Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

173. fundur 03. september 2014 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Ingþór Guðmundsson varaformaður stýrir fundi.

1.Dagur íslenskrar náttúru.

1409001

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið vekur athygli á Degi íslenskrar náttúru og hvetur sveitarfélög til að hafa hann í huga í starfi sínu framundan.
Lagt fram bréf Umhverfis- og auðlindaráðuneytið sem vekur athygli á Degi íslenskrar tungu.

2.Skyldur sveitarfélaga skv. jafnréttislögum

1408009

Jafnréttisstofa vekur athygli á skyldum sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, sem og hvetur til þátttöku á árlegum landsfundi jafnréttisnefnda sveitarfélaga í Reykjavík þann 19. september n.k.
Lagt fram bréf Jafnréttisstofu sem vekur athygli á skyldum sveitarfélaga samkvæmt jafnfréttislögum. Bæjarráð samþykkir að ráðið fari með hlutverk Jafnfréttisnefndar sveitarfélagsins. Samþykkt að Inga Rut Hlöðversdóttir sæki ársfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga í Reykjavík þann 19. september n.k. f.h. sveitarfélagsins.

3.Skilti fyrir samakstur

1408008

Samgöngufélagið leitar til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna uppsetningu skilta um samakstur.
Lagt fram bréf Samgöngufélagsins vegna uppsetningu skilta um samakstur. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið, en telur mikilvægt að verkefnið verði unnið í samstarfi og samráði við Vegagerðarinnar.

4.Kaup á fasteignum EFF 2014

1406032

Fyrir liggur að ljúka kaupum sveitarfélagsins á fasteignum EFF, bæjarráð samþykkir heimild þar að lútandi ásamt því að tekið verði lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að fjármagna hluta kaupanna.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga heimilar hér með bæjarstjóra í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, að óska eftir við Eignarhaldsfélagið Fasteign í samræmi við 11. gr. leigusamnings sveitarfélagsins við EFF að nýta kauprétt sveitarfélagsins á íþróttahúsi sveitarfélagsins með fastanúmer 221-6552.
Ætluð skuldbinding í árslok 2013 er 476,5 millj. kr.
Í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun er bæjarstjóra einnig heimilt að óska eftir láni frá Lánasjóði sveitarfélaga til 15 ára með fljótandi vöxtum, fjármagnað af eigið fé Lánasjóðsins til fjármögnunar á kaupunum allt að 400 millj. kr. og eftirstöðvar fjármagnaðar með handbæru fé sveitarfélagsins.
Framangreindar fjárhagsráðstafanir hafa ekki áhrif á fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins og auka ekki skuldbindingar þess frá núverandi stöðu.
Samþykkt samhljóða.

5.Staða eigna ILS í Vogum

1408011

Upplýsingar um stöðu þeirra eigna í sveitarfélaginu sem eru í eigu Íbúðalánasjóðs.
Lagt fram yfirlit um stöðu eigna í eigu Íbúðalánasjóðs í sveitarfélaginu. Bæjarráð óskar eftir sambærilegum upplýsingum frá bönkum, lífeyrissjóðum og öðrum lánastofnunum um eignir í eigu þeirra í sveitarfélaginu.

6.Húsnæðismál BS

1409003

Bréf formanns stjórnar BS um húsnæðismál.
Lagt fram bréf formanns stjórnar (ódags.) BS um húsnæðismál. Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

7.Tölvubúnaður Stóru-Vogaskóla

1409004

Ráðast þarf í nauðsynlega endurnýjun á tölvukosti (vélbúnaði) Stóru-Vogaskóla, óskað er eftir aukafjárveitingu að fjárhæð kr. 420.000
Lagt fram bréf skólastjóra Stóru-Vogaskóla frá maí 2014, um endurnýjun tölvubúnaðar skólans. Bæjarráð samþykkir beiðnina, fjárveitingin verði tekin af liðnum "ófyrirséð".

8.Húsnæðismál grunnskólans

1404060

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að myndaður verði starfshópur um húsnæðismál grunnskólans, og að skólastjóri grunnskólans eigi sæti í starfshópnum (samþykkt á 66. fundi Fræðslunefndar 1.9.2014)
Bæjarráð tilnefndir eftirtalda í starfshópinn: Bergur B. Álfþórsson, Guðbjörg Kristmundsdóttir, Svava Bogadóttir og Ásgeir Eiríksson.

9.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2014

1401074

Fundargerð 366. fundar stjórnar Hafnarsambandsins
Lögð fram fundargerð 366. fundar stjórnar Hafnarsambandsins.

10.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2014

1401029

Fundargerð 679. fundar stjórnar SSS
Lögð fram fundargerð 679. fundar stjórnar SSS.

11.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, 2014

1401072

Fundargerð 450. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja (Kölku)
Lögð fram fundargerð 450. Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

12.Fundir stjórnar Brunavarna Suðurnesja 2014

1401008

Fundargerð 239. fundar stjórnar BS.
Lögð fram fundargerð 239. fundar stjórnar BS.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?