Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

183. fundur 07. janúar 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ágóðahlutagreiðsla 2014

1410026

Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands tilkynnir arðgreiðslu vegna ársins 2014.
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 24.10.2014. Í bréfinu er upplýst að hlutdeild Voga í Sameignarsjóði EBÍ er 0,436% og að greiðsla til sveitarfélgsins sé kr. 218.000

2.Bréf Brunavarna Suðurnesja til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

1412024

Afrit bréfs stjórnar BS til SHS, ósk um viðræður um hugsanlega sameiningu slökkviliða.
Lagt fram bréf formanns stjórnar BS dags. 8.12.2014, ásamt afriti af bréfi stjórnar BS til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins dags. 5.12.2014, þar sem óskað er eftir viðræðum á milli stjórna Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Brunavarna Suðurnesja, B.S., um hugsanlega sameiningu slökkviliða.

3.Tillaga Ungmennafélags Íslands

1412031

Bókun frá 39. sambandsfundi UMFÍ
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra UMFÍ, dags. 12.12.2014 þar sem vakin er athygli á tillögu sem samþykkt var á 39. sambandsráðsfundi UMFÍ, haldinn 11. október 2014. Í tillögunni er þeim sveitarfélögum sem stutt hafa við bakið á iðkendum ungmenna- og íþróttafélaga með því að sjá þeim fyrir gistingu í sínu húsnæði. Jafnframt hvetur samráðsfundurinn öll sveitarfélög til að leggja sitt að mörkum til að þessir hópar fái gistingu á viðráðanlegu verði.

4.Afgreiðsla stjórnar sambandsins á erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum

1412009

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga kynnir afgreiðslu beiðnar Vinnumálastofnunar vegna aðstöðu fyrir ráðgjafa.
Lagt fram bréf Vinnumálastofnunar til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 13.11.2014, um viðtalsaðstöðu fyrir ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Einnig lagt fram svarbréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2.12.2014 vegna sama máls.

5.100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

1412005

Nefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hvetur sveitarfélagið til að minnast tímamótanna með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum.
Lagður fram tölvupóstur Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra 100 ára afmælis um kosningarétt kvenna, dags. 5.8.2014. Í tölvupóstinum eru sveitarfélagið hvatt til að minnast tímamótanna með sýningum, málþingum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum.
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar í Frístunda- og menningarnefnd.

6.Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014

1412010

Landssamband Slökkviliðsmanna óskar eftir fjárstuðningi við eldvarnarátak í grunnskólum.
Lagt fram bréf Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, dags. 1.12.2014. Í bréfinu er óskað eftir fjárframlagi til styrktar eldvarnarátaki í grunnskólum árið 2014, en slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn heimsóttu nemendur í þriðja bekk grunnskóla um allt land, ræddu við þá um eldvarnir og afhentu þeim og fjölskyldum þeirra vandað fræðsluefni um eldvarnir.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000, tekið af lið 0721 (Brunavarnir).
Samþykkt samhljóða.

7.Auglýsing eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ

1412026

Stjórn UMFÍ auglýsir eftir umsóknum um undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ árið 2017
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra UMFÍ, dags. 10.12.2014. í bréfinu er vakin athygli á að auglýst hefur verið eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. landsmóts UMFÍ árið 2017. Fram kemur að sambandsaðilar UMFÍ þurfi samþykki þess sveitarfélags þar sem mótið skal haldið.

8.Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2015

1412032

Stígamót óska eftir fjárstyrk vegna starfseminnar 2015
Lagt fram bréf Stígamóta, dags. 10.12.2014. Í bréfinu er óskað eftir fjárstuðningi við starfsemi samtakanna fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 20.000, færist á lið 0261-9695 (Forvarnir). Samþykkt samhljóða.

9.Beiðni um viðræður vegna vatnsveitu Voga.

1412035

Bréf HS Veitna hf. dags. 23.12.2014, beiðni um viðræður um vatnsverð, stöðu vatnsöflunar og önnur mál er varða samskipti aðila.
Lagt fram bréf HS Veitna hf. dags. 23.12.2014. Í bréfinu er óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn um vatnsverð samkvæmt samningi aðila frá 2001 og lögum um vatnsveitur sveitarfélaga. Einnig er gert ráð fyrir að í viðræðunum verði rætt um stöðu vatnsöflunar og önnur mál er varða samskipti HS Veitna og Vatnsveitu Voga. Með fundarboðinu fylgir samningur aðila dags. 23.1.2001.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ákveða fundartíma í samráði við bréfritara.

10.Reglur um Tjarnarsal

1501002

Tillaga að breyttum reglum um Tjarnarsal, sem koma m.a. til móts við mismunandi notkun salarins.
Lagðar fram tillögur að breyttum reglum um Tjarnarsal. Breytingunum er ætlað að koma til móts við mismunandi notkun salarins og aðlaga reglurnar að því.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að áframhaldandi úrvinnslu málsins.

11.ályktun starfsmanna Brunavarna Suðurnesja

1501001

Starfsmenn BS senda sveitarfélaginu ályktun vegna fundargerðar stjórnar BS
Lögð fram ályktun fulltrúa starfsmanna Brunavarna Suðurnesja, sem samþykkt var 8.12.2014. Í ályktuninni er fjallað um vinnubrögð stjórnar varðandi málefni Brunavarna Suðurnesja.

12.Bréf Björgunarsveitarinnar Skyggnis til bæjarstjórnar

1501003

Bréf formanns Skyggnis ásamt tölvupósti dags. 3.1.2015
Lagður fram tölvupóstur formanns Björgunarsveitarinnar Skyggnis dags. 3.1.2015, ásamt bréfi til bæjarstjórnar dags. sama dag. Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi úrvinnslu málsins.

13.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar 2014

1401070

93. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar. Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð þarfnast afgreiðslu bæjarráðs.
Lögð fram fundargerð 93. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar haldinn 12.12.2014. Jafnframt lagðar fram tillögur að breytingum á reglum um fjárhagaðstoð hjá Sandgerðisbæ, Garði og Vogum, sbr. 21.gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum. Bæjarráð samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram.

14.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2014

1410012

Fundargerð 12. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja haldinn 26.11.2014
Lögð fram fundargerð 12. fundar stjórnar Þekkingaseturs Suðurnesja haldinn 26.11.2014.

15.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014

1401073

Fundargerð stjórnar DS haldinn 26. nóvember 2014
Lögð fram fundargerð stjórnar DS haldinn 26.11.2014.

16.Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014

1401008

244. og 245 fundir stjórnar BS
Lögð fram fundargerð 244. fundar stjórnar BS haldinn 1.12.2014
Lögð fram fundargerð 245. fundar stjórnar BS haldinn 9.12.2014

17.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, 2014

1401072

454. fundur stjórnar Kölku
Lögð fram fundargerð 454. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, haldinn 10.12.2014.

18.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014

1401074

370. fundur stjórnar Hafnarsambandsins
Lögð fram fundargerð 370. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, haldinn 11.12.2014.

19.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

684. fundur stjórnar SSS
Lögð fram fundargerð 684. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS), haldinn 17.12.2014.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?