Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

176. fundur 05. nóvember 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Bergur Brynjar Álfþórsson formaður stýrir fundi.

1.Ályktanir fulltrúafundar Landssamtaka Þroskahjálpar 18.10.2014

1410025

Landssamtökin Þroskahjálp senda sveitarfélögum ályktanir fulltrúafundar
Lagðar fram ályktanir fulltrúarfundar landssamtakanna Þroskahjálpar frá 17. - 19. október 2014.

2.Útbreiðsla lúpínu í Reykjanesfólkvangi

1410031

Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd senda skýrslu um útbreiðslu lúpínu í Reykjanesfólkvangi
Lögð fram skýrsla Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd um útbreiðslu lúpínu í Reykjanesfólkvangi.

3.Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til innanríkisráðuneytisins.

1401037

Innanríkisráðuneytið sendir sveitarstjórnum bréf um viðauka við fjárhagsáætlanir, sem óskað er eftir að lagt verði fram og tekið til umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 18. júní 2014 um viðauka við fjárhagsáætlanir. Í bréfinu er að finna ýmsar leiðbeiningar og ábendingar um með hvaða hætti viðaukar skuli unnir, en skylt er að gera slíka viðauka ef reynist nauðsynlegt að víkja frá upphaflegri fjárhagsáætlun.

4.Umsókn um styrk.

1410021

Sandra Helgadóttir sækir um styrk til gerðar stuttmyndar. Sandra hefur þegar fengið heimild til afnota af íbúð í Álfagerði og húsnæði heilsugæslunnar til gerð myndarinnar.
Lagður fram tölvupóstur dags. 23.10.2014 frá Söndru Helgadóttur sem óskar eftir styrk til gerðar stuttmyndar sem er lokaverkefni hennar í leiklist við Kvikmyndaskóla Íslands. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en heimilar fyrir sitt leyti afnot af húsnæði heilsugæslunnar og íbúð í Álfagerði til kvikmyndatökunnar.

5.Öldungaráð Suðurnesja

1401011

Stofnfundur Öldungaráðs Suðurnesja verður haldinn 10. nóvember n.k. Óskað er eftir tilnefningum sveitarstjórnar í ráðið. Afgreiðslu málsins var frestað á 103. fundi bæjarstjórnar.
Lagt fram að nýju bréf Félags eldri borgara á Suðurnesjum dags. 15. október 2014, varðandi tilnefningu sveitarfélagsins í Öldungaráð Suðurnesja. Málið var áður á dagskrá 103. bæjarstjórnarfundar, en afgreiðslu frestað. Bæjarráð tilnefnir sem aðalmnn Jóngeir H. Hlinason. Tilnefningu annara fulltrúa sveitarfélagsins er frestað þar til síðar.

6.Erindi frá Félagsþjónustu vegna húsnæðisvanda

1410030

Trúnaðarmál. Gögn málsins eru einungis aðgengileg fyrir bæjarráðsmenn.
Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók.

7.Skipan í svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja.

1410001

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum óskar eftir tilnefningum í svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja
Lagt fram bréf Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um skipaðn í svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja. Óskað er eftir tilnefningu um tvo fulltrúa sveitarfélagsins í nefndinni og tvo til vara. Bæjarráð tilnefnir Áshildi Linnet og Kristinn Benediktsson sem aðalmenn, til vara eru tilnefndir Ingþór Guðmundsson og Björn Sæbjörnsson.

8.Fjárhagsáætlun 2015-2019

1407008

Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2015
Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun verður haldinn síðdegis 5.11.2014.

9.Umsókn um rekstrarleyfi.

1410018

Óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsókn Dagmar Jóhönnu Eiríksdóttur um rekstrarleyfi til að reka gististað í Narfakoti
Lagt fram bréf Sýslumannsins í Keflavík þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins um umsókn Dagmars Jóhönnu Eiríksdóttur, kt. 200261-3729 um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki I að Narfakoti í Vogum. Bæjarráð gerir ekki athugased við umsóknina.

10.17. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis

1410024

Sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásölu áfengis), 17. mál.
Lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis dags. 23. október 2014, umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis).

11.Til umsagnar 27. mál frá nefndasviði Alþingis

1410033

Sveitarfélaginu gefst kostur á að veita umsögn tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu
Lagður fram tölvupóstur frá Nefndarsviði Alþingis dgas. 30. október 2014, umstöfn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.

12.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014

1401073

Fundargerðir stjórnar DS frá 11.09.2014 og 8.10.2014
Lögð fram fundargerð stjórnar Dvalarheimila aldraðra Suðurnesjum (DS) haldinn 11. september 2014.
Lögð fram fundargerð stjórnar DS haldinn 8. október 2014.

13.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014

1401074

Fundargerð 368. fundar stjórnar Hafnarsambandsins
Þinggerð 39. Hafnarsambandsþings
Fundargerð 369. fundar stjórnar Hafnarsambandsins
Lögð fram fundargerð 368. fundar stjórnar Hafnarsambandsins.
Lögð fram þinggerð 39. Hafnarsambandsþings.
Lögð fram fundargerð 369. fundar stjórnar Hafnarsambandsins.

14.Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2013 og 2014

1309039

Fundargerð 93. fundar Þjónustuhóps aldraðra
Lögð fram fundargerð 93. fundar Þjónustuhóps aldraðra.

15.Fundir Reykjanes Jarðvangs 2014

1402026

Fundargerð 13. fundar stjórnar
Lögð fram fundargerð 13. fundar stjórnar Reykjanes Jarðvangs.

16.Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014

1401008

Fundargerðir stjórnar BS, fundir 240, 241 og 242
Lögð fram fundargerð 240. fundar stjórnar BS
Lögð fram fundargerð 241. fundar stjórnar BS
Lögð fram fundargerð 242. fundar stjórnar BS

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?