Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

79. fundur 19. desember 2012 kl. 18:00 - 18:20 Álfagerði

Fundinn sátu:
Inga S. Atladóttir, Hörður Harðarson, Oddur Ragnar Þórðarson, Sveindís Skúladóttir,
Bergur Álfþórsson og Ingþór Guðmundsson.
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson, Bæjarstjóri
Inga Sigrún Atladóttir stýrir fundi.
Í upphafi var leitað afbrigða vegna 1. máls á dagskrá, fundagerð 143. fundar bæjarráðs frá
19.12.2012. Þar sem fundurinn var haldinn fyrr í dag var ekki unnt að senda
fundargerðina með fundarboðinu. Fundargerðin var send bæjarstjórnarmönnum að
afloknum fundi bæjarráðs fyrr í dag. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að taka
fundargerðina til afgreiðslu á fundinum.
Dagskrá:
1. 1212022 - 143. fundur Bæjarráðs
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún.

2. 1211041 - Tillögur um atvinnuátakið VINNA OG VIRKNI
Fyrir fund bæjarstjórnar mætti Runólfur Ágústsson, stjórnarformaður
Vinnumálastofnunar, og kynnti átakið. Bæjarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu
fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning um það fyrir hönd
sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Inga Sigrún.

3. 1212018 - Gjaldskrá sveitarfélagsins 2013
Með útsendum gögnum fylgir tillaga að gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2013.
Tillagan tekur mið af samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2013-2016.
Gjalskráin er samþykkt samhljóða.

79. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

20.12.2012
Sveitarfélagið Vogar

2

Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur.

4. 1211044 - Stefnumótun í uppbygginu öldrunarþjónustu
Drög að stefnumótun málaflokksins, sem unnin voru af starfshóp bæjarstjórnar, fylgdi
útsendum gögnum. Svohljóðandi bókun var lögð fram:
Á fundi bæjarráðs þann 16. maí 2012 var stofnaður starfshópur sem móta átti stefnu í
málefnum eldri borgara í Sveitarfélaginu Vogum. Starfshópurinn átti að móta starfið í
öldrunarmálum og gera tillögur til úrbóta. Hópurinn átti m.a. að fjalla um;
framtíðarskipulag Álfagerðis, aðgengi eldri borgara í sveitarfélaginu að þjónustu og
upplýsingum, aðkoma eldri borgara að mótun félagsstarfs í sveitarfélaginu og hvernig
hægt væri að stuðla að aukinni þátttöku eldri borgara í því starfi sem boðið er upp á.
Með stefnu í málefnum aldraðra í sveitarfélaginu er leitast við að miða þjónustuna við
fjölbreyttar þarfir, getu og vilja eldri borgara undir kjörorðinu Fjölbreytni- Samvinna -
Virðing.
Stefnan hefur verið tekin fyrir í bæjarráði og þar kom fram breytingartillaga um að
málefni aldraðra yrði ekki sett í sérstakan málaflokk og aðskilið frá íþrótta og
félagsmiðstöð eins og lagt er til í stefnumótuninni, einnig var rætt um að menninga og
tómstundafulltrúi gæti ráðið öldrunarfulltrúa í 70% starf þar til íbúðir í Álfagerði yrðu
gerðar að þjónustuíbúðum. Lagt er til að starfið verði laust til umsóknar næsta haust,
unnið verði út frá stefnumótunni frá áramótum og eldri borgurum verði boðið að kaupa
hádegisverð í Álfagerði frá þeim tíma. Einnig er lagt til að eldri borgurum í
sveitarfélaginu verði boðið á kynningarfund á stefnumótunni sem ráðgert er að halda í
upphafi nýs árs. Stefnumótunin verði endurskoðuð eftir þörfum, eða a.m.k. þriðja hvert
ár.
Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar, en að það verði
verði jafnframt tekið á dagskrá næsta fundar bæjarráðs.
Til máls tóku: Inga Sigrún, Bergur, Hörður.

5. 1212017 - Mútubrigsl forseta bæjarstjórnar
Málið er tekið á dagskrá að beiðni bæjarfulltrúa E-listans. Bæjarfulltrúa E-listans
leggja fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar E-listans lýsa furðu sinni á því að Inga Sigrún Atladóttr, forseti
bæjarstjórnar, sú hin sama og var í framvarðasveit við samningu siðareglna
Samfylkingarinnar, sú hin sama og hafði forgöngu um að samdar yrðu siðareglur fyrir
kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Vogum skuli voga sér að halda því fram á opinberum
vettvangi að hún hafi heimildir fyrir mútugreiðslum í tenglsum við lagningu raflína um
sveitarfélagið Voga án þess að geta fært sannanir fyrir orðum sínum.
Þessar ásakanir eru Ingu Sigrúnu Atladóttur forseta bæjarstjórnar til skammar.
Inga Sigrún Atladóttir forseti bæjarstjórnar hefur enn ekki beðið afsökunar á þessum
ummælun sínum né heldur dregið þau undanbragðalaust til baka.
Nú hvetjum við Ingu Sigrúnu Atladóttur forseta bæjarstjórnar til að nota þetta tækifæri
og draga ummæli sín til baka og biðjast afsökun á þeim.

79. fundur Bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga

20.12.2012
Sveitarfélagið Vogar

3

Til máls tóku:
Inga Sigrún, Bergur.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Getum við bætt efni síðunnar?