Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

174. fundur 08. október 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Erindi frá Samtökum ungra bænda.

1409008

Samtök ungra bænda senda sveitarstjórnum ályktun um varðveislu landbúnaðarlands
Lögð fram ályktun aðalfunds Samtaka ungra bænda sem haldinn var í Úthlíð 22. mars 2014, um varðveislu landbúnaðarlands.

2.Athugasemd við ársreikning 2013

1409007

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vekur athygli sveitarfélagsins á því eftir yfirferð ársreikning sveitarfélagsins að það standist ekki jafnvægisreglu sbr. ákvæði sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 28. ágúst 2014. Nefndin bendir á að eftir yfirferð á ársreikningi 2013 sé það niðurstaða nefndarinnar að sveitarfélagið standist ekki jafnvægisreglu 1. tl. 64.gr. svitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Óskað er eftir útskýringum sveitarstjórnar á frávikum í rekstri fyrir árið 2013 í samanburði við fjárhagsáætlun ásamt upplýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir til að standast kröfur laganna. Einnig óskar nefndin eftir gerð útkomuspár fyrir árið 2014 með samanburði við fjárhagsáætlun 2014. Bæjarstjóra falið að svara erindinu.

3.Kvörtun vegna málsmeðferðar

1409005

Bréf Birgis Þórarinssonar í Minna-Knarrarnesi þar sem kvartað er yfir málsmeðferð vegna umsóknar hans um byggingarleyfi.
Lagt fram bréf Birgis Þórarinssonar, dags. 1. september 2014, kvörtun vegna málsmeðferðar skipulags- og byggingafulltrúa og umhverfis- og skipulagsnefndar (2010 - 2014), vegna umsóknar um byggingu 40 m2 bændakirkju að Minna-Knarrarnesi.
Bæjarráð hafnar því að um persónulega óvild sé að ræða í garð bréfritara af hálfu byggingafulltrúa. Úrvinnsla málsins hefur byggst á því grundvallaratriði að deiliskipulag sé unnið á grundvelli aðalskipulags, en ekki hverfisverndar, og að framkvæmdin samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags og landnotkun. Málið er til meðferðar hjá Umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins og í eðlilegum farvegi.

4.Mengun í drykkjarvatni september 2014

1409010

Menungar varð vart í vatnsbóli sveitarfélagsins í upphafi september s.l. Heilbrigðiseftirlitið hefur tekið saman greinargerð um málið.
Mengunar varð vart í vatnsbóli sveitarfélagsins í upphafi september 2014. Mengunin hvarf á nokkrum dögum. Lögð fram greinargerð Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 16. september 2014 um málið. Í greinargerðinni er fjallað um aðgerðir bæði til skemmri og lengri tíma.
Bæjarráð álítur mikilvægt að málefni vatnsveitu og öryggi í gæðum neysluvatns séu höfð í fyrirrúmi. Óskað er eftir viðræðum við HS Veitur um framtiðarlausn í málefnum neysluvatns, þ.e. öflunar, miðlunar og dreifingar þess.

5.Tilnefning í markaðsráð

1409012

Óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í sameiginlegt markaðsráð Suðurnesja og Reykjanes Jarðvangs
Lagður fram tölvupóstur frá Þuríði Halldórsdóttur, verkefnisstjóra hjá Markaðsstofu Reykjaness, dags. 3. september 2014. Í tölvupóstinum er óskað eftir að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í sameiginlegt markaðsráð Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes jarðvangs. Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sinn í ráðinu.

6.Vegur milli Naustakots og Neðri-Brunnastaða

1011006

Nanna Lovísa Zophaníasdóttir spyrst fyrir um lokun vegar milli Naustakots og Neðri-Brunnastaða. Bæjarstjóri hefur tekið saman minnisblað um málið.
Lagt fram bréf Nönnu Lovísu Zophaníasdóttur dags. 19.09.2014, um lokun vegar milli Neðri-Brunnastaða og Naustakots. Bæjarráð bendir á að fyrir liggur ákvörðun bæjarstjórnar um að vegur þessi skuli vera opinn almennri umferð, jafnframt því sem bæjarstjóra er falið að svara bréfritara.

7.Við stólum á þig - Fjölnota innkaupapokar

1409011

Sveitarfélaginu býðst þátttaka í verkefninu "Við stólum á þig" m.a. með kaupum á sérmerktum, vistvænum innkaupapokum.
Lagt fram bréf átaksins "Við stólum á þig", dags. 15. september 2014. Í bréfinu er sveitarfélaginu boðin þátttaka í verkefninu m.a. með kaupum á burðarpokum sem eru sérmerktir sveitarfélaginu. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

8.Beitarhólf í Vogum

1408010

Lagt er til að sveitarfélagið móti stefnu um nýtingu beitarhólfa sveitarfélagsins, ásamt því hvernig skuli háttað rekstri og viðhaldi hólfanna þ.m.t. girðinga.
Á fundinum er lagðir fram þrír samningar um beitarhólf, frá árunum 1992, 2005 og 2008.
Bæjarráð leggur til að mótuð verði stefna um nýtingu beitarhólfa, ásamt því hvernig skuli háttað rekstri og viðhaldi girðinga. Stefnumótunin verði unnin í samráði við fjáreigendur í sveitarfélaginu.

9.Fjárhagsáætlun 2015-2019

1407008

Lagt fram yfirlit um helstu dagsetningar við vinnslu fjárhagsáætlunar 2015 og þriggja ára áætlun 2016-2019.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 6. október 2014, þar sem m.a. kemur fram verkáætlun og helstu dagsetningar varðandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2015 - 2019. Einnig er lagt fram upplýsingarit Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu forsendur við gerð fjárhagsáætlunar.

10.Ársfjórðungsleg rekstraryfirlit

1305014

Yfirlit og tölfræði um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins fyrstu níu mánuði ársins 2014
Lögð fram samantekt Félagsþjónstu Sandgerðis, Garðs og Voga um fjárhagsaðstoð í sveitarfélögunum fyrstu níu mánuði ársins 2014.

11.Drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða

1409013

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent inn umsögn sína.
Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 1. september 2014, þar sem kynnt eru drög að nýrri reglugerð um starfsemi slökkviliða. Jafnramt er lögð fram á fundinum umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drögin, dags. 24.09.2014.

12.Öldungaráð Suðurnesja

1401011

Fundargerð undirbúningsfundar um stofnun Öldungarráðs Suðurnesja frá 6.10.2014
Lögð fram fundargerð undirbúningshóps um stofnun Öldungaráðs Suðurnesja dags. 6.10. 2014.

13.Fundargerðir Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum 2014

1401073

Fundargerð stjórnar frá 27. ágúst 2014
Fundargerð framhaldsaðalfundar DS frá 8. september 2014
Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 27. ágúst 2014.
Lögð fram fundargerð framhaldsaðalfundar DS frá 8. september 2014.

14.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

1402012

Fundargerð 816. fundar stjórnar Sambandsins
Lögð fram fundargerð 818. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12. september 2014.

15.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Fundargerð 680. fundar stjórnar SSS frá 4.9.2014
Fundargerð 38. aðalfundar SSS 12. - 13. sept.2014
Lögð fram fundargerð 680. fundar stjórnar SSS frá 4. september 2014.
Lögð fram fundargerð 38. aðalfundar SSS sem haldinn var 12. - 13. september 2014.

16.Fundir Reykjanes Jarðvangs 2014

1402026

Fundargerð 12. fundar stjórnar frá 3.9.2014
Fundargerð aðalfundar frá 3.9.2014
Með fundargerð aðalfundar fylgir skýrsla stjórnar, ársreiningur ásamt tillögu að árgjöldum.
Lögð fram fundargerð 12. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs frá 3. september 2014.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Reykjanes jarðvangs frá 3. september 2014, með fundargerðinni er einnig lögð fram skýrsla stjórnar, ársreikningur ásamt tillögu að árgjöldum.

17.Fundargerðir þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2013 og 2014

1309039

Fundargerð 92. fundar þjónustuhóps aldraðra
Lögð fram fundargerð 92. fundar þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum haldinn 29. september 2014.

18.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014

1401074

Fundargerð 367.fundar stjórnar Hafnarsambandsins
Lögð fram fundargerð 367. fundar stjórnar Hafnarsambandsins, sem haldinn var 3. september 2014.

19.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2014

1401036

Fundargerð 243.fundar stjórnar HES frá 23.05.2014
Fundargerð 244. fundar stjórnar HES frá 10.09.2014
Lögð fram fundargerð 243. fundar stjórnar HES frá 23.05.2014
Lögð fram fundargerð 244. fundar stjórnar HES frá 10.09.2014

20.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, 2014

1401072

Fundargerð 36. aðalfundur Kölku frá 21.08.2014
Fundargerð 451. fundar stjórnar Kölku frá 11.09.2014
Lögð fram fundargerð 36. aðalfundar Kölku frá 21.08.2014.
Lögð fram fundargerð 451. fundar stjórnar Kölku frá 11.09.2014.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?