Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

86. fundur 26. júní 2013 kl. 18:00 - 20:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Oddur Ragnar Þórðarson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Sigrún Atladóttir
  • Kristinn Björgvinsson
  • Erla Lúðvíksdóttir
  • Bergur Álfþórsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Jón Elíasson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson Bæjarstjóri
Dagskrá
Oddur Ragnar Þórðarson forseti stýrir fundi.
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt samhljóða að fyrsta mál á dagskrá verði úthlutun styrkja úr Menntasjóði. Röð annarra dagskrárliða helst óbreytt. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Úthlutun úr Menntasjóði 2013

1306037

Rétt á styrk eiga þeir nemendur sem ljúka námi á 2.ári í framhaldsskóla á tilsettum tíma. Að auki fá þrír nemendur Stóru-Vogaskóla sem luku grunnskólaprófi viðurkenningar fyrir bestan námsárangur.
Á fundinum var eftirtöldum nemendum sem lokið hafa námi á öðru ári í framhaldsskóla veitt viðurkenning:
Ragnar Karl Key Frandsen
Þórarinn Birgisson
Sigrún Ósk Árnadóttir
Kristinn Þór Sigurjónsson
Þorgerður Magnúsdóttir

Þá var jafnframt þeim þremur nemendum sem náðu bestum árangri á grunnskólaprófi veitt viðurkenning úr Menntasjóði:
Dagný Vala Kristinsdóttir: 9,28
Frank Heiðar Sigurðsson: 9,23
Eyrún Erla Kristjánsdóttir: 9,21

Oddur Ragnar Þórðarson afhenti ungmennunum viðurkenningar sínar. Bæjarstjórn færir ungmennunum hamingjuóskir með viðurkenningarnar og óskar þeim bjartrar framtíðar á menntabrautinni.

2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 152

1305003F

Inga Sigrún Atladóttir óskar bókað:
2. mál, skipan og stjórnar fjárhagur Reykjanesfólkvangs -Fagna því að sveitarfélagið hafi samþykkt að hækka fjarframlag til Reykjanesfólkvangs og vona að aukin fjárframlög aðildarsveitarfélaga verði til að styrkja starf stjórnar fólkvangsins. Jafnframt óska ég eftir því að á næsta bæjarráði verði tekin til samþykktar stjórnunaráætlun fólkvangsins sem ég tel að verði til mikilla bóta fyrir svæðið allt.
3. mál, endurbætur á Vogatjörn - ósk um að málið verði tekið á dagskrá næsta bæjarráðs.
5. mál, lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd: Ég fagna því að hafist sé handa við hagkvæmniathugunar á lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd sem er mikilvægt til þess að bæta lífsgæði íbúa á ströndinni og efla og styrkja byggð og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Ég óska eftir því að bæjarstjóri geri grein fyrir stöðu málsins og hvenær niðurstöður munu liggja fyrir.
7. mál, uppbygging raforkuflutningskerfis á Reykjanesi: Bæjarráð óskaði eftir kostnaðargögnum sem fylgdu umsókn Landsnets til orkustofnunar en hefur ekki fengið þau gögn. Mikilvægt er að bæjarfulltrúar fái aðgang að þeim gögnum svo möguleiki sé fyrir sveitarfélagið að fá óháðan aðila til að meta gögnin og sannreyna hvort kostnaðarhlutföll milli jarðstrengs og loftlínu er eins mikill og Landsnet hefur haldið fram.
Að leyfa loftlínur í gegnum sveitarfélagið stangast á við grundvallarstefnumótun í aðalskipulagi og þrátt fyrir að loftlínur séu sýndar ásamt jarðstreng er skýrt tekið fram í texta skipulagsins að stefna sveitarfélagsins sé að allar nýjar línur verði lagðar í jörð.
Ég hef fylgt þessu máli í nokkur tíma fyrir hönd sveitarfélagsins og miðað við þau gögn sem ég hef aflað mér fer Landsnet ekki með rétt mál í sínum kostnaðartölum. Barátta mín fyrir óháðum upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir hafa ekki verið mér auðveldar. Fyrr á þessu ári óskaði ég eftir tímabundnu leyfi frá starfsskyldum forseta bæjarstjórnar en í viðræðum við félaga mína á fundi í gærkvöldi kom fram að ég hefði ekki traust allra fulltrúa meirihlutans til að taka við starfinu aftur vegna framgöngu minnar gagnvart Landsneti. Vegna þessa trúnaðarbrests tel ég mig ekki lengur geta stutt meirihlutasamstarf H og L lista í Sveitarfélaginu.
Vegna þessara ásakana í minn garð, stefnumótunar sveitarfélagsins og hagsmuna landeigenda tel ég mikilvægt að Sveitarfélagið fái nákvæmar kostnaðartölur frá Landsneti um samanburð á loftlínum og jarðstrengjum sem hægt væri að sannreyna hjá óháðum aðila. Það er von mín að þær upplýsingar liggi fyrir á næsta fundi bæjarráðs.


Til máls tóku: Oddur Ragnar, Inga Sigrún, Ásgeir, Bergur

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 153

1306002F

Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Inga Sigrún

4.68. fundur Fjölskyldu og velferðarnefndar

1305023


Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Inga Sigrún, Ásgeir

5.69. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar

1305066

Fundargerðin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tók: Oddur Ragnar Þórðarson.

6.Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Voga

1303038

Síðari umræða um nýjar samþykktir sveitarfélagsins. Niðurstaða vinnuhóps liggur fyrir og fylgir fundarboði.
Síðari umræða um endurskoðaðar samþykktir Sveitarfélagsins Voga. Með útsendum gögnum fylgir niðurstaða vinnuhóps bæjarstjórnar með tillögum að endurskoðuðum samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði 9.gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarstjórn samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti, samhljóða með sjö atkvæðum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að samþykktirnar verði sendar Innanríkisráðuneytinu til staðfestingar.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Ásgeir

7.Siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Voga

1306032

Samþykkja þarf siðareglur kjörinna fulltrúa samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaganna. Árið 2012 voru siðareglur samþykktar sem hluti af starfs-, samskipta- og siðareglum Sveitarfélagsins Voga. Samkvæmt leiðbeiningum Innanríkisráðuneytisins þurfa siðareglur kjörinna fulltrúa að vera sjálfstætt skjal og ekki hluti af öðrum reglum. Uppfært eintak fylgir fundarboðinu.
Með fundarboði fylgir tillaga að siðareglum kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Voga. Reglurnar eru settar samkvæmt ákvæðum 29.gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarstjórn samþykkir siðareglurnar, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Ásgeir, Inga Sigrún.

8.Kosning í nefndir

1306036

Inga Sigrún Atladóttir bókar að hún óski eftir hlutfallskosningu í bæjarráð. Jafnframt óskar hún að það komi fram að hún hafi ekki óskað eftir að láta af störfum í þeim nefndum sem hún átti sæti í.
Oddur Ragnar Þórðarson lét þess getið að þar sem ekki væri kosið í bæjarráð í heild sinni ætti reglan um hlutfallskosningu ekki við og því standi tillagan.

Oddur Ragnar Þórðarson leggur fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að gera eftirfarandi breytingar á nefndum sveitarfélagsins:

Bæjarráð: Fulltrúi H-lista í bæjarráði í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur verður Oddur Ragnar Þórðarson. Í stað Odds Ragnars Þórðarsonar verður Sveindís Skúladóttir varafulltrúi H-lista í bæjarráði.
Fræðslunefnd: Varafulltrúi H-lista í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur verður Oddur Ragnar Þórðarson.
Umhverfis- og skipulagsnefnd: Varafulltrúi H-lista í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur verður Oddur Ragnar Þórðarson
Dvalarheimili aldraðra DS: Varafulltrúi sveitarfélagsins í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur verður Oddur Ragnar Þórðarson
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja: Varafulltrúi sveitarfélagsins í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur verður Oddur Ragnar Þórðarson
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Aðalfulltrúi sveitarfélagsins í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur verður Ásgeir Eiríksson. Varafulltrúi verður Oddur Ragnar Þórðarson.
Landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga: Í stað Ingu Sigrúnar Atladóttur tekur Kristinn Björgvinsson sæti sem annar tveggja fulltrúa Sveitarfélagsins Voga.

Samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur.

Til máls tóku: Oddur Ragnar, Inga Sigrún

9.Sumarleyfi bæjarstjórnar 2013

1306038

Sumarleyfi bæjarstjórnar hefst 27. júní 2013. Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga og í samræmi við samþykktir sveitarfélgsins hefur bæjarráð umboð til fullnaðarafgreiðslu mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur. Næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður miðvikudaginn 28. ágúst 2013.
Sumarleyfi bæjarstjórnar er stendur frá 27. júní til 27. ágúst 2013. Samkvæmt ákvæðum 35.gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fer bæjarráð með sömu heilmildir og sveitarstjórn hefur ella og er heimil fullnaðarákvörðun mála.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?