Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

298. fundur 19. febrúar 2020 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá

1.Lykiltölur stuðningsþjónustu.

2002033

Lykiltölur stuðningsþjónustu Félagsþjónustunnar árið 2019
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Minnisblaðið lagt fram.

2.Reglur um Frístundastyrk

1810007

Endurskoðaðar reglur um Frístundakort í febrúar 2020.
Samþykkt
Reglur um frístundastyrk hafa verið uppfærðar og taka nú mið af rafrænni afgreiðslu umsókna. Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykktir reglurnar. Samþykkt samhljóða.

3.Stóra Vatnsleysa, ósk um heimild til að vinna deiliskipulag fyrir íbúðarlóðir

2001033

SVT ehf. óskar eftir heimild fyrir deiliskipulagsgerð í landi Stóru-Vatnsleysu. Skipulagsfulltrúi sveitarfélagsins hefur lýst sig vanhæfan til að fjalla um málið vegna tengsla við málsaðila.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að setja Atla Geir Júlíusson, kt. 250683-3679 sem skipulagsfulltrúa við afgreiðslu þessa máls. Samþykkt samhljóða.

4.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 17.2.2020
Lagt fram
Minnisblað bæjarstjóra dags. 18.2.2020 ásamt fylgigögnum lagt fram til kynningar. Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

5.Framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga

2002034

Lánasjóður sveitarfélaga kallar eftir framboðum til stjórnar sjóðsins.
Lagt fram
Erindi framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 12.02.2020, um framboð til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélagsa. Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram

6.Tjón á bátnum Haukur HF 68

2002030

Afstaða bæjarráðs til skemmda sem urðu á bát í Vogahöfn í óveðri í desember 2019.
Minnisblað bæjarstjóra dags. 18.02.2020 ásamt fylgigögnum lagt fram. Afgreiðsla bæjarráðs: Afgreiðslu málsins frestað. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir gagnvart tryggingarfélaginu.

7.Trúnaðarmál

1803046

Liðurinn er án gagna.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Niðurstaða er færð í trúnaðarmálabók.

8.Drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga

2002026

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið vekur athygli á drögum að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga, sem hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

9.Eignarráð og nýting fasteigna

2002031

Samband íslenskra sveitarfélaga óskar eftir viðbrögðum vegna frumvarps um eignarráð og nýtingu fasteigna, sem birt hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

10.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2020.

2001044

Alþingi sendir sveitarstjórn eftirtalin mál til umsagnar:
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð, 50. mál.
Tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003, 119. mál
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

11.Leyfisbréf kennara

2001028

Málinu var vísað til bæjarráðs á 164.fundi bæjarstjórnar þ. 29.1.2020
Lagt fram
Lögð fram bókun Fræðslunefndar á 87. fundi þ. 20.1.2020, sem vísað var til bæjarráðs af bæjarstjórn. Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman upplýsingar um starfsemin leikskólans og leggja fyrir bæjarráð. Afgreiðslu málsins frestað.

12.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokk III

2002011

Erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum, beiðni um umsögn við umsókn Mótel Best ehf. um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki III
Hafnað
Lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa og eldvarnareftirlits. Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð vísar til umsagnar byggingafulltrúa þar sem fram kemur að ekki hafi farið fram lokaúttekt á húsnæðinu. Í ljósi þess getur bæjarráð ekki fallist á að leyfið verði veitt, fyrr en lokaúttektin hefur farið fram.

13.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II

2002010

Beiðni Sýslumannsins á Suðurnesjum um umsögn vegna umsóknar Rent ehf. um resktrarleyfi til sölu gistingar í flokki II
Samþykkt
Lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa og eldvarnarefitlits. Afgreiðsla bæjarráðs: Með vísan til umsagnar byggingafulltrúa samþykkir bæjarráð að fram fari grenndarkynning umsóknarinnar. Að því gefnu að ekki komi fram athugasemdir samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að leyfið verði veitt.

14.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019.

1902001

Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

15.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2020

2002032

Fundargerð 54. fundar stjórnar Reykjanes Geopark
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð fagnar sérstaklega að Reykjanes Geopark hafi fengið UNESCO vottun sína endurnýjaða til fjögurra ára.

16.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2020

2002016

Fundargerð 76. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Fundargerð 878. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja 2020.

2001041

Fundargerð 4. fundar Öldungarráðs Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?