Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

180. fundur 19. nóvember 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Lántaka BS vegna skuldar við SSS

1411014

Bréf BS vegna lántöku til greiðslu skuldar við SSS
Lagt fram bréf Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra BS, dags. 7. nóvember 2014. Í bréfinu er kynnt fyrirhuguð lántaka BS hjá Landsbanka Íslands í formi yfirdráttarláns, vegna uppgjörs skuldar BS við SSS. Lánsfjárhæðin er allt að kr. 130.000.000 að viðbættum vöxtum, gjalddagi er 10.01.2015.
Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti, og fellst á að takast á hendur ábyrgð (pro rata) á láninu sem nemur eignarhlutdeild sveitarfélagsins í BS.
Samþykkt samhljóð.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2019

1407008

Bæjarráð heldur áfram vinnu sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2015
Bæjarráð hélt áfram umfjöllun sinni um fjárhagsáætlun 2015 á fundinum.

3.33. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1411011

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.
Lagður fram tölvupóstur Nefndarsviðs Alþingis dags. 10.11.2014, þar sem sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 33. mál.

4.Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

1411003

Aðalfundur Samtka sveitarfélaga á köldum svæðum var haldinn 10. október 2014.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Samtaks sveitarfélaga á köldum svæðum, sem haldinn var 10. október 2014.

5.Fundargerðir Heklunnar 2014

1402029

35. fundur haldinn 4. apríl 2014
36. fundur haldinn 24. maí 2014
37. fundur haldinn 22. september 2014
38. fundur haldinn 24. október 2014
Lögð fram fundargerð 35. fundar stjórnar Heklunnar (Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja), haldinn 4. apríl 2014.
Lögð fram fundargerð 36. fundar stjórnar Heklunnar (Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja), haldinn 24. maí 2014.
Lögð fram fundargerð 37. fundar stjórnar Heklunnar (Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja), haldinn 22. september 2014.
Lögð fram fundargerð 38. fundar stjórnar Heklunnar (Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja), haldinn 24. október 2014.

6.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

1402012

Fundargerð 821. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 31. október 2014
Lögð fram fundargerð 821. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 31. október 2014.

7.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Fundargerð 682.fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum haldinn 11. nóvember 2014
Lögð fram fundargerð 682. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn 11. nóvember 2014.

8.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, 2014

1401072

Fundargerð 453. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn 13. nóvember 2014
Lögð fram fundargerð 453. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, haldinn 13. nóvember 2014.

9.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja

1411013

1. fundur svæðisskipulags Suðurnesja haldinn 13.nóvember 2014.
Lögð fram fundargerð 1. fundar stjórnar Svæðisskipulags Suðurnesja, haldinn 13. nóvember 2014.

10.Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014

1401008

Fundargerð 243. fundar stjórnar BS haldinn 4.11.2014.
Lögð fram fundargerð 243. fundar stjórnar BS haldinn 4. nóvember 2014.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?