur sem samþykkja þarf með
hraði. Ekki voru á samningnum sjáanleg fingraför Odds og Jóngeirs og óskum við
upplýsinga um eftirfarandi:
Hvers vegna tók þessi vinna tæpt ár?
Unnu þeir sem falið var verkið á 122 fundi bæjarráðs verkið eða einhverjir aðrið,
hverjir þá?
Þykir meirihlutanum til eftirbreytni að Frístunda og Menningarnefnd fjalli ekki um
samninginn fyrr en eftir undirskrift?
Að lokum vil ég vita hvernig vinna sú er þeim Oddi og Jóngeiri var falin á 120 fundi
bæjarráðs fyrir ári síðan, þ.e. að ræða við öll félög í sveitarfélaginu um
samstarfssamninga gengur, og hvort vænta megi niðurstaðna, og hvort og þá
hvenær Frístunda og Menningarnefnd fréttir þeim.

Bæjarstjórn staðfestir fundargerðina, samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Ingþór, Oddur Ragnar, Hörður, Ásgeir

77. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

01.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

3


6. 1210015 - 223 fundargerð Stjórnar B.S.
Fundargerðin lögð fram.

7. 1210032 - 28. fundur Menningarráðs Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram. Samþykkt að fundargerðin verði send Frístunda- og
menningarnefnd til kynningar.

8. 1210009 - 350 fundargerð Hafnarsambands Íslands
Fundargerðin lögð fram.

9. 1210033 - 351 fundargerð Hafnarsambands Íslands
Fundargerðin lögð fram.

10. 1209042 - 428. fundur Sorpeyðingarst. Suðurnesja.
Fundargerðin lögð fram.

11. 1210029 - 429. fundur Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerðin lögð fram.

12. 1209035 - 643 fundargerð Samb. Sveitarfél. á Suðurnesjum
Fundargerðin lögð fram.

13. 1209037 - 644 fundargerð Samb. sveitarfél. á Suðurn.
Fundargerðin lögð fram.

14. 1209036 - 645 fundargerð Samb. Sveitarfél. á suðurn.
Fundargerðin lögð fram.

15. 1209045 - 646 fundargerð Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerðin lögð fram.

16. 1210016 - 647. fundargerð Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerðin lögð fram.

17. 1210043 - 36. aðalfundur Samb. sveeitarfél. á Suðurn.

77. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

01.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

4

Fundargerðin lögð fram.

18. 1210023 - 81. fundur Þjónustuhóps aldraðra
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarstjórn óskar eftir að fundargerðin SSS berist í beinu framhaldi af fundunum.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Hörður

19. 1209032 - Fundargerð 315. fundar Skólanefndar FS
Fundargerðin lögð fram.

20. 1210038 - Fundargerð stjórnar DS frá 3. okt. 2012.
Fundargerðin lögð fram.

21. 1209004 - Fjárhagsáætlun 2013
Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjögurra ára áætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir
árin 2013-2016. Bæjarstjóri fylgdi tillögunni úr hlaði og gerði grein fyrir helstu atriðum
áætlunarinnar.
Tillagan samanstendur af áætluðum rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, yfirliti um
sjóðsstreymi, lykiltölum, samanburði málaflokka milli ára ásamst sundurliðunum fyrir
hvert ár. Með tillögunni er einnig lagt fram yfirlit um almennar forsendur
fjárhagsáætlunarinnar, minnisatriði við yfirferð bæjarráðs á vinnufundi þ. 24.10.2012
ásamt fleiri gögnum.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tekjur ársins 2013 verði liðlega 750 miljónir
króna, en að gjöld án fjármagnsliða verði um 733 miljónir króna. Niðurstaða án
fjármagnsliða er því áætluð jákvæð um tæplega 18 miljónir króna. Fjármagnsliðir eru
hins vegar áætlaðir um 40 miljónir króna, þannig að áætluð rekstrarniðurstaða er
neikvæð um rúmar 22 miljónir króna. Áætlunin fyrir árin 2014 - 2016 er með svipaðar
niðurstöður, enda ekki gert ráð fyrir magnbreytingum á áætlunartímabilinu.
Svohljóðandi bókun var lögð fram af forseta bæjarstjórnar fyrir hönd meirihlutans: Í
fjárhagsáætlun 2013 er haldið áfram á þeirri jákvæðu braut sem verið hefur síðasta
ár. Í fyrra lauk nokkuð löngu niðurskurðartímabili og fjárhagsáætlun 2013
endurspeglast sú skoðun að lengra verði ekki komist í niðurskurði í einstökum
deildum. Undanfarin ár hefur góður árangur náðst í aðhaldsaðgerðum og er það ekki
síst að þakka skilning starfsmanna bæjarins á mikilvægi aðhaldsaðgerða þá
samstöðu hafa deildarstjórar bæjarins átt stóran þátt í að skapa og eiga þeir heiður
skilinn fyrir árvekni sína og eftirfylgni. Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram er ekki
fullunninn og á væntanlega eftir að taka breytingum milli umræðna.
Svohljóðandi bókun var lögð fram af fulltrúum minnihlutans: Við viljum byrja á því að
þakka bæjarstjóranum fyrir ágæta yfirferð og velframsetta áætlun. Þegar rýnt er í
fjárhagsáætlunina kemur fram ótrúlegt stefnu og metnaðarleysi meirihlutans. Nú
þegar fyrri umræða fer fram um þetta mikilvægasta verkfæri stjórnenda

77. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

01.11.2012 Sveitarfélagið Vogar

5
sveitarfélagsins liggur að baki einn fundur um fjárhagsáætlun næsta árs. Í minnisblað
bæjarráðs sem liggur fyrir þessum fundi eru heilar tvær tillögur frá meirihlutanum,
sem báðar eru til að auka verulega útgjöld sveitarfélagsins án þess að tekjur komi á
móti.
Metnaðarleysið er algjört, við bjóðum fram krafta okkar svo hægt verði að leggja fram
metnaðarfulla fjárhagsáætlun að mánuði liðnum.
Tillögunni er vísað til síðari umræðu á bæjarstjórnarfundi 28. nóvember 2012.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Ásgeir, Hörður, Oddur Ragnar, Kristinn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20

Getum við bætt efni síðunnar?