Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

186. fundur 18. mars 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjölskyldu- og velferðarnefnd. Sandgerðisbæjar, Garð og Voga.

1501018

Upplýsingar um áminningu til fjölskyldu- og velferðarnefndar Félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga
Lagt fram bréf Barnaverndarstofu dags. 20.janúar 2015, upplýsingar um áminningu til fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga skv.4.mgr. 8.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þegar hefur verið brugðist við áminningunni af hálfu Félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga og tekið til viðeigandi ráðstafana.

2.Þjónustusamningur um málefni fólks með fötlun

1411029

Niðurstaða umsóknar um undanþágu frá lágmarksíbúafjölda.
Lagður fram tölvupóstur Velferðarráðuneytisins dags. 9.1.2015, svar við beiðni um undanþágu frá ákvæðum 2.mgr. 4.gr. laga nr. 59/1992 um lágmarksíbúafjölda á þjónustusvæðum. Ráðuneytið félst ekki á undanþágubeiðnina. Málið er áfram til úrvinnslu og í eðlilegum farvegi.

3.Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2.

1405008

Athugasemdir frá Lex lögmannsstofu vegna beiðni Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu dags. 18.febrúar 2015. Bréfið er ritað f.h. eigenda jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru-Vatnsleysu, Minni-Vatnsleysu, hluta af Heiðarlandi Vogajarða og hluta af Stóra-Knarrarnesi vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2.
Bæjarráð bendir á að bréfið er sent eftir að athugasemdafrestur var liðinn. Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar var staðfest á fundi bæjarstjórnar 25.2.2015. Að mati lögmanns sveitarfélgsins falla "Suðvesturlínur" ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum áætlana einar og sér, legið hafi fyrir frá því umsóknin barst að eingöngu sé fyrirhugað að ráðst í hluta þeirra framkvæmda sem umhverfismat framkvæmda Suðvesturlína tekur til.

4.Erindi til bæjarráðs 27.02.2015.

1502072

Áskorun um að leitað verði fjárstuðnings Landsnets hf. um lagningu hitaveitu á Vatnsleysuströnd
Lagt fram bréf Birgis Þórarinssonar, Minna-Knarrarnesi, dags. 27.2.2015. Í bréfinu er áskorun til bæjarráð um að leita eftir fjárstuðningi til Landsnets við hitaveituframkvæmdir og lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd.
Erindið er lagt fram.

5.Endurskoðun reglna um mennta- og menningarsjóð.

1503015

Fyrirhuguð er endurskoðun á reglum um mennta- og menningarsjóð
Með fundargögnum fylgja gildandi reglur um mennta- og menningarsjóð í Sveitarfélaginu Vogum.
Bæjarráð samþykkir að ráðast í endurskoðun á reglunum með það að markmiði að sameina hann afrekssjóð íþróttamanna. Stefnt að því endurskoðaðar tillögur verði lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.

6.Endurskoðun reglna um Afrekssjóð Íþróttamanna.

1503014

Fyrirhuguð er endurskoðun reglna um afrekssjóð íþróttamanna
Með fundargögnum fylgja gildandi reglur um Afrekssjóð íþróttamanna
Bæjarráð samþykkir að ráðast í endurskoðun á reglunum með það að markmiði að sameina hann mennta- og menningarsjóð.
Stefnt að því endurskoðaðar tillögur verði lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.

7.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2015

1502001

Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2015
Lagt fram mánaðarlegt rekstraryfirlit fyrir janúar og febrúar 2015.

8.Stofnun byggðasamlags um brunavarnir á Suðurnesjum

1406031

Drög að stofnsamningi ásamt samantekt KPMG vegna stofnunar nýs byggðasamlags um Brunavarnir Suðurnesja
Lögð fram samantekt KPMG um Brunavarnir Suðurnesja ásamt drögum að stofnsamningi fyrir stofnun byggðasamlags um starfsemi BS.
Samþykkt að vinna áfram að stofnun byggðasamlags í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

9.Kynning Placement in Island

1503003

Þjónusta í boði fyrir sveitarfélagið
Lagður fram tölvupóstur frá Placement með kynningu á starfsemi fyrirtækisins.

10.Styrktarsjóður EBÍ 2015.

1502047

Eignarhaldsfélagið BÍ gefur sveitarfélögum kost á að sækja um styrk til þróunarverkefna
Lagt fram bréf Styrktarsjóðs EBÍ þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að sækja um styrk til þróunarverkefna.

11.Framkvæmdir 2015

1502036

Niðurstaða útboðs í endurnýjun Aragerðis og gerð stígs að Háabjalla
Lagður fram tölvupóstur Tækniþjónustu SA dags. 12.3.2015 með niðurstöðu tilboða í framkvæmdir við endurgerð Aragerðis og stígs að Háabjalla. Eftirfarandi tilboð bárust:

1. Ellert Skúlason ehf., kr. 25.960.640 (95%)
2. Jón og Margeir ehf., kr. 26.960.000 (98%)
3. Gröfuþjónustua Tryggva Einars ehf., kr. 28.520.600 (104%)
4. Jarðbrúa ehf., kr. 34.436.400 (125%)
5. S.S. Verk ehf., kr. 39.609.500 (145%)

Kostnaðaráætlun: kr. 27.397.500 (100%)

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason hf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

12.338. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1502071

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunar og bjartari morgna, 338. mál
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.

13.101. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1503017

Alþingi óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna, 101. mál
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

14.Fundargerðir Fjöldkyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015

1501026

Fundargerðir 95. og 96. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Lögð fram fundargerð 95. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, haldinn 12.02.2015.
Lögð fram fundargerð 96. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, haldinn 19.02.2015.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til tímabundinnar fjölgunar stöðugildis, sbr. 1. mál fundargerðarinnar.

15.Fundargerðir S.S.S. 2015

1501022

Fundargerð 686. fundar
Lögð fram fundargerð 686. fundar stjórnar SSS, haldinn 18.02.2015.

16.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014

1401073

Fundargerð stjórnar DS frá 18.2.2015
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 18.02.2015.

17.Fundargerðir Kölku 2015 / Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

1501008

Fundargerð 457. fundar Kölku
Lögð fram fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn 12.03.2015.

18.Fundargerðir Heklunnar 2014

1402029

Fundargerð 39. fundar stjórnar Heklunnar
Lögð fram fundargerð 39. fundar stjórnar Heklunnar, haldinn 21.11.2014.

19.Fundargerðir Heklunnar 2015

1502066

Fundargerð 40. fundar Heklunnar
Lögð fram fundargerð 40. fundar stjórnar Heklunnar haldinn 9.1.2015.

20.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2014

1410012

Fundargerð 13. fundar Þekkingarseturs Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 13. fundar stjórnar Þekkingaseturs Suðurnesja, haldinn 18.2.2015

21.Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2015

1503004

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs 28.1.2015
Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs haldinn 28.1.2015.

22.Fundir Reykjanes jarðvangs 2015

1501021

Fundargeð 16. fundar stjórnar Reykjanesjarðvangs
Lögð fram fundargerð 16. fundar stjórnar Reykjanes Jarðvangs haldinn 20.02.2015

23.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2015

1501020

Fundargerð 372. fundar stjórnar Hafnasambandsins
Lögð fram fundargerð 372. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands haldinn 13.2.2015.

24.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1502020

Fundargerð 825. og 826. funda stjórnar Sambandsins
Lögð fram 825. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 16.2.2015.
Lögð fram 826. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 27.2.2015
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur undir bókun stjórnar Sambandsins í 10. máli, þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk.

25.Fundir Almannavernarnefndar suðurnesja 2015

1503016

Fundargerð Almannavarnarnefndar 15.1.2015
Lögð fram fundargerð Almannavarnarnefndar haldinn 15.01.2015.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?